Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1963, Síða 27
andi hendi, menn komu með úr
hálfsmánaðarferð í þá daga.
En fólkið þekkti eigi annað af
alda gömlum vana og kyrrstöðu.
Um 1890 fór að rætast úr þessu
ófremdarástandi, er ríkt hafði
alla tíð í verzlunar- og sam-
göngumálum héraðsbúa. En þá
var verzlun stofnsett í „Vík,“
varð sú verzlun til fyrir áhrif
bæði utanaðkomandi sem innan-
sveitarmanna.
Sigling hófst í Skaftárþing
með vörur frá Danmörku og
Bretlandi. Höfn var löggilt í
Vík í Mýrdal, þar skyldu kaup-
skip hafna sig sem svo var kall-
að. Að vísu var um hálfrar
klukkustundar róður úr landi út
í kaupskipin og eigi hægt að
annast afgreiðslu þeirra, nema
í logni og dauðum sjó. En með
þessu var ísinn brotinn í verzl-
unar- og samgöngumálum hér-
aðsbúa. Nú var hægt að selja
heima í ,,Víkinni,“ í héraðinu
sjálfu, það sem áður hafði orð-
ið að litlu heima, eða að öðrum
kosti að fara óra vegu til Eyr-
arbakka gegnum torfærur og
erfiðleika, ef koma átti í verð.
Það var ómetanlegt að geta
fengið vöruna beint á staðinn
sem menn þurftu til síns heima.
Raunin varð og sú, að fram-
fara- og blómaskeið rann upp i
héraðinu við tilkomu hinna
breyttu skilyrða.
Gunnar Ólafsson frá Sumar-
liðabæ, var verzlunarstjóri fyrir
einni verzluninni í Vík, (Pry-
des). Hann lýsir þessum fram-
förum í minningum sínum, sem
út komu fyrir allmörgum árum.
Hann var alls ótrauður í því
að gera hag héraðsbúa sem bezt-
an og ýta framfaramálum áleið-
is. Enda kusu Skaftfellingar
hann á þing árið 1908. Upp úr
því fluttist hann til Vestmanna-
eyja og gerðist þar útgerðar-
maður og kaupmaður. Þaðan
átti hann eftir að verða Skaft-
fellingum hin mesta hjálpar-
hella, eins og síðar mun verða
að vikið.
Það var nýstárlegt fyrir Mýr-
dælinga að kaupskip kæmu á
VÍKINGUR
Gunnar Masrm'isson
frá Reynisdal.
„Víkina“ hlaðin allskonar vör-
um til héraðsbúa, en nú varð að
sýna það í verki, að þeir væru
menn til að annast það, að
flytja vörur óskemmdar í land,
upp í „sandinn," þar sem brim-
aldan svall og sogaði sí og æ,
jafnvel þótt norðan áttin og
stillt veður ríkti. Og Mýrdæl-
ingar reyndust þessum vanda
vaxnir með prýði, eins og alltaf
áður, en glíma þurfti við erfið-
leika, sem landshættir skópu.
Fiskibátarnir voru teknir til að
skipa vörunni á land. Formenn,
sem sótt höfðu sjóinn af kappi
og harðfylgi settu nú metnað
sinn í að flytja vöruna á land
með sem fljótustum og örugg-
ustum hætti, þótt við stóran og
sterkan væri að etja. Fonnanna
á fyrstu árum uppskipunar í
„Vík“ mun ávallt verða minnst
af héraðsbúum með virðingu og
þakklátum huga fyrir harðfylgi,
útsjón og þrautseigju í barátt-
unni við hinn hvíta skafl, sem
yfir þurfti að stíga og sigrast
á.
Einar Brandsson, Jón Gísla-
son og Jón Þorsteinsson voru
þeir sterku menn í baráttunni
við Ægi á fyrstu árunum og
lengi þar eftir, meðan kraftar
og þol entust.
Skip þau, sem vöruna fluttu
frá Danmörku, voru lengi vel
seglskip með frumstæða tækni
til fermingar og aflestunar.
Eimskipin komu síðar fram á
sjónarsviðið. Eitt seglskip,
danskt að þjóðerni, sigldi lengi
á „Víkina,“ það hét „Jason.“
Þótti Mýrdælingum skipstjóri
oft styrfinn og tregur að fara
að ráðum kunnugra um hvar
leggja ætti skipinu við festar.
Mun þar hafa mestu um ráðið
hjá skipstjóra ótti hans við suð-
læga átt, sem gæti orðið þess
valdandi að skip hans næði ekki
frá landinu, þar eð aðeins var
á seglaútbúnað að treysta.
Síðast mun, ef ég man rétt,
seglskip hafa komið til „Víkur,“
árið 1922. Það var seglskútan
„Eva“ frá Marsdal. Þetta skip
kom með vörur til Halldórs
Jónssonar. Ég kom þá um borð
í skipið og er enn minnistætt
að sjá tvo háseta, danska hefja
vörurnar upp úr lest skipsins á
handsnúinni vindu, sem minnir
helzt á brunnvindu, er bændur
notuðu við brunna sína til að
ná sér í vatn. Þannig var tækn-
in í þá daga um borð í flutn-
ingaskipunum dönsku af gamla
skólanum.
Um þessar mundir, það er
laust eftir 1920, varð breyting
á þessum vöruflutningum. Verzl-
anir sameinuðust um eimskip til
að flytja vörurnar á „Víkina."
Upp úr því varð svokallað „Suð-
urlandsskip" til. Alþingi veitti
nokkum styrk til þess fyrirtæk-
is. Flutti það vörur til margra
aðila á Suðurströndinni unz
landleiðin var opnuð sem aðal
flutningaleiðin inn á héraðið.
Eimskipin „Borg“ og „Sel-
foss“ voru um árabil í þessum
förum. En ávallt varð að skipa
vörunni upp á land með gamla
laginu, á áttæringum með 16
manna áhöfn, sem varð að
fylgja, svo að farkosturinn
kæmi að tilætluðum notum. Það
er hér hefur stuttlega verið
skýrt frá, um upphaf og fram-
vindu siglinga kaupskipa að
strönd Skaftfellinga, nær ein-
göngu til verzlunarskipa sem
195