Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1963, Side 23

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1963, Side 23
þar sem „olnboginn" verður og flatur í endann,, þar sem „hönd- in“ kemur. Næstu eina eða tvær vikurnar koma smá nabbar, sem verða að fingrum. Hinar fóstur- líku frumur, breytast í sérhæfða vefi: Vöðva, sinar bein o. s. frv. Hinn nýji útlimur byrjar að láta að stjórn. Hann verður fær um að gegna sínu hlutverki. Þegar endurnýjun líkamsparta fer fram, líkjast frumurnar frumum í vaxandi fóstri. Þess vegna hefur sú hugmynd komið fram, að froskar missi endur- nýjunarhæfileikann með aldrin- um af því að frumurnar séu þá orðnar sérhæfðar og geti ekki komizt á frumstigið aftur. Þó geta dýr, sem ekki geta fengið nýja limi, endurnýjað hluta af beini eða vöðva, og þegar frosk- ungi missir hæfileikann til end- urnýjunar þá eru vefir hans miklu minna sérhæfðir en sala- möndru, sem ekki missir hann. Hinn frægi líffræðingur, Thom- as H. Morgan, stakk upp á þeim möguleika, að í líkamspörtum flókinna vefja væru vefirnir nægilega samstilltir. Þrátt fyrir það að rnargt sé líkt með endurvexti og frum- vexti fósturs, er margt ólíkt. Hinn nýi líkamspartur vex í nánum tengslum við fullvaxna vefi, en fóstrið vex sér, eða því er skýlt fyrir fullvöxnu vefjun- um. Frumur endurnýjaðra vefja vaxa upp úr frumum fullvaxinna vefja og nærast áfullorðnu blóði og hormónum þess. Frá því fyrsta eru í hinum nýju vefjum taugaþræðir, sem vaxa út úr endum hinna sundurskornu fullvöxnu tauga. Hinir fullorðna vefir hljóta að gegna hlutverki í þróun hinnar nýju byggingar. Sú hugsun gerir vart við sig, að breytingar á starfsemi nokkurs hluta vefjanna, sé um að kenna, þegar endurnýjun getur ekki átt sér stað. Mikið af rannsóknum og tilraunum hefur beinstaðþví að reyna að kynnast hlutverki hinna einstöku vefja. Reynt hefur verið að kenna hormonabreytingu um missi end- VÍKINGUR urnýjunargertu. Hormonar eru meðal þess sem veldur breytingu á froskunga í fullorðinn frosk. Oskar E. Schotte við Amhurst- háskóla hefur nýlega sýnt fram á, að hormonar eru með í verki, þegar endurvöxtur á sér stað. En limur af froskunga, sem græddur er á fullorðinn frosk getur framleitt endurvöxt, þó að hann nærist á fullorðinsblóði og hormonum þess. og limur af full- orðnum froski, sem gi’æddur er á froskunga getur það ekki, þó að innri efnaskilyrði ættu þá að vera hastæð. Helzta bendingin um „hag- stæð skilyrði" er í sambandi við hlutverk tauganna. Ef taugarn- ar, sem liggja út í stúf hins af- höggna lims eru skornar í sund- ur, verður stubburinn tilfinn- ingalaus og máttlaus. Engin end- urnýjun fer fram. Þetta upp- götvaði Englendingurinn Tweedy John Todd árið 1823, aðrir hafa hvað eftir annað koimist að því sama. Hinn taugalausi stubbur í Salamöndruunga vex ekki á ný, hann rýrnar. Eftir nokkra daga vex taug aftur fram í stubbinn, og þegar hún nær orðið fram í hinn afskorna flöt byrjar þar vöxtur. Ef taugin er skorin sundur eftir að endurnýjun er hafin, hjaðnar hún og hverfur. Endumýjun á Salamöndru- hala er bundin við taugamar. Nýr hali vex ekki, þegar búið er að eyðileggja mænuna. Þetta á ekki aðeins við um salamöndrur. Endumýjun parta úr fiskum og og lægi’i dýrum svo sem vatna- krabba og ánamaðka er hægt að hindra á sama hátt. Það er al- gild regla að endurnýjun útvort- is líkamshluta er bundin því skilyrði, að taugar liggi aðyfir- borði sársins. Ef ein aðaltaugin í útlim salamöndru er skorin í sundur og taugin síðan flutt út í nýtt sár á limnum. Þá vex þar smá aukalimur út frá staðnum. Sú starfsemi tauganna, sem við þekkjum bezt er leiðsla. — Taugaþræðir flytja boð frá einni taugafrumu til annarrar, frá heilanum og mænunni, til hvers einasta vefs í líkamanum og til baka aftur. Öll okkar verk og hugsanir eru bundin við þennan hæfileika tauganna. — Réttmætt virðist vera að álykta sem svo, að það kerfi, sem öll starfsemi líkamans er bundin við sé að verki þegar um viðgerð á líkamanum er að ræða. En hlutverk tauga í endurnýjunar- vexti er annað en að flytja boð. Endurvöxturinn þarf ekki á ó- sjálfráðu taugakerfinu að halda, en skyntaugar, sem græddar eru á endurnýjunarvefi gera þeim mögulegt að halda áfram að vaxa. Hvernig taugarnar aðstoða við endurnýjun er ekki vel ljóst, líklegast þykir að taugaþræðir gefi frá sér efni sem ýtir undir vöxt. Mjög er erfitt að sann- prófa þetta, vegna þess, að þeg- ar áhrif tauganna eru mest áríð- andi, er rúmtak þeirra vefja, sem eru að endurnýjast mjög lítið eða um einn þúsundasti paitur úr teningscentimetra. Tilraunir til þess að hafa á- hrif á taugar eða vefi í endur- nýjun á efnafræðilegan hátt hafa ekki borið árangur. Bæði. hefur verið reynt að dýfa dýr-, inu í efnablöndu og sprauta henni inn í það. Upplausnin hef-, ur annaðhvort orðið of sterk og eitrað dýrið, eða svo veik, að hún hefur engin áhrif haft á taugar eða vefjavöxt. Augljóst er, að efni í tilraunaskyni þurfa að komast þangað sem áhrifa tauganna gætir, en það er þar sem endurnýjun gerist. Á tilraunastofu okkar við Cornell háskóla höfum við fund- ið upp aðferð til þess að koma efnablöndu beint inn í vefi, sem eru að endurnýjast á hinu mest áríðandi byrjunarstigi. Mjórri holri glernál er stungið í vefi, sem eru að endurnýjast, nálin er tengd við hylki sem í er efna- upplausn. Með sérstökum útbún- aði er hægt að sprauta upplausn- inni úr hylkinu, svo ekki nemi meiru en einum þúsundasta parti úr teningscentimeter á klukkustund. Við höfum komist 191

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.