Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1963, Blaðsíða 16
hversu fljótir fiskimenn okkar, sem nú eru við störf, hafa verið
að tileinka sér þá nýbreytni á mörgum sviðum, sem orðið hefur
til þess að breyta aflatregðuárum í góð veiðiár. Við vitum vel að
það er gott og gagnlegt að hafa mikið af tækjum í kringum sig
til þess að létta störfin og skapa öryggi, en tækin eru gagnslaus,
ef mönnunum, sem eiga að nota þau ekki tekst að gera þau —
helzt að hluta af sjálfum sér. — Því nátengdari og háðari sem
mennirnir verða tækjunum, og því algjörlega ónógir sjálfum sér
án þeirra, þeim mun betri árangri tekst þeim að ná með notkun
þeirra.
Ég vona að okkur falli sú gæfa í skaut að halda áfram að efla
og bæta skipastólinn, bæði að gæðum og útbúnaði. Þjóð, sem á af-
komu sína undir velgengi atvinnugreinar, sem skapar 95 til 98%
af útflutningsframleiðslunni á enga raunverulega öruggari ráðstöf-
un fjármuna, en festa þá í þeim tækjum, sem þessa framleiðslu
skapa.
öll þjóðin samgleðst með sjómannastéttinni á þessum hátíðis-
degi hennar í dag, engin stétt manna á við jafnmiklar andstæður
að búa gegnum lífsbaráttuna, en einmitt sjómaðurinn. Allt hans
líf byggist á því hvemig náttúruölfin haga sér á hverjum tíma,
aðra stundina má sigla heimshöfin, landa eða jafnvel heimsálfa á
milli um spegilsléttan hafflötinn, en hinn tímann verður að gæta
fyllstu varúðar til að komast klakklaust leiðar sinnar fyrir styðztu
nes. I
Sjómannslífið er lífsleið í blíðu og stríðu, eðlilega mótar þetta
skapgerð mannsins.
Á þeim stundum, sem fegurðin er mest, framkallast allt það
fagra og góða, sem í manninum býr, en þegar veðrahamurinn er
ákafastur á stundum hinnar hörðu baráttu framkallast hugrekkið,
karlmennskan og þolinmæðin, en aldrei betur en þá finnur hann
smæð sína gagnvart náttúruöflunum og æðri máttarvöldum.
Störfum sjómannsins fylgja ávallt miklar hættur, á sl. vetri
eins og svo oft áður hefur íslenzka þjóðin orðið að sjá eftir stór-
um hóp vaskra sona sinna, sem fórust við dáðrík störf sín á sjón-
um. Þjóðin hugsar í dag með virðingu til þessara föllnu sona
Þessi bátur hét „Stanley" og- átti heima á ísafirí5i. Hann var fyrsti báturinn, sem
íékk vél hér á landi. Það var árið 1902.
184
Baldur Guðmundsson.
Á þessum hátíðisdegi sjó-
manna vil ég fyrir hönd út-
gerðarmanna um land allt flytja
hinum öldnu sjómönnum þakkir
fyrir giftudrjúgt starf til heilla
landi og þjóð, megi verða þeim
blessunarríkt. Við sendum þeim
f jarstöddu sjómönnum, sem ekki
hafa tækifæri til þess að taka
þátt í hátíðahöldum dagsins
hlýjar kveðjur. Ykkur öllum sjó-
menn, færi ég beztu þakkir fyr-
ir unnin störf, megi heill og
hamingja ávallt fylgja ykkur,
hvar sem leið ykkar liggur.
*
Ungi liúseigandinn var mjög ánægð-
ur meS málaravinnuna á íbúðinni og
borgaði málaranum 500 kr. aukalega
við uppgjörið.
„Þetta skaltu eiga fyrir vandaða
vinnu.“ „Taktu svo frúna út í kvöld.“
Snemma um kvöldið var hringt hjá
húseigandanum og úti stóð málarinn
í sínu fínasta pússi.
„Hefurðu gleymt nokkru?“
„Nei, en ég er kominn til að sækja
frúna.“
*
„A ballinu í nótt drakk ég fullt
tómt glas af brennivíni,“ sagði Lási.
VlKINÖUB