Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1960, Page 39
Báröur Jakobsson, lögfrxðingur:
Þegar sannanir skortir
1 28. bindi dómasafns Hæsta-
réttar eru sex samhljóða dómar,
sem varða sjómenn. Dómar þess-
ir eru í sjálfu sér ekkert merki-
legir, að öðru en því, að af þeim
má ráða hve miklu skiptir að
menn hafi nægileg og góð sönn-
unargögn til reiðu, þegar þeir
vilja heimta fé eða annað, sem
þeir telja sig eiga rétt til.
Þannig var mál með vexti, að
sjómenn áttu inni greiðslu afla-
hlutar hjá útgerðarfélagi. Höfðu
þeir verið á vertíð á vélbát út-
gerðarinnar í röska þrjá mán-
uði. Þegar þeir fengu ekki út-
borgað, fóru þeir í mál við út-
gerðina, og kröfðust greiðslu, en
þar sem þeir höfðu ekki „fengið
í hendur neitt uppgjör", var
kröfuupphæðin áætluð. Þá var
líka krafizt viðurkenningar á
sjóveðrétti í bátnum, sem menn-
irnir höfðu verið á.
Útgerðarfélagið lét mæta fyrir
sjódómi, en hreyfði í það sinn
engum andmælum, heldur bað um
frest til greinargerðar af sinni
hálfu. Sú greinargerð kom þó
ekki fram, og þegar málið var
tekið fyrir í fjórða skipti, mætti
enginn af hálfu útgerðarinnar.
Málið var þá tekið til dóms, og
urðu úrslit þau, að kröfur sjó-
mannanna voru teknar til greina,
og ennfremur var þeim tildæmd-
ur málskostnaður.
Þessi niðurstaða virðist sann-
gjörn, sjómennirnir fengu það,
sem þeim bar fyrir störf sín í
þágu útgerðarinnar. Það hafði
verið skorað á útgerðina að
le&gja fram yfirlitsreikning um
viðskipti sjómannanna og hluti
þeirra, en þeirri ósk var ekki
sinnt, og mótmæli eða skýringar
frá útgerðinni komu heldur ekki
fram, svo að eðlilegt virðist að
dómur félli sjómönnunum í vil.
Þótt útgerðin hefði þannig
engar varnir uppi fyrir sjódómi
og af því virtist jafnvel mega
víkingur
ráða að hún viðurkenndi kröfur
sjómannanna, þá var málinu
samt skotið til Hæstaréttar af
hennar hálfu, og nú krafðist út-
gerðin sýknu af kröfunum.
Það kom þegar í ljós fyrir
Hæstarétti að fleiri hliðar voru
á málinu, en ætla mætti eftir
niðurstöðu sjódómsins. Það vant-
aði sem sé allar sannanir um
það, hver hin rétta og raunveru-
lega krafa sjómannanna var,
upplýsingar um það, hvort þeir
hefðu fengið einhverja greiðslu
meðan þeir voru við bátinn eða
enga, og ekki var lagður fram
skiprúmssamningur né kjara-
samningur og ekki heldur skips-
hafnarskrá. Þannig var það ekki
einu sinni formlega öruggt, að
sjómennirnir hefðu í raun og
veru verið á umræddum bát, og
ekki heldur upp á hvaða kjör. Það
versta var þó að láðst hafði að
heimta reikningsskil hjá útgerð-
inni áJ6ur en leitað var til dóm-
stólanna, en til pess var þó full
ástæða og fráleitt að láta þetta
undan fallast. Vera má að eitt-
hvað hafi farið miili sjómann-
anna og útgerðarinnar um þetta
munnlega. en ekkert lá fyrir um
það.
Hæstarétti þótti allur þessi
málatilbúnaður bágborinn, og
segir svo í forsendum hæstarétt-
ardómsins:
„Málatilbúnaður og málsreifan
stefnanda í héraði, sem að fram-
an er lýst, þykja svo ófullkomin,
að héraðsdómur hefði eigi við
svo búið átt að leggja dóm á
sakarefni. Verður hinn áfrýjaði
dómur og málsmeðferð í héraði
því ómerkt og málinu vísað frá
héraðsdómi“.
Aftur á móti leit Hæstiréttur
á það atriði og tók tillit til, að
útgerðin hafði fyrir undirrétti
(sjódómi) fengið ríflega fresti
til þess að koma fram með varn-
ir og sín sjónarmið, en ekki not-
að þessa fresti, og loks sinnti út-
gerðin ekki málinu, lét ekki
mæta, með þeim afl'eiðingum, að
málið var tekið til dóms óreifað
af hennar hálfu. Þessi afstaða
útgerðarinnar leiddi til þess, að
hún var dæmd til þess að greiða
málskostnað fyrir Hæstarétti, en
málskostnaður í héraði var hins
vegar látinn niður falla, þ. e.
hvor aðili skyldi bera sinn kostn-
að af málinu, og er ástæðan sú,
að málið var illa undirbúið af
hálfu stefnenda (sjómannanna).
Ekki þykir mér ósennilegt að
leikmönnum þyki útkoman ósann-
gjörn. Það hafi engin ástæða ver-
ið til að efast um að sjómennirn-
ir ættu inni hjá útgerðinni, og
þá inneign hafi þeir átt að fá
með aðstoð dómstólanna ef með
þurfti, og eins fyrirhafnarlítið
og kostur var á.
í þessum tilfellum, sem hér um
ræðir, lá þó varla annað fyrir
dómstólunum en órökstuddar
staðhæfingar manna, um að þeir
ættu kröfu á hendur öðrum, og
það, sem meira var, að krafan
var einu sinni ekki ákveðin svo
öruggt væri. Þannig kröfugerð-
um geta dómstólar ekki sinnt;
menn verða að hafa sannanir
fyrir máli sínu, og kröfur verða
að vera tilteknar svo vafalaust
sé, að öðrum kosti verður ekki
um þær dæmt.
Því miður er það allt of algengi
að menn leiti lögmanna og dóm-
stóla með kröfur, sem þeir vilja
heimta, án þess að hafa nokkuð
i höndum, er sanni mál þeirra,
en erfitt er að vinna mál á ein-
tómum munnlegum staðhæfing-
um. Hitt er annað mál, að margt
getur komið til greina, sem sann-
ar staðhæfingar manna nægilega
ástæður að efni til, en út í það
til þess, að dæmt verði um máis-
verður ekki farið hér.
*
Ef sjómenn hafa áhuga á að afla
sér upplýsinga um einstök lögfræði-
atriði, þá ættu þeir að senda Víkingi
bréf um það. Oft kann að vera um til-
tölulega einföld efni að ræða, og ætti
að vera hægt að svara slíkum fyrir-
spurnum í stuttu máli.
176