Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1963, Side 14
Vegna góðs fróSleiks um sjávarútvegsmál, tók Víkingurinn sér bessaleyfi
til birtingar á þessari grein. BalcLur Guðmundsson útgerSarmaSur flutti þessi
orð í reeðu á síðasta sjómannadegi.
RÁ FORTÍD TIL NÚTÍÐAR
Allt frá landnámstíð og fram á vora daga hafa landbúnaður
og fiskveiðar verið aðalatvinnuvegir íslenzku þjóðarinnar.
Fram á þá öld, sem við lifum á, voru fiskveiðamar og fisk-
verzlunin á landi framkvæmd af sömu mönnum. Lengi fram eftir
öldurn var einnig ekki verkaskipting milli þeirra, er stunduðu
landbúnað og hinna, sem stunduðu sjósókn. Bændur fóru með búa-
liði sínu, öllu því sem mátti taka frá búunum, og stunduðu sjósókn
á vissum tímum árs. Landbúnaðurinn var lengi vel sá atvinnuveg-
urinn, sem þjóðin hafði mest lífsviðurværi af. En strax á 14. öld
tók framleiðsla sjávarafurða að skipa öndvegi sem útflutnings-
vara. Jafnhliða því, sem sjávarútvegurinn tók forustuna í útflutn-
ingsverzluninni,. tók áhugi manna að dragast að sjósókn og þótti
Ieiða af því los á búfestu og starfsháttum við landbúnaðinn.
Á þessu tímabili og fram í lok 16. aldar bjargaðist þjóðin sæmi-
lega, studdist við sjávarafurðir og vöruaðflutninga, en aðal-fæðan
kom frá landbúnaðinum.
Seinni hluta 16. aldar fór konungur, sem þá hafði æðsta vald
í landsmálum að undirbúa verzlunareinokun, sem að fullu komst á
í upphafi 17. aldar. Urðu þá viðskipti öll óhagstæðari, og útgerð
fór að dragast saman. Fram að þeim tíma hafði skipastóll lands-
manna eingöngu verið opin skip og bátar með árum og seglum,
allt frá eins manns förum að tólfrónum skipum. Strax verður
þess vart að meira öryggi er talið að stunda sjóinn á stærri fleyt-
unum,, en þrátt fyrir það að vilji margra manna var fyrir hendi
á þessum tíma til þess að auka og bæta skipastólinn, var áþján og
verzlunareinokun orðin svo mikil seinni hluta 17. aldarinnar, að
það hafði lamað alla framför og orsakað afturför, jafnvel svo að
bátar minnkuðu frá því sem áður var.
Um mörg hundruð ára höfðu Englendingar og síðar Hollend-
ingar stundað fiskveiðar á þilskipum hér við land. Enginn efi var
á því, að útvegur þessi gaf góða raun. Það var vitað að á slíkum
skipum var oft náð í góðan afla, þótt landsmenn fengju ekki bein
úr sjó, þegar fiskur lagðist venju dýpra frá landi. Það var skoðun
þeirra manna, sem hugsuðu til framfara, að útvegur þyrfti að
komast í það horf, að hann yrði stundaður á þilskipum, sem sótt
gætu djúpt og grunnt, eftir því sem fiskigöngur höguðu sér.
Á árunum 1645 — 1706 var prestur í Selárdal í Arnarfirði,
sem hér Páll Björnsson, hann var einnig prófastur í Barðastranda-
sýslu. Hann var talinn hagsýnn maður framar en tíðkaðist u,m
fyrirmenn á hans dögum. Hann hafði útræði mikið, fann upp betra
bátalag, en verið hafði, og var fyrstur íslendinga til þess að gera
út þilskip. Þessi útgerð hans gekk vel og aflaðist oft mikið, þegar
aðrir fiskuðu lítið. Hann var sjálfur skipstjóri og talinn vel að sér
í siglingafræði. Enginn varð samt til þess að halda þessari útgerð
áfram eftir hans daga.
Næstu tilraun með útgerð þilskipa til fiskveiða gerði Skúli
Magnússon árið 1752, þegar innréttingarnar keyptu og gerðu út 2
þilskip í nokkur ár. Þessi útgerð fór í handaskolum, tap varð á
rekstrinum og honum brátt hætt að mestu eða öllu leyti.
Helzta niðurstaða þessara tilrauna varð sú, að þilskipaútgerðin
væri íslendingum ofvaxin vegna
kostnaðar og áhættu, og alls
ekki framkvæmanleg við þá
verzlunarhætti, sem ríktu þá í
landinu. Hins vegar voru marg-
ir svo bjartsýnir að telja að
þessi veiðiaðferð gæti heppnast,
ef rétt væri að farið og töldu
að sá tími hlyti að koma, að það
yrði betur reynt.
Árið 1771 hafði skipastóll
landsmanna hrömað, þannig að
stærri skipum hafði fækkað, en
smærri bátum fjölgað. Skipa-
kostur landsmanna var þá 1859
opin skip og bátar, þar af voru
694 tveggja manna för, en að-
eins tveir tólfæringar. Til þess
að manna skipastólinn þurfti
9652 menn, en allir landsmenn
voru þá 46221. Til samanburðar
má géta þess að í dag þarf rúm-
lega 6000 sjómenn á íslenzka
fiskiskipaflotann, en þjóðin öll
er um 170000 manns.
Á árunum milli 1750 — 1760
var tregur afli, og vantaði fisk
til útflutnings, þetta voru sömu
árin og Skúli Magnússon gerði
tilraunina með þilskipaútgerð-
ina. Var þá farið að leita ráða
á hvern hátt mætti efla sjávar-
útveginn.
Árið 1760 var ákveðið að
veita 4 — 8 ríkisdala verðlaun
fyrir nýja báta eftir stærð
þeirra og gæðum, en til fyrir-
myndar við bátasmíðina skyldi
senda nokkra fiskibáta frá
Danmörku og Noregi. Þá var
einnig ákveðið að senda menn í
verstöðvar á landinu til þessað
kenna mönnum að salta fisk.
Talið er að af þessu hafi orðið
talsvert gagn. Þá er einnig far-
ið að ráðgera lendingarbætur
og árið 1763 var ákveðið að
setja niður vindur til uppsáturs
í Vestmannaeyjum, en það mun
vera fyrsta ráðstöfun af hálfu
VÍKINGUR
182