Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1963, Page 14

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1963, Page 14
jarðlögum. Hann dró skoðanir sínar. saman á eftirfarandi hátt: „Með því að hlutirnir eru miklu eldri en bókmenntirnar, er ekk- ert að undra þó að á okkar tím- um séu ekki til neinar sagnir um að sjórinn hafi legið yfir mörgum löndum. Þó nú að ein- hverjar sagnir hefðu samt sem áður verið skráðar, þá hefðu stríð, brennur, syndaflóðið, mál- breytingar og lagaboð eytt öllu slíku. Fyrir okkur eru það nægi- legar sannanir fyrir því sem gerzt hefir endur fyrir löngu í sjónum, botnleifarnar, er nú finnast hátt uppi í fjöllum langa vegu frá sjó. Samhliða vatnsorku og jarð- fræðiathugunum da Vincis voru athuganir hans á loftinu. Hann uppgötvaði margt um eðli þess og eiginleika með því að horfa á jafnalgenga hluti og fugla á flugi, reyk og skýjamyndun í lofti. Hann skilgreindi í raun- inni reglur þyngdarlögmálsins um 200 árum á undan Newton: Hann sagði: „Hreyfing loftsins gagnvart föstum hlut er jafn sterk og hreyfing hlutar gagn- vart loftinu, sem er óhreyfan- legt“. Smíði hans á flugtækj- um og tilraunir með þau, sýna ástríðu hans og kapp að sigra þessa fjórðu höfuðskepnu verald- arinnar. Að líkindum er mesta verk hans um hin óþekktu náttúru- öfl svo nefndar „Deluge dra- wings“, myndir um syndaflóðið, gerðar einhverntíma á árunum milli 1515 og 1518, síðustu ævi- ár da Vincis. Sérhver kynstofn mannkynsins á öllum tímum hef- ir viljað foiwitnast um hvernig heimurinn er til orðinn. Þessi forvitni er undirrót og upp- spretta allra vísinda og allra goðsagna um sköpun heimsins, um flóðið mikla og um eyðingu jarðar. Leonardo reyndi að leysa þessa gátu, ekki á undirstöðu goðsagn- anna, heldur á grundvelli raun- hæfra vísinda. Hann komst í þessum hugleiðingum sínum að þeirri niðurstöðu að alheimur- 38 Ingólfur Stefánsson: Sjómannaskóli — Skólaskip Aðalútflutningur okkar Is- lendinga er sjávarafurðir og mun svo verða enn um sinn. Af þessu leiðir að athafnalíf til lands og sjávar byggist á því, hvern- ig aflabrögð eru hver.ju sinni og hve vel við nýtum það, sem fæst. Af þessu leiðir að leggja þarf sérstaka rækt við undirbúning sjómannaefna, svo nægilegur hópur dugandi sjómanna sé fyr- ir hendi hverju sinni. Að undanförnu hafa æ færri lagt fyrir sig sjómennsku, aðrar starfsgreinar hafa orðið hlut- skarpari á vinnumarkaðinum. Til þess að ráða bót á vöntun sjómanna vil ég leggja til, að hver. fullfrískur karlmaður á aldrinum 18—21 árs leggi fram nokkra mánuði til sjósóknar á fiskiskipum. Mætti kalla þetta sjósóknarskyldu, og væri ungum mönnum aðeins góð hvíld frá skólabekknum. Það er hugsanlegt að fleiri, en nú gerist, gerðu sjómennsku að lífsstarfi við það að kynnast sjónum og störfunum þar. Jafn- vel gæti verið að augu mennta- manna opnuðust fyrir því, að fleira er þarflegt að læra heldur en lög og læknisfræði. Eins gerðu ungir menn s,ér grein fyrir þeirri staðreynd að sjósókn og afla- brögð skera úr um það, hvort hægt er að lifa mannsæmandi lífi hérlendis. En til þess að lífvænlegt sé í landi voru, þarf vel æfða og dug- mikla sjómannastétt. Eins og að undanförnu mun reynt að reka sjóvinnunámskeið í vetur. Sjóvinnunámskeiðin hafa unnið að því að kenna ungl- ingum undirstöðuatriði í sjó- vinnu. En í framhaldi af þess- um námskeiðum þarf að vera hægt að koma unglingum þeim, sem á námskeiðunum hafa ver- ið til framhaldsnáms. Hvað er nú hægt að gera til þess að undirbúningsnámið komi að gagni? Dettur mér. í hug, að skólaskip kæmi þarna að gagni. I því sambandi verður rík- ið að koma til, nógan á það skipa- kostinn. Og vil ég gera það að tillögu minni að gerður sé út togari í þessu augnamiði. Um borð í togara kemur að mestu gagni sá undirbúningur., sem piltarnir hafa fengið á sjóvinnu- námskeiðunum. Störfin á togur- unum eru alhliða, t. d. er unnið að uppsetningu veiðarfæranna, inn muiidi að lokum eyða sér sjálfur. Þetta má ráða af áður- nefndum teikningum, en þær eru draumsýnir eða vitranir um heimsendi gerðar af hugmynda- flugi þessa frábæra vísinda- og listamanns. Hamrarnir, sem eyð- ast, hvirfilvindar og straumiður. í vatni, eru sömu fyrirbrigðin sem Leonardo uppgötvaði sem einstaklingur í hinum mörgu til- raunum sínum. Hér verða þau honum hugsýnir óstjómlegra afla. Sömu öflin sem sköpuðu og stjórnuðu heiminum og gátu einnig unnið að tortímingu hans. En nú mætti spyrja, ef Leo- nardo hefir skilið alla þessa hluti, hvers vegna reyndi hann ekki að notfæra sér þá? Af þeirri einföldu ástæðu, að á hans dögum voru ekki neinar samanþjappaðar. aflvélar, eigi heldur neinir málmar nógu harð- ir til slíkra hluta. Hefði hann haft nauðsynleg tæki til umráða, er enginn efi á að honum hefði tekizt að gera tæknileg krafta- verk. Þýtt eftir „The compass“. Hallgr. J. VÍKINGUE

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.