Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1963, Qupperneq 4
„Svanur“ 9.79 tonn.
Snúðaður í Danniörku árið 1911.
Ólafur Ingileifsson Heiðarbæ
er fæddur á Ketilstöðum í Mýr-
dal 9. júní 1891. Foreldrar hans
voru Ingileifur Ólafsson ogÞór-
unn Magnúsdóttir.
Ólafur fór fyrst til sjóróðra
til Vestmannaeyja 1907 á opið
skip og ári síðar á mótorbát og
er svo óslitið á þeim til 1912,
oftast vélamaður. Þá byrjaði
Ólafur formennsku á m.b.
„Svan“ og er með hann í tvær
vertíðir. Upp frá því er Ólafur
formaður með ýmsa báta allt
til 1935, lengst með m.b. „Karl“
í 11 ár.
Ólafur var alla tíð með beztu
fiskimönnum Eyjanna og afla-
kóngur 1921 og jafnhliðatraust-
ur og ábyggilegur formaður á
allan hátt.
*
Sigurjón Sigurðsson.
„I>ór“ 10.40 tonn.
Smíðaður í Danmörku árið 1911.
Sigurjón Sigurðsson Brekku-
húsi var fæddur í Hallgeirsey í
Landeyjum 6. marz 1890. For-
eldrar hans voru Sigurður
Sveinbjörnsson og Sigurbjörg
Sigurðardóttir.
Sigurjón fór til Vestmanna-
eyja 2ja ára gamall með for-
eldrum sínum og ólst þar upp í
Fögruvöllum og síðar í Brekku-
húsi. Sigurjón byrjaði ungur
sjómennsku fyrst á opnu skipi
og svo á m.b. „Austra.“ For-
mennsku byrjar Sigurjón á m.b.
„Blíðu“ 1911, og svo kaupir
hann m.b. ,,Þór“ með fleiri
mönnum og hefur formennsku
á honum til ársloka 1916. Eftir
það er Sigurjón óslitið formað-
ur fram yfir 1940 eða um 40
ár. Sigurjón var með allra
fremstu formönnum Eyjanna,
bæði aflamaður og dugmikill
formaður. Hann var einnig með
beztu sigmönnum og bjargveiði-
mönnum. Hann lézt 8. júní
1959.
Eyvindur 1‘órarinsson,
hafnsöffumaður.
„Gideon“ 10.50 tonn.
Smíðaður í Danmörku árið 1911.
Eyvindur Þórarinsson var
fæddur að Fossi í Mýrdal 13.
apríl 1892. Foreldrar hans voru
Þórarinn Árnason og Elín
Pálsdóttir. Eyvindur fór til
Vestmannaeyja alfarið með for-
eldrum sínum 1908 og byrjaði
strax sjómennsku á m/b „Hans-
ínu“, síðar á „Austra“ og þá
„Gidjón“, sem hann átti part i.
Formennsku á honum haf ði hann
til 1920. Eftir það er Eyvindur
með ýmsa báta, stóra, svo sem
„Þorgeir Goða“ og ,,Snyg“ til
til ársloka 1928. Eftir það hætti
hann formennsku. Eyvindur var
hvorutveggja í senn, aflamaður
ágætur og vitmaður við sjóinn á
allan hátt. Eyvindur var hafn-
sögumaður í nokkur ár eftir að
hann hætti formennsku, en er
nú húsvörður Útvegsbankans í
Eyjum.
*
172
VÍ KINGUR