Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1963, Qupperneq 23
vitundarlauss manns. Þar eð
aðeins á að anda frá sér, þarf
ekki að óttast það, að þurfa að
soga að sér neitt, sem ógeðfellt
er. Vilji maður ekki beint snerta
sjúklinginn, nægir að breiða
hreinan klút á milli.
Við öndunarbjörgun þarf eng-
in tæki af neinu tagi, en til eru
þó gúmmíblöðrur, svokallaðir
Rubenpokar, með loftopi, til að
setja yfir vit hins meðvitundar-
lausa. Með því að þrýsta á blöðr-
una í réttu hlutfalli við öndun
manns, er unnt að þrýsta lofti
niður í sjúklinginn sem um
munn-við-munn aðferð væri að
ræða. Væri einkum hentugt að
nota slíkt tæki, ef til væri, þeg-
ar færa þarf sjúklinginn til eða
bera hann á börum. Munn- við-
munn aðferðin er þó ætíð það
tryggasta og bezta og er ekkert,
sem tekur henni fram.
YfirburSir öndunarbjörg-
unarinnar eru fyrst og fremst
þessir.
1. Engin sérstök tæki eru nauð-
synleg.
2. Öndunaraðferðin vinnur bezt
við flestar aðstæður. Hana er
unnt að framkvæma án þess
að hreyfa hinn meðvitundar-
lausa til og meðan haldið er
á honum í höndunum.
3. Björgunarmaðurinn er þann-
ig á augabragði kominn í
björgunarstöðu gagnvart
sjúklingnum.
4. Björgunarmaðurinn getur
með þessu móti komið súr-
efni í lungu hins líflausa
líkama fljótar og öruggar en
með nokkurri annarri að-
ferð, sem þekkist.
•5. Björgunarmaðurinn þarf ekk-
ert á sig að leggja annað en
eðlilega öndun til að lífga
þann, sem í dáinu er og hefur
frjálsar báðar hendur til að
hagræða og halda öndunar-
rásinni opinni.
▼ÍKINGUB
Sá meðvitundarlausi er
lagður á bakið og höfuð
hans sveigt aftur til að
opna öndunarrásina.
Hakan og tungan eru
teygð fram, til að opna
öndunarrásina betur.
Byrjað er þegar að
blása til að koma lofti í
lungu þess meðvitundar-
lausa.
Takið munninn frá til
að draga andann og hald-
ið svo áfram að blása með
jöfnu millibili meðan ein-
hver von er til að geta
lífgað manneskjuna.
6. Björgunarmaðurinn getur
sjálfur skammtað blástur-
inn eftir því hvort í hlut á,
fullorðinn eða barn, og sér
og finnur, þegar lífgunartil-
raunin ber árangur.
7. Börn og unglingar geta þann-
ig bjargað þeim, sem eldri
eru og stærri, engu síður en
jafnöldrum sínum.
S. Björgunarmaðurinn . getur
haldið björgunartilraunum
áfram klukkustundum saman,
án þess að reyna á sig um of.
Leiðrétting
Nokkrar meinlegar villur hafa
slæðzt inn í greinina „Aldur dýra“,
í 1. tbl. Víkingsins:
Á bls. 9, í skýringum við mynd-
irnar stendur: „hornaklauf“ les:
hornalilaup. Á bls. 13: Rottualdur
„39 ára gömul“ les: 39 mánaða. Á
sömu bls.: I myndaseríunni stend-
ur 11 við skýringarmynd fílsins, en
á að vera 77 og táknar þá hámarks-
aldur hans.
47