Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1963, Qupperneq 5
Sigurður Oddsson, Skuld.
„Baldur“ 10.42 tonn.
Smíðaður í Danmörku árið 1911.
Sigurður Oddsson, Skuld, var
fæddur á Krossi í Landeyjum
28. marz 1880. Foreldrar hans
voru Oddur Pétursson og Sig-
ríður Árnadóttir. Sigurður
missti móður sína ungur og fór
með föður sínum að Heiði á
Rangárvöllum og ólst þar upp.
Sigurður fór fljótt til sjós á
skútu frá Reykjavík og var þar
nokkur úthöld. 1900 fer Sigurð-
ur til Vestmannaeyja og er þá
háseti á Bergþóru hjá Magnúsi
í Dal, en 1908 kaupir Sigurður
m/b „Björg“ með fleiri Land-
eyingum og er háseti á henni
til 1910, að hann byrjar for-
mennsku á m/b ,,Kapitólu“ og
er með hana í tvo vetur. Þá
kaupir hann m/b „Baldur ásamt
fleiri mönnum og hefur for-
mennsku á honum til 1928. Eft-
ir það hættir Sigurður for-
mennsku, en stundar sjómennsku
í mörg ár eftir það. Sigurður
var mikill hreystimaður og dug-
legur á allan hátt. Sigurður lézt
10. maí 1945.
VÍKINGUR
Hjörtur Einarsson, Geitliálsi.
Smíðaður í Danmörku árið 1911.
Hjörtur Einarsson, Geithálsi,
er fæddur að Þorlaugagerði í
Vestm.eyjum 19. ágúst 1887.
Foreldrar hans voru Einar
Sveinsson, bóndi þar og kona
hans Guðríður Helgadóttir.
Hjörtur byrjaði ungur sjó-
mennsku á opnu skipi með Jóni
Péturssyni í E-Þorlaugagerði og
var hjá honum þar til mótor-
bátarnir komu. Þá fór Hjörtur
háseti á m/b ,,Hafþór“ til
Ágústar Scheving og var á þeim
báti til 1912. En þá keypti
Hjörtur m/b „Frið“ ásamtfleir-
um og hefur formennsku á hon-
um til 1919, að hann hætti for-
mennsku. Eftir það er Hjörtur
vélamaður í fjölda vertíða.
Hjörtur var dugnaðarmaður á
allan hátt.
*
Sveinn Jónsson, Landamótum.
„Sæfari" 10.45 tonn.
Smíðaður í Danmörku árið 1911.
Sveinn Jónsson, Landamótum,
er fæddur að Yztaskála undir
Eyjafjöllum 1. des. 1887. For-
eldrar hans voru Jón Einarsson
og Kristín Björnsdóttir búandi
þar. Sveinn byrjaði sjóróðra í
Vestmannaeyjum um aldamót á
skipi hjá Vigfúsi Jónssyni \
Holti, og er með honum þar til
að þeir kaupa m/b „Sigurð"
1907 og er Sveinn háseti á hon-
um. Árið 1911 flytur Sveinn til
Eyja, en þá kaupir hann m/b
Sæfara með fleiri mönnum.
1912 byrjaði Sveinn for-
mennsku á bátnum og er með
hann til 5. jan. 1916, en þá
missti hann bátinn í ofsaveðri.
Mannbjörg varð. Sveini gekk
vel á bátnum og var annar sá
hæsti með afla 1922.
Annan bát, Ingólf Arnarson,
lét Sveinn smíða, sem hann var
með til 1922. Til ársins 1930
var hann með ýmsa báta, en
hætti þá formennsku. Stundaði
samt sjó til 1940. Sveinn var
duglegur og kappsamur. Hanu
er nú yfir áttrætt og ber aldur-
inn vel.
173