Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1963, Síða 17
Athugasemd við
í síðasta tölublaði „Víkings-
ins“ birtist, fyrir náð ritstjóm-
ar, greinarkorn eftir mig, er ég
nefndi ,,Dragnótahræðsla.“
í grein þessari gerði ég ráð
fyrir, að ritstjórinn væri mað-
ur, sem ég þekki. Svo reyndist
ekki vera og vil ég því hér með
taka aftur, það, sem ég þar segi
um ritstjórann og miðað var
við, að ég þekkti hann.
Auk þess að prýða greinar-
kornið með undirstrikunum frá
eigin brjósti og svara því á
sömu síðu, hefur ritstjórinn út-
vegað sér hjálparkokk, sem læt-
ur sem hann sé kunnugur hugs-
anagangi mínum og hafi auk
þess sérþekkingu á dragnót.
Ritstjórinn telur grein mína
stóryrta. En sjálfur lætur hann
orð falla um að hann hafi orð-
ið fyrir vonbrigðum með hæfi-
leika og sannsögli fiskifræðing-
anna. Þetta er eflaust, að hans
mati, heflað orðbragð. En er
hann ekki þarna að segja, að
fiskifræðingarnir séu hæfileika-
litlir ósannindamenn? Sé þetta
ekki rétt skilið hjá mér, þætti
mér fróðlegt að vita hvað rit-
stjórinn á við með þessum orð-
um.
Ritstjórinn segir dragnóta-
veiðar oft hafa verið til um-
ræðu á þingum F.F.S.I., samt
er það aðeins stjórn, ekki þing
sambandsins, sem samþykkt hef-
ur mótmælin.
Fjölmennur fundur í skip-
stjóra- og stýrimannafél. Vísi,
sem haldinn var nú í vor sam-
þykkti einráma að mæla með
opnun Faxaflóa, eins og að und-
anförnu. Á fundi þessum voru
ræddir síldveiðisamningar fél-
agsmanna og því þorri fundar-
manna skipstjórar og stýrimenn
á síldarbátum. í þessu félagi eru
nær allir skipstjórar og stýri-
menn á síldarbátum í Keflavík,
Njarðvíkum, Garði, Sandgerði
og Grindavík.
Svipaða samþykkt munu yf-
VlKINGUR
dragnótafáfræði
irmenn á bátaflotanum í Vest-
mannaeyjum hafa gertvarðandi
sitt svæði, og fleira mætti upp
telja.
Hinn nafnlausi hjálparkokkur
ritstjórans lætur liggja að því,
að ég hugsi sem svo, að mig
varði andsk. ekkert um fram-
tíðina. Meinar hann ekki um
leið, að þessu sé eins varið með
framantalda menn eða heldur
hann, að ég með mínum „ber-
serksgangi“ hafi gabbað þá alla
til þess að samþykkja þetta?
Naumast þarf að benda á, að
í þessum hópi er margt af beztu
og gleggstu fiskimönnum þessa
lands.
Þar sem ég tala um aflamagn
í dragnót, á ég við afla á bát,
en ekki heildarafla. Ritstjórinn
virðist leggja mikið upp úr því,
að ég segi, að afli hafi verið
mestur síðasta sumar,. þó á
Imgri tíma en fyrsta árið. En
það er á sama tíma og annað
árið, það sézt honum yfir.
Annars voru skilyrði, til þess
að fiska, langbezt fyrsta árið,
þótt draga yrði fyrir föstu og
stórauka með því vinnu og
kostnað. Ekki af því, að það var
fyrsta árið, heldur af því, að
veiðisvæðið var svo mikið
stærra og bátarnir færri. Hafn-
arleirinn var opinn þá og svæð-
ið sunnan Snæfellsness höfðu
bátarnir einir. Nú er svo kom-
ið, hér að sunnanverðu í Faxa-
flóa, að heita má að biðröð sé
um að kasta. Hafnamenn halda
nú öllu lokuðu fyrir sunnan, að
minnsta kosti þar til ein fleyta,
sem þeir eiga í smíðum, kemst
í gang.
Sá orðvari maður, sem rit-
stjórinn hefur fengið sem hjálp-
arkokk, telur að vírar hafi ver-
ið uppteknir, til þess að skafa
botninn betur. Þó telur hann, að
enginn kæri sig um að veiða
kola. Til hvers á þá að skafa?
— Þetta er sama bullið og ann-
að í þeirri ritsmíð. Víra er alls
ekki hægt að nota til að skafa,
í „skerunum" verður að hafa
tóg. En vírar hafa verið teknir
upp af því, að þeir eru ódýrari,
létta vinnuna mikið og stór-
minnka slysahættu.
Dylgjur um, að dragnótabát-
ar hafi hlera með svo lítið beri
á, eru vægast sagt ósmekklegar.
Hafi blaðið rökstuddan grun um
slíkt, ber því að kæra það til
landhelgisgæzlunnar. Annars
finnst mér ekki vansalaust, að
blað F.F.S.Í. sé að dylgja um,
að hópur meðlima sambandsins
séu lögbrjótar.
Ritstjóri hafnar því ráði mínu
að kynna sér dragnótaveiðar að
raun og skrifa síðan um þær.
En þannig er þessu yfirleitt
varið með þá, sem eru á móti
dragnótaveiðum, þeir vita lítið
um dragnótina og vilja lítið um
hana vita, þeir eru bara á móti
henni. Af þessum ástæðum eru
skrif ritstjórans lík því, sem ég
færi að skrifa tæknigrein um
vélar og vélfræði.
Hjálparkokkurinn ræðst að
síðustu persónulega að Jóni
Jónssyni og telur hann einan
fiskifræðinga vera fylgjandi
dragnótaveiðum.
Ólíkt hefði nú verið upp-
byggilegra að birta í „Víkingn-
um“ eitthvað af því, sem Árni
Friðriksson hefur skrifað um
dragnótaveiðar en ritsmíðina þá
arna, og með því hefði blað-
stjórnin getað upplýst sjálfasig
um, að ekki er Jón alveg einn.
Og trúlegt þykir mér, að fleiri
af fiskifræðingunum séu Jóni
sammála, hvað sem þessi nafn-
lausi höfundur telur sig hafa
komizt á snoðir um.
Landhelgin er okkar akur, og
okkur ber að nota hana þannig,
að við fáum sem mesta og bezta
uppskeru, án þess þó að um
rányrkju sé að ræða.
Tækniþróunin er ör og nú má
heita að hægt sé að leita uppi
hverja bröndu í sjónum og
hirða hana, að vísu með breyti-
legum veiðarfærum. Sumum
veiðarfærum er hægt að koma
Framhalá á bls. 192
185