Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1963, Side 18

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1963, Side 18
FJORÐA DRAGNÓTAVEIÐIN HEFST Veiðileyfi byggð á ummœlum fishfræðinga, meðan vísindaleg gögn geymast óunnin. Þann 14. júní síðastliðinn barst til okkar útvarpsfrétt frá sjávarútvegsmálaráðun. um að veiðileyfum með dragnót hefði verið úthlutað og veiðar mundu geta hafist 18/6, eða daginn eftir fullveldisdaginn. Eitthvað fannst mér þetta ekki fara vel saman, að rninn- ast okkar frelsisbaráttu og siv- urdagsins, og hefja svo drag- nótaveiðar, því frelsi og rán- yrkja eiga ekki samleið, en vit- anlega skiptir það ekki máli hvort veiðarnar hefjast 17, 18 eða 19 dag mánaðarins. Þetta varð til þess, að ég fór að rifja upp sögu þessa leiðinda máls, og sjá einu sinni enn, með hvaða hætti það mátti verða, að þessar veiðar skyldu aftur upp teknar, eftir þá örlagaríku reynslu sem fékkst af þessum veiðum á fyrsta tímabili þeirra hér við land, sem endaði með því að fólk til sjávar og sveita reis upp og mótmælti rányrkj- unni. Þegar þjarkað var um þetta mál á alþingi 1958, voru það ein megin rökin hjá þeim er eftir veiðunum óskuðu, að mörg lög af kola væru komin í Faxa- flóa, og fyrir þessum kola lægi það eitt, að látast úr hor eða elli, engum til gagns, og ekki nóg með það, heldur átti þessi óskaplega kolamergð, að spilla lífsskilyrðum annarra fiskja í „flóanum." Þá voru og rök, að þarna væri sú gullnáma, sem ein væri þess megnug að rétta við hinn bága fjárhag þjóðar- búsins, aðeins ef menn vildu notfæra sér það. Þetta var ákaf- lega glæsilegur málstaður. En þessi spilaborg hrundi til grunna, eins og þær gera yfir- 186 leitt. Þess skal getið, að fiski- fræðingar hafa nú nýlega, lýst því yfir, að sagan um mörgu lögin af kola í Faxaflóa, sé ekki frá þeim komin, og er það vel, þótt flestir munu hafa vitað það áður, því fiskifræðingur, sem héldi slíkum fjarstæðum fram, gerði fiskirannsóknum greiða með því að velja sér aðra at- vinnu. Svo fór á hinu háa Alþingi, að meirihluta þingmanna fannst það ótækt, að láta kolann verða ellidauðan, og einnig að láta slíkan fjársjóð liggja á hafs- botni ónýttan. Þess vegna urðu til iög no. 40, 1960. um leyfi til veiða með dragnót, og þau lög sett samkv. lögum frá 1948 um vísindalega vernd fiskimiðanna. Samkvæmt þessum lögum, voru það ekki stjórnmálamenn- irnir einir sem réðu um leyfis- veitingar á hverjum stað, held- ur áttu það að vera sveita- stjórnir, samtök sjómanna, út- vegsmanna, og verkamanna. At- kvæðisbærir voru allir þeir að- ilar, er töldu sig hafahagsmuna að gæta, varðandi viðkomandi veiðisvæði. Sú nýbreytni var tilkynnt með þessari atkvæðagreiðslu, að þeir fyrrtaldir aðilar sem ekki greiddu atkvæði, væru taldir með málinu. Ekki er mér kunn- ugt um, hve mikið þetta er not- að, eða hvort það hefir nokkuð verið notað, því það er yfirleitt hljótt um þessa atkvæðagreiðslu og talningu atkvæða, útvarp og blöð eru um það hljóðlátari en kosningarnar almennt, það er þó ekki ófróðlegar fréttaefni en margt annað, að heyra hverjir eru með málinu á hverjum stað, og hverjir á móti, og hvað marg- ir eru úrskurðaðir með málinu, af því að þeir hafa ekki greitt atkvæði. Ekki minnist ég þess, að hafa heyrt þetta nýmæli í atkvæða- greiðslu tilkynnt varðandi önn- ur mál, en mætti þó vera, því það hlýtur að hvetja menn til að hafa skoðun. Þegar til veiðanna kom, reyndust lögin af kola við Faxa- flóa, og víðar, mun færri en ætlað var, eða sennilega tæp- lega eitt. Þetta mun hafa orðið stjórnmálamönnum og útgerðar- mönnum, þeim er veiðanna ósk- uðu nokkur vonbrigði, en sú var þó huggunin að bolfiskur var á veiðisvæðunum við beztu heilsu, en af honum næst ekkert veru- legt magn, ef dregið er fyrir föstu, nema mikill fiskur sé fyr- ir. En það var einmitt ákveðið, þegar leyfin voru veitt, að dreg- ið væri fyrir föstu. Útgerðarmenn fóru því fram á það að draga fyrir lausu. Rann- sókn fór fram á því hvort meira fengist af bolfiski, ef dregið væri fyrir lausu, því veiðarnar voru leyfðar fyrst og fremst til að ná flatfiskinum og hagnýta hann. Niðurstaðan varð sú, að því er útvarpsfrétt hermdi, að minna fékkst af bolfiski ef dreg- ið var fyrir lausu, en meira af kola. Ekkert var þá því til fyr- irstöðu að veita leyfi til þess, og var það gert 1961. Ekki er mér kunnugt um hverjir framkvæmdu rannsókn- ina, en mörgum sem til veiðanna þekkja mun hafa orðið á að brosa að útkomunni. Er hér var komið með leyfin, höfðu þeir er veiðarnar stunda fengið óskir sínar svo til upp- fylltar, þeir voru frjálsir að draga sínar vörpur með þeim hraða sem vélaorka hvers báts leyfði meðan nótinni var lokað, en einmitt það gaf og gefur bol- fiskinn. Auk þess var nú auð- YÍKINGUS

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.