Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1963, Qupperneq 13
ÞEKKING
Hvað er það, sem veldur því
að sjóvinnunámskeiðið er ekki
lang f jölmennasta deildin í verk-
námi á Islandi í dag jafn nauð-
synlegt og það hlýtur að vera,
fyrir þjóð, hvers aðalatvinnu-
vegur er fiskveiðar, að hafa á að
skipa sem færustu mönnum í
starfi. Er það áhugaleysi ungu
piitanna? Því svara ég neitandi.
Hitt mun sannara að of lítið sé
gert af ráðandi mönnum í sjáv-
arútvegsmálum til að vekja á-
huga ungu piltanna á sjó-
mennsku eða því að sjómennsk-
an geti verið gott og arðberandi
lífsstarf. Nei, það er miklu
fremur stagast á því seint og
snemma að útgerð sé tap og aft-
ur tap og ekkert sé ömurlegra
og minna arðberandi en að
koma nálægt þeim atvinnuvegi.
Þrátt fyrir þetta endalausa tap
hefur þó enn ekki heyrst að
nokkrum detti í hug að leggja
niður þennan ,,ómögulega“ at-
vinnuveg og meðan svo er hljót-
um við að hafa not fyrir menn
með þekkingu á störfum til sjós.
En snúum okkur aftur að
upphafi þessarar greinar sjó-
verknáminu. Þegar Æskulýðs-
ráð Reykjavíkur hóf hér kennslu
í sjóvinnubrögðum 1957 komu
28 drengir á aldrinum 13-16 ára
og létu innrita sig, síðan hafa
þessi sjóvinnunámskeið verið
haldín á hverju ári og hefur
þátttaka komist í mest 140
drengi, var það veturinn 1961.
Er gott til þess að vita að enn
eru til drengir með sjómanns-
blóð í æðum, sem öðlast vilja
nokkra þekking á störfum feðra
sinna og forfeðra þrátt fyrir
bölsýni í dag á sjómennsku sem
lífsstarfi.
Hvernig er þú búið að kennsl-
unni fyrir þessa pilta í dag. Sjó-
vinnuverknámskeiðið og verk-
námið eru húsnæðislaus og hafa
verið á eilífum flækingi í 7 ár
sem þau hafa starfað. Er ekki
kominn tími til að þetta mál sé
VÍKING-UR
í STARFI
athugað og gerðar á því ein-
hverjar jákvæðar breytingingar
í stað tómleika og afskiptaleys-
is? Meðan við enn teljum okkur
fískveiðiþjóð getur það ekki ver-
ið mál nokkurra manna,. heldur
allrar þjóðarinnar að betur sé
búið að kennslu í sjómennsku
en nú er. Það hljóta því að vera
eindregin tilmæli til þeirra, sem
þessi mál heyra undir, að bót
verði gerð á þessu ófremdar á-
standi og öll skilyrði til kennsl-
unar bætt og það án tafar.
Fjöldi skipstjóra, sem vantar
menn til starfa, biðja um pilta,
sem verið hafa á sjóvinnunám-
skeiðinu og vilja ráða þá öðrum
fremur,. enda hefur reynslan
sýnt, að í mörgum tilfellum eru
þessir piltar eftir 1-2 túra fær-
ari í starfi en menn, sem jafn-
vel hafa verið fleiri ár til sjós.
Dæmi eru einnig til, að menn
sem voru orðnir yfinnenn á tog-
urum hafi komið á námskeiðin
til að læra netabætingu o.fl.,
þar er kennt og sýnir það með
öðru fleira, hve þörf og nauð-
synleg sjóvinnunámskeið geta
verið og eru.
Ég vil svo til viðbótar koma
með nokkrar hugleiðingar varð-
andi Sjómannaskólann.
Það takmark náðist að upp
reis stór og glæsileg bygging
Sjómannaskólans. Sú ágæta og
fagra bygging var þó til skamms
tíma að einhverju leyti leigð
Veðurstofunni. Þarna til húsa
eru annars: Stýrimannaskólinn,
Vélstjóraskólinn og námskeið
fyrir matsveina, og er ekki neitt
nema gott um það að segja. Til
þess að komast í Stýrimanna-
skólann þarf að hafa 20 mánaða
siglingatíma, í Vélstjóraskólann
4 ára nám í járnsmíði. En hver
er svo þekking þeirra sem á
Stýrimannaskólann fara eftir
þessa 20 mánaða veru til sjós?
Margir þekkja þeir varla á
kompás eða kunna rétt handtök
á mörgum þeim störfum, sem
fyrir koma. Eftir 2-3 ár eiga
svo þessir sömu menn að vera
færir um að stjórna stórum hóp
manna. Hafa þeir lært það mik-
ið í skólanum, að þeir geti gert
þetta? Þegar ég var í skólanum
splæsti ég eitt fótreipi og saum-
Framhald á bls. 209
181
Starfsfræðsla á landi.