Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1963, Side 35

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1963, Side 35
Arthur Train: Blóðhundurmn ,,Næsti!“ Fangamir, sem húktu aumkunnarlegir í röð í skjannalegri birtunni undir gluggunum, kipptust við og skjögruðu áfram. Þeir voru tólf, jafnmargir smærri spámönnun- um eða postulunum eða kyn- þáttum ísraels eða embættis- mönnum Salómons konungs. Lestina rak negri með hnött- óttan haus í rauðri peysu, á- kærður fyrir að reka réttar síns með hnífi í teningaleik. Röðin mjakaðist áfram meðfram járn- grindunum eins og grasmaðkur, þeir aftari ýttu á eftir þeim, sem á undan voru, hún beygði fyrir hornið á kviðdómenda- stúkunni, og framan af henni slitnuðu tveir fangar og stað- næmdust við dómgrindurnar. Þetta var fyrsti máudagur jan- úarmánaðar — réttardagur. „Næsti!“ endurtók Phelan, réttarþjónninn, sem stóð innan grindanna og beindi máli sínu að McNamara þrælakúski sín- um. „Láttu þetta ganga eitt- hvað!“ McNamara sneri sér aðfram- enda halarófunnar. „Þið þarna tveir! Hingað með ykkur!“ Dougherty réttarskrifari tók ákæruskjölin ofan af bláum hlaða fyrir framan sig. Hann var pervisinn og sköllóttur, með stórt yfirskégg, dálítið keimlík- ur gorkúlu. „Patrick Mooney og Daniel Mulligan," tónaði hann, eins og hann væri að embætta fyrir há- altari dómkirjunnar, „þið eruð ákærðir sameiginlega fyrir inn- brot, þjófnað, viðtöku stolinna muna og vopnaburð. Hverju svarið þið? Sekir eða ekki sek- ir? VlKINGUR Hvorugur mannanna tveggja svaraði. „Hafið þið málsvarnarmann ?“ sönglaði Dougherty. „Hafið þið lögfræðing?“ túlk- aði Phelan réttarþjónn. Það heyrðist dálítið skrjáf á einum ninna hálægari bekkja í réttarsalnum, er bartaprýddur, þunglamalegur maður reis á fætur. „Ég er verjandi beggja hinna ákærðu, herra dúmari,“ sagði hann. „Þeir telja sig sak- lausa af ákærunni. Ég óska eft- ir að rannsókn málsins sé frest- að til hins 21.“ Dómarinn kinkaði kolli og hripaði eitthvað niður hjá sér, og feiti lögfræðingurinn gerði sig líklegan til að setjast aftur. „Næsti!“ hrópaði Pelan út í loftið. „Næsti!“ Hinn hærri fanganna tveggja — skuggalegur náungi — sner- ist á hæli og tók skref til baka. Hann hreyfði sig ekki. Hann var miklu minni maður, ef til vill 165 cm. á hæð, og allt önnur manngerð. Hann hefði getað verið pípulagningamaður, eða rafvirki, eða pakkhú&maður í verzlun; þótt hann væri miklu uppburðarminni en flestir slíkir menn, var samt ögrun í svipn- um — einhver neisti hugrekkis eða að minnsta kosti einbeitni, sem var enn óslokknaður eftir ársvist í Sing Sing. „Dómari — Herra dómari,“ sagði hann með vott af hryglu í rómnum og vöðlaði húfuna milli handanna — „Þessi maður er ekki málsvari minn. Ég hef engan lögfræðing." Watkins gamli dómari horfði niður úr dómarasætinu á hann yfir lesgleraugu sín. Hann leit aftur á lögfræðinginn, sem var að koma sér fyrir í sætinu. „Hvernig víkur þessu við, herra Hogan?“ spurði hann. „Mér skildist þér segja að þér væruð verjandi beggja hinna á- kærðu.“ Lögfræðingurinn hikaði og glotti við. „Það sagði ég líka, herra dómari.“ „Ákærður Mooney segir, að þér séuð ekki hans verjandi.“ „Þeir eru ákærðir sameigin- lega — fyrir sama lögbrot, framið samtímis. Systir ákærða Mulligans kom á skrifstofu mína í gær og bað mig að taka að mér vörn þeirra beggja.“ „Dómari — herra dómari,“ endurtók maðurinn við grind- ur réttvísinnar með þi*áa- hreim í rómnum, „ég þekki ekki þennan lögfræðing og ég þekki ekki manninn, sem ég er ákærð- ur með. Ég hef aldrei séð hann fyrr en þarna um kvöldið. Ég er saklaus og ég óska eftir sér- stakri rannsókn í máli mínu og sérstökum verjanda.“ Phelan réttarvörður yppti öxl- um og glotti undirfurðulega til Doughertys réttarskrifara. Þetta var gamalt bragð — að nota þetta tækifæri í viðurvist nýs kviðdóms, sem var að taka mánaðarsetu í réttinum, til að neita ákaft sekt sinni í þeirri von, að það gæti forðað sak- borning frá að koma fyrir rétt síðar og svara óþægilegum spurningum um fyrri afbrota- feril. ,,Ég slapp ekki úr fangelsinu fyrr en á laugardaginn var, herra dómari,“ hélt sakborning- urinn áfram,“ eftir að hafa af- plánað fjórtán mánaða dóm — hann var styttur vegna góðrar hegðunar. Mér finnst ekkert liggja á að komast þangað aft- ur því megið þér trúa! Á sunnu- dagskvöldið var ég að ganga heim, og þessi maður hérna, Mulligan, kom gangandi með poka og fór að tala við mig. Rétt í því stökk lögregluþjónn fram og miðaði á okkurskamm- 203

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.