Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1963, Page 1

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1963, Page 1
Efnisyfirlit Bls. Radíóskóli Islands 169 G. Jensson. * Upphafsár vélvæöinffar í Vestmannaeyjum 171 * Hákarlaveiðar 174 Guðlaugur Sigurðsson * Úr þróunarsögu siglingar- fræðinnar 178 Ólafur Valur Sigurðsson * Þekking í starfi 181 Hörður Þorsteinsson * Frá fortíð til nútíðar 182 Baldur Guðmundsson * Fjórða dragnótaveiðin hefst 186 Þórður Jónsson, Látrum. * Endurnýjun líkamsliluta .. 190 Grímur Þorkelsson, þýddi Við sólglit og hvíta bárufalda 194 G. Magnússon frá Reynisdal * Veldur kjaradómur öngþveiti í launamálum þjóðarinnar 198 * Öryggismál sjómanna 200 Garðar Pálsson, skipherra Blóðhundurinn 203 Framhaldssaga Frívaktiim o.fl. Forsíðumyndin er frá sjóvinnu- námskeiðinu. ~-V ótnann a blaoio VÍKINGUR Ótgefandl F. F. S. 1 Ritstjórar: Guð- mundur Jensson (áb.). Öm Steinsson. Ritnefnd: Guðm. H. Oddsson íorm., Þor- kell Sigurðsson, Henry Hálfdansson, Halldór Guðbjartsson, Pétur Sigurðsson, Egill Jóhannsson, Ak., Eyjólíur Gislason, Vestm., Hallgrímin- Jónsson, Sigurjón Einarsson. Blaðið kemur út einu slnni 1 mánuði og kostar árgangurinn 150 kr. Ritstjórn og aígrelðsla er að Bárugötu 11, Reykjavík. Utanáskrift: „Vikingur". Pósthólf 425. Reykjavík. Simi 1 56 53. — Prentað i ísafoldarprentsmiðju h.f. -S’jó mannabíaáií VIKINGUR 'ldtgefandi: ^darmanna og ^diólimannaóamlan d JöhnJé Ritstjórar: Guðm. Jensson áb. og Örn Steinsson 7.-8. tbl. júlí—ágúst 1963 -----— XXV. árgangur------------------- Guðm. Jensson: Radioskóli Islands Á þeim uppgangsánun, sem gengu yfir þjóðina að aflokinni hinni síðari lieimstyrjöld voru tekin til meðferSar ótal áhugamál í sjávarútvegsmálum, sem aðkallandi voru að dómi víð- sýnna framfaramanna í þjóðfélaginu. f mörg horn var að líta og þessvegna liafa sum þeirra mála, sem aðkallandi þóttu, legið nokkuð lengi í salti, enda þótt þeim hafi verið hreyft mjög oft. Það vill oft verða svo, að ef ekki tekst í uppliafi að koma vissum mál- um áleiðis, eða vekja hljómgrunn fyrir þeim, þá þreytast ráðamenn á því að taka þau til greina og vísa þeim til umsagna annarra, og taka þá orð þeirra og tillögur, sem góða og gilda vöru, án frekari athugunar. Er þó ekki þar með sagt að þau mál liafi verið þýðingarminni en önnur, sem nutu fullrar fyrirgreiðslu og hafi orðið snar þáttur í uppbyggingu sjávarútvegsins á undanfömum árum. Á 9. þingi F.r.S.Í. 1945, fluttu full- trúar Félags íslenzkra loftskeyta- manna gagmnerkar tillögur um fram- tíðarskipulag á kennslumálmn stéttar- innar. Virðist svo, að við hlutlægar atliuganir í dag sé ekki úrhættis að taka þær til endurflutnings, enda þótt allmikið vatn sé til sjávar runnið frá því er þær voru hugsaðar og fluttar í árslok 1945. M!un mála sannast, að mergur málsins standi ennþá óhagg- aður. Nokkru síðar voru þessar til- lögur endurskoðaðar af fulltrúum loft- skeytamanna og í samræmi við þróun tækninnar fara þær hér á eftir lítið breyttar. Skorað er á liæstvirta ríldsstjóm og Alþingi að hlutast til um að stofn- aður verði og rekinn af ríkinu, Radíó- skóli Islands. Skólanum skal ætlaður staður í Sjómannaskólanum, enda var húsrými þannig hagað við byggingu skólahússins, að þar er nefndum radíóskóla ætlað pláss. Við skólann sé ráðinn skólastjóri, sem a.m.k. sé radíófræðingur og hafi góða þekkingu á rafmagns-siglinga- tækjum. Skal skólastjórinn annast kennslu í rafmagns- og radíófræði. Aðrir kennarar við Radíóskóla íslands skulu ráðnir eftir þörfum, enda hafi þeir til þess fulla rejmslu og kunn- áttu. Fastir kennarar stýrimannaskólans og vélskólans skulu eftir því, sem við verður komið, kenna í þeim sérgrein- um radíóskólans, sem sérmenntun þeirra nær til. Prófskilyrði nemenda úr radíó- skólanum séu a.m.k. sambærileg við það, sem krafist er skv. alþjóðalögum og sem ísland er aðili að. Auk þess skal veruleg kennsla fara fram um rafmagns-siglingatæki og viðliald og viðgerðir á þeim, sem og um önnur radósendi- og viðtæki. Námstíminn sé miðaður við, að tveggja vetra nám þurfi til að stand- ast próf sem 2. deildar loftskeyta- maður, en þriggja vetra nám, sem 1. deildar loftskeytamaður, enda verði kennslunni þamúg hagað, að nemend- ur öðlist að námi loknu verulegan rétt til lokaprófs í útvarpsvirkjun. At- hugun skal þegar fara fram, í sam- víkingur 169

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.