Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1963, Side 20

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1963, Side 20
Konur hasla sér völl á fleiri og fleiri sviðum. Það fer þó heldur minna fyrir kvenlegum þokka £ skítugu vélarrúmi. Stína gamla heyrSi um það rætt, að á næsta sunnudegi yrði messufall. Ja, þá verð ég a.S reyna að fara til kirkju, því ég hef aldrei séð messu- fall fyrr. * Hættu aS kenna öSriun hvernig gott fólk á að vera. Reyndu aS vera það sjálfur. * Dómarinn: HvaS kom yður til að stela frakkanum, sem hékk fyrir ut- an búSardymar. Sakborningurinn: Það stóð skrifað á hann: Notið þetta einstaka trokifæri. » Lappi kom eitt sinn í banka og bað um 2000 króna lán. Hvaðatrygg- ingu hafið þér spurSi bankastjórinn. Kg á 3000 hreindýr. Hann fékk lániS og á tilsettum tíma kom hann og borgaði. Bankastjórinn sá, a'ð hann var með mikla peninga á sér. Hvers- vegna ekki að láta okkur geyma pen- ingana fyrir yður. „Saminn“ liugsaði sig um stundarkorm cn sagði svo.* Hvað eigið þér mörg hreindýr? * Norðmaður á fjallahóteli sá eitt sinn danskan gest festa skíðin öfug á sig. Afsakið þér snúið skíðunum öf- ugt. Þeim danska þótti illt að viður- kcnna vankunnáttu sína og svaraöi afundinn. Vitið þér kannske nokkuð hvaða leið ég ætla ÞaS bezta við hina gömlu góðu daga er að þeir koma aldrei aftur. 188 Hundurinn minn er óvenju gáfað- ur. Þegar ég spyr liann hvað tveir plús tveir mínus fjórir séu, svarar hann engu. Frívaktin Henrik Ibsen bjó eitt sinn í smá- bæ á Italíu. Einn morgnn var hann á gangi og reyndi að lesa hvað stóð á vegaskilti, en skiltið var svo hátt að hann sá það ekki. Hann spurði gamlan mann, sem gekk framhjá hvað stæði á skiltinu. Eg verð að játa, sagði gamli maður- inn, aö ég kann ekki heldur að lesa. Eins og kunnugt er, er reginmunur á málýzknm Bergenbúa og þeirra sem koma frá N-Noregi, sem eru drjúgiun harðmæltari. Eitt sinn var Harstaðmaður og Bergensari að mála úti á skipssíðu. Missti þá Norðlendingurinn neðri tanngarðinn í sjóinn. ‘ Allt í lagi, félagi, sagði Bergens- arinn, ég á eimnitt tanngarð, sem ég get lánað þér. Skaltu bara lireinsa hann upp. Daginn oftir þegar þeir liéngu útá skipssíðunni, spurði félagi hans hvemig tanngarðurinn passaði. Agætlega, svaraöi sá frá Harstað. En ég á bara svo vont að venja mig við Bergenmálýzkuna. * Astin mín, sagði unga konan. Já, hjartað mitt, svaraði eiginmaðurinn. Æ, ég veit varla hvemig ég á að koma órðum að því. Hvað er að, vina? Eg lield að við verðum bráðum þrjú í fjölskyldunni. Ertu nú alveg viss um það, hróp- aði maðurinn himinlifandi. Já, ég held það, mamma flytur til okkar á morgun. * Eg þekkti einu sinni mann, sem var svo fótrakur, að hann fékk vatn í hnjáliðina. Það var nú ekki mikið. Eg þekkti mann. sem hafði svo mikið vat.n í hnjáliðunum, að hann fékk bylgjur í hárið. i Þetta er þakklætið, sem aumingja kokkurinn fær, þegrar liann útvegar sér elds- neyti í „kabyssuna" um borð í skipi, sem er uppiskroppa með kol. YÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.