Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1963, Síða 19

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1963, Síða 19
Albatross er sænskt skólaskip, sem tekið var í notkun árið 1942. l‘ar um borð haía síðan 600 nemar hlotið kennslu. Um borð í skipinu eru hverju sinni 20 nemar. Á þessu skipi hljóta vélstjóraefni einnig þjálfun. Nýleg'a hefur verið komið fyrir í skipinu töflu, sem sýnir mismunandi olíuverk véla. Með því að þrýsta á raf- hnappa er hægt að sjá hvernig þau vinna. Skipið var nýverið á ferð um Miðjarð- arhafið. veldara að nota hvern sand- blett á hinum leyfðu svæðum. Það, sem vantaði á hið full- komna troll, voru hleramir, en þeir voru bannaðir, að nokkru mátti þó bæta það upp, með því að nota víra í staðinn fyrir tóg, því þeir héldu nótinni lengur opinni, en engin lög bönnuðu vírana, fyrr en um síðir að þeir voru bannaðir, og sjálfsagt af gefnu tilefni. En sumir, sem stunduðu þessar veiðar vom þó engan veginn ánægðir. Ákvæði var sett um möskva- stærð dragnótarinnar, til að reyna að forða sem mestu af ungviðinu frá tortímingu. Sum- ir tóku þá það ráð, að setja annað byrði utanyfir löglegu möskvastærðina til þess að nýt- ing dragnótarinnar væri full- komin. Margur mundi ætla, að við svo ósvífið og freklegt brot, mundu menn missa veiðileyfi, minnsta kosti þá vertíð, auk hárra sekta, en svo var víst ekki. Þetta virðist ekki hafa verið tekið alvarlega. ,,Morgunblaðið“ segir frá því 27. júlí 1961, að brögð hafi ver- ið að því að menn fóðruðu næt- urnar til þess að ná meira af smáfiskunum, og að leyfin hafi tekin af nokkrum bátum í viku- tíma, en þeir fengið þau aft- ur með skilyrðum. Mér er Ijúft að taka það einn- ig fram, að ég hef haft spurnir af mönnum, sem fara í einu og öllu að settum lögum og reglum við veiðarnar, þess vegna er illt til þess að vita, að þeir sem brjóta lög og reglur í þessu sambandi, og gera þar af leið- andi meiri skaða en forsvars- menn veiðanna meina að þær geri, að þeir skuli ekki vera látnir sæta þeim viðurlögum, sem aftri þeim frá að fást við það nema einu sinni, helzt aldrei Ákvæði eru um það í lögum no. 40 frá 1960, og mikið hald- ið á loft, að með veiðunum skuli vera vísindalegt eftirlit, svo hægt sé að stöðva veiðarn- ar þegar í stað, ef eftirlitið tel- VlKINGUR ur að þær séu hættulegar okkar fiskistofnum, en það óttuðust margir og óttast enn. Allt til þessa, hefir verið hljótt um niðurstöður af þessu eftirliti, en veiðarnar þó alltaf leyfðar í skjóli þess. Þar kom þó að þolinmæðina þraut, og fyrirspurn var gerð á Alþingi hver árangurinn væri. Sjávarútvegsmálaráðherra upp- lýsti málið á Alþingi með því að lesa upp bréf frá Jóni Jóns- syni forstöðumanni fiskideildar atvinnudeildar Háskólans. Að því er „Tíminn“ segir 14. marz síðastliðinn, telur Jón í bréfi þessu, að þær rannsóknir, sem fram hafa farið, hafi enn ekki leitt í ljós svo óyggjandi sé, hvort dragnótaveiðarnar hafi í för með sér hættu fyrir fiski- stofnana, og því nauðsynlegt að halda rannsóknum áfram. Við þessar upplýsingar mun mörgum hafa brugðið, en meiri- hluti Alþingis taldi þó rétt að halda veiðunum áfram, undir því vísindalega eftirliti, sem hvorki gat sagt af né á um meinta skaðsemi dragnótarinn- ar eftir rannsóknir undanfar- inna ára. Hér finnst mér mjög óvarlega farið hjá hinu háa Alþingi. 1 marzmánuði síðastliðnum, skrifa svo tveir fiskifræðingar, nefnd- ur Jón Jónsson, og Aðalsteinn, grein í „Morgunblaðið“ og segja í lok hennar: „Það sem vitað er um fiskistofnana í Faxaflóa í dag, gefur ekki tilefni til þess að ætla að þeir séu ofveiddir.“ Hér eiga fiskifræðingarnir sjálfsagf við það, sem vitað er um fiskistofnana á vísindaleg- um vettvangi, því það, sem vit- að er um þá á vettvangi reynsl- unnar bendir mjög til þess, að um ofveiði sé að ræða, og þó er „ofveiði" ekki rétta orðið, því vafalaust þola fiskistofnarnir það, sem af þeim veiðist, en þeir þola ekki eyðilegginguna sem verður á ungviði þeirra og lífsskilyrðum þess, við það að taka þetta magn, sem tekið er með dragnót. Á þessari tvíræðu yfirlýsingu fiskifræðinganna í „Morgun- blaðsgr.“ virðast veiðamar Framhald á bls. 210 187

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.