Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1963, Blaðsíða 28

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1963, Blaðsíða 28
komu beint erlendis frá. Hér- aðsbúar sáu fljótlega að meira hagræði þurfti í verzlunina til þess að fullkomnu gagni yrði fyrir alla héraðsbúa, því að enn urðu þeir er austan Mýrdals- sands og Eldshrauns bjuggu að sækja verzlun sína til „Víkur“ með gamla laginu, þótt leiðin væri þá þegar mikið stytt frá því er áður var, það er frá Eyrarbakka. Þá var hafin slátrun sauðfjár í „Vík“ og kallaði það á nýjar aðgerðir í samgöngumálum á sjó. Hugmynd kom nú /ram um það, að eignast skip til vöru- flutninga, til og frá héraðsbú- um, og f jölga verzlunar- og upp- skipunarstöðum. Framkvæmdin varð sú að hlutafélagið „Skaft- fellingur“ var stofnað af hér- aðsbúum og verzlunarsamtökum þeirra, og samningur gerður við danska skipasmíðastöð um smíði skips. Árið 1916 til 1917 var svo m/b Skaftfellingur smíðað- ur úti í Svenborg. Stofnfé hluta- félagsins var kr. 60000 og skip- stærðin ákveðin 60 smálestir. f aprílmánuði 1917 var svo Skaft- fellingur afhentur fullsmíðaður. Áhöfn var ráðin á skipið, sem sigla átti því heim og vera á því til að byrja með. Mýrdælingar lögðu til alla yfirmenn skipsins, að undanteknum stýrimanni, sem var frá Vestmannaeyjum. Skipstjóri var Jón Högnason, 1. vélst. Ormur Ormsson frá Kald- rananesi, 2. vélst. Elías I-Iögna- son, bróðir Jóns og stýrimaður Finnbogi Finnbogason frá Norð- urgarði, Vestmannaeyjum. Þess- ir 4 menn sigldu svo Skaftfell- ingi upp til íslands. Var þá fyrri heimsstyrjöldin í algleym- ingi, og mildir örðugleikar í Danmörku af þeim sökum. Olíu var enga að fá, svo að seglin ein varð á að treysta, enda var skipið byggt með það fyrir aug- um að sigla því þá er gæfi, vél- arafl var eigi nema 40 hestöfl. Þeir félagarnir lögðu af stað frá Svenborg 20. apríl. Siglt var norður með Noregi, allt norður undir Bergen, til þess að forð- ast það að vera á algengum sigl- ingaleiðum vegna hafbátahættu og óþæginda, sem af styrjaldar- aðiljum gat leitt. Ferðin gekk slysalaust og án tíðinda. Til Vestmannaeyja komu þeir svo 6. maí,. eftir 17 sólarhringa sigi- ingu. Nú var ákveðið að hefjavöru- flutninga til Skaftáróss og Ör- æfa að Ingólfshöfða. En Skaft- ártungan og Álftaverð skyldu sækja verzlun sína til Víkur, eins og verið hafði frá því að verzlun hófst þar. Sláturfé urðu þó allir héraðsbúar að reka til Víkur sem fyrr. Skaftfellingur hóf svo strand- siglingu strax og færi gafst austur með ströndinni á fyrr- greinda staði. Gengu flutningarnir framar öllum vonum, þegar fullt tillit er tekið til allra aðstæðna. Vöruhús voru engin við Skaftárós eða Ingólfshöfða í byrjun. Urðu því bændur að sækja vöru sína beint í fjöruna að lokinni uppskipun. Vörur þær er Skaftfellingur flutti til baka voru aðallega ull og svo sláturafurðir eftir að slátrun hófst á haustin í Vík. Meðan á sláturflutningunum stóð, voru teknir vélbátar á leigu frá Vestmannaeyjum, sem önn- uðust þessa flutninga ásamt Skaftfellingi, en hraða þurfti þessum flutningum sem mest þá er sjóveður gaf á haustin. Gunnar Ólafsson, sem áður getur reyndist Skaftfellingum raungóður og traustur liðsmað- ur, þá er við Ægi þurfti að etja af kappi, svo að afurðir þeirra yrðu ekki innlyksa yfir veturinn. Þetta fyrirkomulag reyndist héraðsbúum mikil lyfti- stöng, og það má fullyrða að án Skaftfellings hefði vegur Skaft- fellinga orðið minni á því ára- bili, sem hans naut við. Gifta fylgdi þeirri fleytu við hin erf- iðistu skilyrði, og þeir þekktu bezt er kynntust af eign raun. Stjórnarfundir h/f Skaftfell- ings voru árum saman haldnir í Hlíð í Skaftártungu, venjulega á vorin fyrir slátt. Mýrdalssand- ur hafði um aldir reynzt Skaft- fellingum er yfir hann þurftu að sækja, þunglamaleg eyði- mörk og torleiður eins og ald- arfarið. Það var því vel til fall- ið að halda aðalfundina í Skaft- ártungu á gróandanum með hárri sólargöngu. Ferðamaðurinn, sem kom aí eyðimörkinni er Katla hafði skapað gat notið þess að teiga að sér bjarkarilminn, líkt því er hinir fyrstu landnemar höfðu gjört þúsund árum áður. En í suðri hillti undir sólblik og hvíta bárufalda, þar sem Rán- ardætur stigu dansinn við sand- sorfna strönd, sem austrænir Víkingar höfðu tileinkað sér í öndverðu. Kynstofninn hafði lifað af langa rökkurgöngu. En nú hafði morgnað fyrir samstillt átak niðjanna, er ávallt höfðu boðið torfærunni birginn, voru nú skörð brotin í skaflinn, sem skildi landið og hið mikla haf, brimi'ð. Skaftfellingur er ennviðlýði, og orðið aldrað skip á þeirra mælikvarða, 46 ára. Það var heillastund er þau ráð voru ráð- in að smíða skipið og láta það þjóna þessu hlutverki fyrir hér- aðsbúa. Óreynt er enn, að aðrar úrbætur hefðu komið að betri eða gifturíkari notkun í land- námi þeirra Reyni Björns og Ketils hins fíflska. Margur mun minnast þess er reyndi, að hörð var sóknin oft á tíðum í fangbrögðum við Æg- isdætur við upp- eða útskipun á vörum austur með söndunum. En það var eggjandi að ýta á flot út um sólglitið, og hvítum báruföldum tókst eigi að buga kjark né þrek þeirra er í raun- inni stóðu. Gunnar Magmússon frá Reynisdal. -x Eitt sinn koin Lási inn í mat- salinn, og voru þá hásetar í áköfum samræöum yfir matnum. „Að kjafta og kjafta, það er annað en framkalla.“ VÍKINGUK 196

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.