Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1963, Síða 36
byssu. Ilann kallaði annan lög-
regluþjóninn til sín, og beir
drógu okkur með sér á lögreglu-
stöðina, og þegar þeir heyrðu,
að ég hefði setið inni, sögðu
þeir, að ég ætti von á annarri
gistingu. Og þeir börðu mig með
kylfu svona til áherzlu! Sjáið
þér þessa kúlu á enninu á mér?
Þá sagði fyrri lögregluþjónninn,
að hann hefði fundið byssu á
mér. Það var ósatt, dómari, ég
hafði enga byssu.
Hvað ætti ég að gera við
byssu? Það sem mig vantar, er
tækifæri til að vinna fyrir mér
á heiðarlegan hátt!“
Hann flutti mál sitt þrá-
kelknislega og með auðheyrilegu
vonleysi í röddinni, því að hann
hafði enga trú lengur á óskeik-
ulleik réttvísinnar.
Ríkisstjórinn hafði fengið
Watkins dómara hingað frá
Utica til að gegna sakadómara-
embætti um stundarsakir og
létta þannig á sakamáladóm-
stólnum í Tombsfangelsi. Wat-
kins gaf skrifaranum merki,
hann stóð upp og tyllti sér á tá
og hvíslaðist á við hinn virðu-
lega dómara yfir dómgrindurn-
ar. Ófríð stúlka sat á bak við
sakbominginn á fyrsta bekk.
Hún var með grátt sjal yfir
herðunum, breiðleit og ráð-
vendnisleg ásjóna hennar var
alþakin freknum. Hún hallaði
sér áfram með áfergju. Hún
hafði beðið meira en ár eftir
Mooney; hún skyldi bíða tíu ár
í viðbót ef þörf krefði, eða
þangað til hún yrði borin út í
lokuðum trékassa. Hún hafði
líka misst trúna á því, að allir
væru jafnir fyrir lögunum. Því
að Paddý hafði verið látinn
gjalda þess, að hann hafði lumbr-
að á Mickey Morrison. Og Mick-
ey var uppgangsmaður í austur-
bænum neðanverðum, í vin-
fengi við 0’ Brien blóðhund, að-
stoðarsaksóknara og heiðursfor-
seta Ungserjanna; PaddýMoon-
ey var hinsvegar brunavörður í
skrifstofubyggingu, utanveltu í
pólitíkinni og ekki einu sinni í
félagi brunaliðsmanna. Nú sá
hann, að þetta hafði verið alvar-
leg yfirsjón, sem þó var því einu
að kenna, að það átti að draga
hann í félagið nauðugan, og
hann vildi ekki láta draga sig
eitt eða neitt.
Watkins dómari sá geðshrær-
inguna í svip stúlkunnar, og
gizkaði á orsökina. Hann vissi
furðu mikið um heimsborgina af
dómara í afskekktu héraði að
vera. Til eru menn, sem halda,
að eftir hreinsunina í Rauða
hverfinu, þegar nokkrum lag-
anna vörðum var stungið inn,
hafi New York orðið hvít sem
snjór og enginn blettur fallið é
hana síðan!
Einhvers staðar stendur, að
mannkynið sem heild líkist út-
hafinu, og menningin sé eins og
blær af himni, hún ýfi aðeins
yfirborðið en láti djúpin ósnort-
in. Svo er það með félagslegar
umbætur. Það er hægt að hafa
blysfarir út um allar jarðir og
láta stjómmálaflokka tengjast
bræðraböndum og fá hríðir af
borgaralegum dyggðum, enlaga-
verðir eru alltaf eðli sínu trúir
og það er glæpalýðurinn líka, og
upp af hatrinu milli þessara
tveggja andstæðu manngerða
sprettur allt hið versta, sem
styrjaldir hafa í för með sér —
hrottaskapur. undirferli, lævísi
og grimmd. Þessi hatursfullu á-
tök, þar sem rotta í mannsmynd
stendur andspænis merði í
mannsmynd, getur naumast ann-
að en eitrað, eða að minnsta
kosti hert flesta þá, sem eiga
hlutdeild í þeim. Því að rottan
er að berjast fyrir lífi sínu og
mörðurinn fyrir lífsviðurværi
sínu.
Hættan fyrir ungan lögfræð-
ing, sem sækist eftir embætti
við flutning sakamála af hvöt
til að vinna þjóðfélagi sínu
gagn, er sú, að í hita eltingar-
leiksins verði sakfelling og refs-
ing manns, sem að hans dómi er
tvímælalaust sekur um glæp,
mikilvægari en ströng gæzla
eigin ráðvendni eða skilyrðislaus
trúmennska við ýtrustu réttar-
reglur. Ætti morðinginn að
ganga laus fyrir það eitt, að
einhver heimskuleg lög banna,
að tekið sé mark á vitnisburði,
sem byggist á sögusögn, eða að
færðar séu sönnur á fleiri af-
brot en ákært er fyrir? Ættum
við ekki að hrósa fremur en á-
lasa ungum áhugamanni, sem
skirrist ekki við að fórna dyggð
sinni hugsjónum sínum, jafnvel
sálarheill sinni, til þess að ein-
hver þrjóturinn verði hengdur?
Ættum við ekki að hylla þann,
sem er fús til að glata sál sinni
guði til dýrðar?
Watkns dómari horfði rann-
sakandi um réttarsalinn, unz
augu hans staðnæmdust aftur í
horni.
„Ég skipa herra Ephraim
Tutt verjanda sakborningsins,“
sagði hann og eftir bendingu
hans reis gamli lögfræðingur-
inn úr sæti sínu, með pípuhatt-
inn í hendinni og gekk að dóm-
grindunum.
í þeirri andrá var hurðinni
hrundið upp hranalega og Bill
blóðhundur gekk inn í salinn í
miðjum hópi gæðinga sinna.
II
Undangengnar heimspekilegar
hugleiðingar eiga alls ekki að
gefa í skyn, að tilgangur okkar
sé að leggja blómsveig á mann-
orðs legstað Williams Francis
O’Briens. Fjarri fer því! Við
kærum okkur ekki um að leita
honum neinnar afsökunar máls-
bóta eða linkindar, því að hann
var lögfræðilegur bolabítur,
blóðhundur í mannsmynd. Hann
var maður, sem taldi það sína
helgustu skyldu, bæði gagnvart
guði sínum og fósturlandi, að
knýja fram refsidóm með öllum
tiltækilegum ráðum yfir hverj-
um einasta vesaling á sakborn-
ingabekk.
Vegna ofstækis síns, hug-
kvæmni og ófyrirleitni hafði
hann aflað sér endemisfrægðar
sem saksóknari. Lögfræðingar
óttuðust hann, sakborningar
skulfu af tilhugsuninni einni
saman að láta hann rekja úr sér
VlKINGUR
204