Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1963, Qupperneq 9

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1963, Qupperneq 9
rýma fyrir hákarlinum, eða lifrinni, þegar skipið þótti full- hlaðið. Þegar hákarl var tekinn og fluttur í land, var hann verk- aður þannig. Hákarlinn skorinn í hæfilegar sneiðar, settur í djúpar gryfjur venjulega í mal- arkambi við sjóinn. Gryfjurnar voru svo fylltar af grjóti. Eftir 6 eða 7 vikur var hákarlinn tal- inn hæfilega kæstur. Var hann þá tekinn upp úr gryfjunum, þveginn og hengdur upp á þar til gerðar rár. Bezt þótti takast að þurrka hann í svokölluðum „grindahjöllum." Vel verkaður hákarl var eftirsótt vara. Þekkt- astur er hinn nafnfrægi Siglu- nes-hákarl, hann þótti beztur þriggja til fjögurra ára gam- all. Þjóðsagan getur um 12 ára gamlan Sigluneshákarl eða eldri. Einstöku sinnum voru skip- verjar svo heppnir að lenda í vitlausum hákarli — sem kallað var — á sjómannamáli — þá voru settar svokallaðar þriðj- ungavaktir, stóðu þá átta menn á þilfari (dekki) í 10 tíma en 4 voru undir þiljum til skipt- is. 5 vaðir voru þá hafðir úti og 3 lausingjar. Þá var kátt á hjalla og hver háseti vann eftir getu og meir en það. Þá var ekki um annað hugsað en að fylla skipið með lifur sem fyrst. Stundum var hákarlinn svo óð- ur, að hann óð í torfum ofan sjávar allt í kringum skipið, þá þurfti bæði snögg og föst hand- tök til að handsama „Grána“ með þar til gerðum goggum með löngu skafti. Þannig var haldið áfram, þar til búið var að fylla skipið en þau voru flest full með 200 tunnur lifrar. Slíkir túrar voru fremur sjaldgæfir, að skipin væru fyllt skemmst í 5 eða 6 sólarhringum. Þegar skipið var fullhlaðið, voru allir skipverjar ræstir til að hafa upp stjórafærið „Ræst á spilið.“ Við það var þá verkum skipt þann- ig: 6 menn tilnefndir á spilið — því var snúið af handafli með tveim járnsveifum 3 menn á hverri sveif og jafnmargir til skipta, því að alltaf var einn VÍKINGUR sprettur,. meðan á því stóð að spila upp stjórafærið. Tveir menn voru hafðir til að draga inn stjórafærið frá spilinu og sjá um að ekki strikaði út, þeg- ar aldan reið undir skipið eða ef stormkviða reið yfir það, það var kallað að vera á stoppinu. 2 menn voru settir niður í lest til að hringa stjórafærið niður. Erfiðast var að losa stjórafærið úr botni, og þeim mun erfiðara eftir því sem veðrið var verra, erfiðast í stormi og stórsjó og ef leysa þurfti undan hafís. Það var yfirleitt talið erfiðasta verk- ið á hákarlaveiðunum. Oft setti að manni kuldahroll eftir löðrandi svita af spilinu þegar fyrir höndum var löng sigling til lands í froststormi og stórhríð. Þá þótti gott að mega skreppa niður í lúkar og hressa sig á vel heitum kaffisopa, því ætíð var haft heitt á kaffikatl- inum og nægur hiti á „kabyss- unni í lúkarnum." Oft fengu skipverjar hagstætt veður og leiði til lands. Góð veiði og hag- stæð veður fylgdust oft að og þá var góðviðri í hugum skip- verja. Þeir hugsuðu með hlýju og eftirvæntingu til endurfunda konu og barna eða unnustu, og þá var kveðin við raust þessi vísa: „Austan kaldinn á oss blés“ „upp skal faldinn draga trés“ „veltir alda vargi hlés“ i, „við skulum halda á Siglunes.“ Ef annarsstaðar átti að fara í land, var vísunni breytt í sam- ræmi við hvert halda átti. Á nesið. skagann, víkina eða fjörð- inn. Dæmi: „Austan kaldinn á oss blés“ „upp skal faldinn draga“ „veltir alda vargi hlés“ „við skulum halda á Skaga“ Ef haldið var á víkina var vís- an þannig: „Austan kaldinn á oss blés“ „upp skal draga sigluflík“ „veltir alda vargi hlés“ „við skulum halda inn í Vík.“ Þegar átti að halda inn á Siglu- fjörð var vísan höfð þannig: „Austan kaldinn á oss blés“ „upp með faldinn drengja hjörð“ „veltir alda vargi hlés“ „við skulum halda á Siglu- fjörð.“ Þangað héldu siglfirzku hákarla- skipin oftast beina leið inn að svokallaðri „lýsisbryggju," þar var lifrinni skipað upp úr skip- inu. Það var allra sóðalegasta verkið á hákarlavertíðinni. Þá fór hver og einn í verstu fata- garmana, sem þeir áttu til. Sóða- legast var þó að vera í skipa- lestinni. Lifrin var látin í þar til smíðuð tunnumál, sem skip- stjóri og stýrimaður höluðu upp úr lestinni. Lifrinni úr því var hellt í þar til gerða stampa og þeir settir á sporvagn og hon- um síðan keyrt á sporvagns- teinum (spori) upp að lifrar- körunum. Þar var hellt úr stömpunum í eitthvert þeirra, þannig var haldið áfram þar til öll lifrin var komin úr skipinu upp í lifrar-körin. Allt var þetta löðrandi í grút og brílu, og einn- ig þeir sem unnu við uppskip- unina. Þegar lifraruppskipun- inni var lokið og skipverjar voru búnir að þvo af sér grútinn og hafa fataskipti, fóru þeir sem áttu konu og böm eða unnustu á staðnum heim til þeirra, og dvöldu þar meðan skipið beið í höfn, hinir hugguðu sig við það, að þeir áttu kærustu í hverri höfn til að breiða yfir sársauk- ann yfir því að vera fjarri sín- um nánustu. Aðrir létu fröken hálsmjóu drekkja sorgum sín- um. Þannig leið tíminn þar til skipið sigldi úr höfn í nýja veiðiför, og sami leikurinn hófst í aðalatriðum og frábrugðinn í öðrum, sérstaklega hvað veður og veiðiheppni snerti, þar til vertíðinni lauk. Þó mátti segja að hver ein veiðiferð ætti sína sögu, Sigurljóð og raunbögu eins og séra Matthías kvað um skagfirzka bæi. Guðlaugur Sigurðsson, SiglufirSi. 177

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.