Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1963, Blaðsíða 8
Hákaxlaöngullinn nefndist „sókn“. Við sóknina" var fest keðju, sem kölluð var
„sóknarhlekkir“. 1 efri enda keðjunnar var svo vaðsteinninn festur.
saman til að gera það litar og
bragðsterkara.
Selspikið var einnig saltað
niður í olíuföt eða tunnur af
mestu vandvirkni með selskinn-
inu á svo það tyldi betur á sókn-
inni, varast þurfti að selspikið
yrði þrátt, „Gráni“ vildi ekki
líta við því þannig tilreiddu.
Hvert hákarlaskip fékk til beitu
sitt olíufatið af hverju, selspiki
og hrossakjöti og eina brenni-
víns eða rommflösku til að
dreypa á hrossakjötið, þegar
kjötfatið var opnað og sérstak-
lega spikið. Með þessu góðgæti
var hákarlasóknin bugfyllt
þannig, — annarhvor biti var
hrossakjöt og hinn selspik, að
því búnu lét vaðarmaðurinn há-
karlavaðinn renna út, þar til
vaðsteinnin kenndi botns, tók
vaðmaðurinn þá grunnmálið þ.e.
dró vaðsteininn hæfilega langt
frá botni og settist undir vað-
inn þ.e. hafði hönd á vaðnum,
en keypaði ekki eins og fyrir
þorsk. Fjórir vaðir voru venju-
lega hafðir úti og fjórir menn
undir vöðum og tveir lausingj-
ar til að hlaupa á með vaðar-
mönnunum. Auk þess áttu þeir
að hita vaktarkaffið svonefnda
fyrir vaktaskiptin.
Oft virtist „Gráni“ f jærstadd-
ur þegar vaðirnar komu til
botns, en hann var sagður mjög
lyktarnæmur og mun því hafa
runnið langar leiðir á þefinn,
sem honum virtist geðjast svo
vel að. Stundum leiddist vaðar-
mönnunum eftir því að ,,Gráni“
gerði vart við sig, þá kváðu
þeir stundum hvatningu til
„Grána.“
„Þó ég sé magur og mjór á
kinn“
„mana ég þig sláni“
„Komdu nú á krókinn minn“
„kjaftastósi gráni“
Ekki er ég trúaður á að „Gránr'
hafi hlýtt þessari áskorun
kvæðamannsins. Hitt finnst mér
líklegra, að hann hafi verið
þeim mun næmari fyrir lykt-
inni af hrossakjötinu og romm-
inu. Loks kom að því að „Gráni“
nálgaðist matborðið sem vað-
mennirnir höfðu sett fyrir hann.
Til að byrja með fór hann að
engu óðslega, togaði aðeins hægt
og lauslega í, hefur máske ótt-
ast að einhver brögð væru í
tafli og væri bezt að fara var-
lega, en reyndir vaðmenn þekktu
og skyldu upp á sínar tíu fing-
ur allar kenjar og duttlunga
„Grána“ og biðu þess rólegir að
hann gengi sjálfur í gildruna,
þ.e. að hann gæddi sér á krás-
inni með því að renna sókninni
með öllu ofan í maga. En þá
tók vaðarmaðurinn líka hraust-
lega á móti og hóf að dragaupp
vaðinn og kallaði á annan laus-
ingjann sér til hjálpar. Þegar
hákarlinn kom upp að skips-
hliðinni var hann mænustung-
inn með tvíeggjuðum sting vel
beittum, með alinnarlöngu blaði
er nefnist „drepur,“ að því búnu
var hákarlatalíu-króknum lagt
undir tálknin og hákarlinn hal-
aður upp í skipsvantinn, þar var
hann ristur á kviðinn með þar
til gerðri skálm. Lifrin tekin úr
honum og sett ofan í lifrarkass-
ann. Hákarlsskrokknum var svo
hleypt niður og látinn hverfa í
hafið. Gráðugir félagar hans
þar neðra átu hann með góðri
lyst.
Þannig var haldið áfram, þar
til búið var að fylla skipið af
lifur, en það taldist mikil heppni
í þá daga.
Stundum voru stærstu há-
karlarnir hirtir líka. Ef rúm
var til fyrir þá í skipslestinni,
var þá kjölfestunni fleygt til að
VÍKINGUK
176