Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1963, Page 40
V
Aftasti auðnuleysinginn í röð-
inni hafði neitað sekt sinni og
það var búið að flytja hann aft-
ur í fangaklefann; dómarinn
var búinn að hlusta á hinar
mörgu hugvitsamlegu afsakanir
kviðdómenda, sem vildu hliðra
sér hjá að gegna þessari borg-
aralegu skyldu; hópurinn í rétt-
arsalnum var nú orðinn þunn-
skipaður; klukkan var tólf. Við-
ureignin átti að fara að hefjast.
Blóðhundurinn i’eis á fætur og
gekk að borði saksóknarans fyr-
ir framan kviðdómendastúkuna.
„Hafið þér mál að flytja,
herra saksóknari ?“ spurði dóm-
arinn, og þegar O’Brien kinkaði
kolli til samþykkis, sneri hann
máli sínu til ritarans: „Skipið
kviðdóminn, herra Dougherty."
„Gangið til sæta yðar, herrar
mínir,“ sagði ritarinn og dró í
flýti tólf nöfn eftir hlutkesti.
„Réttvísin gegn Mooney! Pat-
rick Mooney, þér eruð ákærður
fyrir innbrot, þjófnað, líkams-
árás, viðtöku stolinna muna og
vopnaburð. Ef þér óskið að
ryðja dóminn, þá segið til þess
nú!“
En herra Tutt kvaðst ekki
óska að ryðja neinum, og brosti
svo elskulega við þessari tvö-
földu röð borgara af ýmsum
stéttum og stigum, og með svo
miklum velþóknunarsvip, að
hver einstakur kviðdómendanna
þandi út brjóstið ósjálfrátt og
lyfti hökunni um hálfan centi-
metra í þeirri fullvissu, að herra
Tutt væri málsmetandi maður
og alls góðs verður.
Þá brýndi blóðhundurinn fyr-
ir þeim þá skyldu, að senda
menn í tugthús. Hinn ákærði,
sagði hann, hefði verið tekinn
með þýfið í fórum sínum að ný-
afstöðnu innbroti. Hann hefði
haft hlaðna skammbyssu í vas-
anum og hefði reynt að miða
henni á lögregluþjóninn, sem til
allrar hamingju hafði verið
fyrri til og yfirbugað hann. Af-
brotamaðurinn, sem var honum
samsekur í glæpnum, væri reiðu-
búinn að vitna gegn honum.
208
Málið lá ljóst fyrir. Réttarhald-
ið aðeins formsatriði; kviðdóm-
urinn þyrfti ekki að öðru að
hyggj a en kveða upp sektar-
dóm. Hann kallaði á Delaney
fram, og gildur búkur hans
fyllti alveg út í vitnastólinn; og
hann staðfesti upphaflegar stað-
hæfingar sækjandans í öllum
atriðum. Hann lýsti flóttatil-
raun Mooneys, tilraun hans til
að taka upp skammbyssuna og
hvernig honum hefði tekizt að
verða fyrri til að rota hann
með kylfunni. Hann kvaðst
þekkja byssuna, sem O’Brien
tók upp úr vasa sínum fyrir þá
sömu, sem hann tók af ákærða.
„Gagnspyrja!“
Herra Tutt spurði aðeins um
tvennt:
„Þekkið þér Micky Morri-
son?“
„Já, ég þekki hann.“
„Eruð þér meðlimur í sama
klúbb og hann?“
„Já!“ svaraði vitnið ögrandi.
„Þetta er nóg,“ sagði gamli
lögfræðingurinn og bandaði hon-
u,m úr stólnum.
Það var komið með Mulligan
úr gæzluvarðhaldinu í vitnastól-
inn, og hann sór að allt,, sem Del-
aney hafði sagt, væri guðs heil-
agur sannleikur. Hann játaði að
hann væri atvinnuþjófur, en
staðhæfði, að stundum gætu
þjófar sagt satt, og hann gerði
það núna, og hann betrumbætti
sögu lögregluþjónsins með því
að lýsa því með mikilli mælsku,
hvernig Mooney og hann hefðu
ráðgert og framkvæmt innbrot-
ið í tóbaksbúðina; en þar sem
ímyndunarafl hans var takmörk-
unum háð og greind hans jafn-
vel í enn ríkara mæli, varð
framkoma hans heldur aum-
kunarleg undir góðlátlegum en
þó hnitmiðuðum gagnspurning-
um Tutts. Hann varð því fljót-
lega svo flæktur í mótsögnum
að því er snerti þátt Mooneys
í framkvæmd verksins, að eng-
inn maður með heilbrigðri skyn-
semi mundi hafa dæmt hund
fyrir þjófnað á beini á grund-
velli framburðar hans. En ein-
um þætti framburðar hans varð
ekki þokað — að Delaney hefði
tekið hlaðna skammbyssu úr
vasa Mooney; og Delaney hafði
á engan hátt verið rengdur við
gagnspurningarnar. O’Brien
breytti í skyndi um bardagaað-
ferð. Hann átti ekki sinn líka í
herkænsku.
„Með leyfi dómarans," sagði
hann, „þá vil ég lýsa því yfir,
að mér finnst kviðdómendur
ekki hafa mikla heimild til að
dæma ákærðan á grundvelli
framburðar þessa vitnis. Með-
ákærður Mulligan er fyrrver-
andi refsifangi og samkvæmt
eigin játningu sekur í þessu
máli, og skýrsla hans er mark-
laus án staðfestingar annars
staðar að.
Framhald í næsta bla'Öi
Veldur Kjaradómur...
Framhald af bls. 198
og viðsemjendur valdir frá fleil'i
starfshópum en kennurum.
Ekki væri heldur ótrúlegt, að
reyndar yrðu nýjar starfsað-
ferðir við uppbyggingu launa-
kerfis, og á ég þar við svokall-
að starf&mat, sem nú ryðursér
til rúms hjá þroskuðum þjóðum
erlendis.
Að sjálfsögðu verður að þjálfa
menn hér frá stéttasamtökum í
reglum starfsmats og síðan að
beita þeim reglum réttlátlega.
Vafalítið myndi þá ró skapast
milli stétta, og sá innbyrðis
reipdráttur, um skiptingu þjóð-
arteknanna, sem nú er allt að
drepa, með öllu hverfa.
Látum því ekki undir höfuð
leggjast að hefjast nú þegar
handa um það að reyna starfs-
matsaðferðina, og koma á alls-
herjar starfsmati hjá öllum
launastéttum þjóðfélagsins.
Væntanlega sér núverandi
ríkisstjórn ágæti þessa og lætur
ekki á sér standa að bjarga
fjárhagshlið starfsmatsins.
Ö. S.
VÍKINGUR