Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1963, Síða 29
IHUGUN A SIÐDEGISKVELDI
Mai’gar kynslóðir hafa vitað
„að betra er að byrgja brunn-
inn, áður en barnið er dottið
ofan í hann.“
Þrátt fyrir það hafa margir
brunnar staðiQ opnir og boðið
alls konar hættum heim, ekki
aðeins hinir gömlu, djúpu
neyzluvatnsbrunnar, heldur alls
konar mannvirki og tæki, hálf-
kláruð verk, sem valdið hafa og
valda enn tíðum slysum, sem er
erfitt að uppræta að fullu.
Hið tvíþætta starf Slysa-
varnarfélags íslands að koma í
veg fyrir slys og að skipuleggja
björgun mannslífa, eftir að ó-
happið er skeð, er alþjóð svo
kunnugt, að óþarfi er að kynna
það hér. Þó er ekki hægt að
nefna þetta félag án þess að
þakka því þann mikla skerf,
sem það hefur áunnið þann tíma
er það hefur starfað.
Ekki verður gerð hér nein til-
raun til þess að vega eða meta
hvor aðferðin í starfi félagsins,
sem hér hefur verið minnst á,
og talin eru aðalverkefni þess,
eru nauðsynlegri, þ.e. varnir eða
björgun. Báðar greinir hafa
orðið þjóðinni heilladrjúgar,
þótt hin síðari, björgun úr
bráðri hættu sé, ef til vill enn
áþreifanlegri og eigi sinn bróð-
urpart í vinsældum félagsins,
og hróðri þess meðal annarra
þjóða. Hitt er víst að þjóðin
vill engu sleppa úr starfsemi
þessa ástsæla félags.
Tilgangur þessa greinarkoms
var hins vegar ekki sá að ræða
um störf S.V.F.Í., heldur um
hina „opnu brunna,“ sem sífellt
hrúgast upp í okkar þjóðfélagi.
Eru þá vissulega efst í huga
mínum þau tíðu og óskiljanlegu
sjóslys, sem nú eru orðin of
mörg.
Stórum og vel útbúnum skip-
um hefur bókstaflega hvolft, og
þau sokkið á nokkrum mínútum,
VÍKINGUR
án þess að frambærilegar orsak-
ir væru upplýstar.
Það er ekki aðeins hinn sauð-
svarti almenningur, sem skilur
ekki þessa þróun, því að svo
virðist sem hinir opinberu að-
ilar, sem þessi mál heyra undir,
standi ráðalausir um orsakir
slysanna, og á hvern hátt eigi
að mæta þeim með gagnráðstöf-
unum.
Þegar málshátturinn um opnu
brunnanna varð til, hafði þjóðin
engin tök á að hafa öll börn og
aðrar lifandi verur í nælonföt-
um sem loftfylltust sjálfkrafa og
forðuðu því frá drukknun, enda
meira fyrir tæki en að setja lok
á brunninn.
Þessi slys, sem nú hefur ver-
ið minnst á, minna óþægilega á
hinn opna brunn.
Viðbrögðin gegn slysum mega
ekki vera neitt fálm. Hér verð-
ur að loka brunnunum, ekkert
annað kemur að gagni. Það er
íáránleg tillaga að ætlast til þess
að allir íslenzkir sjómenn séu
þannig klæddir, að þeir geti ekki
sokkið, þótt þeir lendi í sjónum.
í aldaraðir hafa íslendingar
stundað sjó, en aldrei á stærri,
betri né glæsilegri útbúnum
skipum en nú. Þeir hafa aldrei
verið sjóhræddir, og trú mín er
sú að erfitt verði að fá þá til að
klæðast einhverjum geimfara-
búningi, þótt þeir séu skráðir
á skip. Ef svo yrði, væri ekki
ósennilegt að handtök þeirra og
hreyfingar allar breyttust við
tilkomu búningsins.
Hér verður að leggja alla á-
herzlu á að forða slysi. Nælon-
belgir og gúmmbátar eru vissu-
lega sjálfsögð öryggistæki á
hverju skipi, en þegar við send-
um unga og sterka menn til
sjós, verðum við að hafa það í
huga, að þeir eiga að vinna á
sjó en ekki í sjó og búa svo um
hnútana að þeir þurfi helzt ekki
að lenda í honum.
Því þarf að setja traust lok á
brunninn.
Elliði svarti.
„Kóngur vill sigla. en drottningin
vill rá'öa,“ sagði Lási.