Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1963, Side 24

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1963, Side 24
að því að efni sem vitað er um að gerir taugar óvirkar, stöðvar vöxt vefja, þegar því er spraut- að inn í þá á þennan hátt. Von- ast er til, að frekari rannsóknir, með þessari aðferð muni leiða í ljós hlutverk og eðli tauga í endurnýjun. Áhrif tauganna fara ekki eft- ir, því hverskonar taugar er um að ræða, en fjöldi taugaþráð- anna er áríðandi. 1 salamöndru- lim, sem skorinn hefur verið í sundur eru um 2500 taugaþræð- ir í sárinu. Ef nokkuð af taug- unum eru gerðar óvirkar og taugaþráðunum fækkað um helming, eða niður í einn fjórða part, fer endurnýjun ekki fram. Hæfilegur fjöldi taugaþráða vinnur saman að endurvexti. Einstakur þráður kemur engu til leiðar. Ef ákveðinn fjöldi tauga er skilyrði fyrir endurnýjun í froski, getur þá skeð að þeir tapi hæfileikanum til endurnýj- unar með aldrinum, þrátt fyrir nægan taugafjölda, af því þær tapi smátt og smátt áhrifamætti sínum? Þetta getur hugsast, ef vefirnir á þroskaskeiði frosks- ins, verða ekki eins næmir fyrir áhrifamætti tauganna og þurfi þá orðið fleiri taugaþræði til að geta endumýjast en um er að ræða. Líka getur verið að tauga- þræðimir í vaxandi froski fjölgi ekki hlutfallslega eins mikið og magn hinna ýmsu vefja vex. Þannig getur hlutfall taugaþráða minnkað og orðið minna en þarf til þess að endumýjun geti átt sér stað. Nýjustu rannsóknir J. M. Van Stone við Princeton háskóla benda til þess að fjöldi taugaþráða í vaxandi froski minnki í hlutfalli við vöxt ann- arra vefja, og jafnmikið oghæfi- leikinn til endurnýjunar minnk- ar. Okkur hugkvæmdist að finna út, hvað kæmi fyrir, ef við fjölg- uðum taugaþráðum til endahins afskorna lims. Froskar eru sér- staklega hentugur til slíkra til- rauna; bolurinn er stuttur en limir langir. Auðvelt er að ná 192 í taugar afturfóta og leiða þær til framfóta og fjölga taugum þar. Við losuðum aðaltaugina og helztu greinar hennar frá að- liggjandi vefjum og skárum sundur við öklann. Síðan dróg- um við þráð undir skinnið á lærinu og kviðnum fram í stúf á framfæti. Síðan var þráður- inn festur við enda tauganna og þær dregnar fram í stúfinn án þess að samband þeirra viðmið- stöð taugakerfisins rofnaði. í hvert skipti endurnýjaðist lim- urinn við tilkomu aukins fjölda tauga. Vöxturinn varð mismun- andi að gerð og stærð en auðséð var að um lim var að ræða. Á rangurinn styrkir þá skoðun, að fjöldi tauga í fullvöxnum froski sé orðinn of lítill til þess að end- urvöxtur geti átt sér stað. Auk- inn fjöldi taugaþráða bætir úr því. Við vorum ekki fyrstir til að framkalla endurnýjun hjáfrosk- um. L. W. Polezhayer frá Soviet- ríkjunum og S. Meryl Rose við Ulinoisháskóla, höfðu náð á- rangri með því að ýfa upp sár afskorinna lima með sterkri salt- upplausn. Óreglulegur vöxtur ATHDGASEMD Framh. af bls. 185 við hvar sem er, öðrum verður ekki komið við nema viss skil- yrði séu fyrir hendi. Flest veið- arfæri skaða stofnana eitthvað og eru mismunandi kostnaðar- söm og mannfrek. Það er jafnvel gengið svo langt, að veiddur er smáufsi og smásíld, til þess að vinna úr fiskimjöl. Já, og stutt er síðan að mokað var upp í stóran tog- ara smáfiski, til þess að vinna úr fiskimjöl. Þorskanet eru notuð gengdar- laust með allt niður í 2” möskva. Og á næsta leyti er að veiða hvaða fisk sem er í nót, í stór- um stíl, hvar sem er, án þess að nokkrar reglur séu um rnöskva- stærð, og gjarnan notaðar upp- gjafa síldarnætur til ýsuveiða. kom í ljós auðsjáanlega limur Ef taugarnar voru skornar sund- ur þá hætti vöxturinn. Vel get- ur verið að miklar ýfingar gjöri vefina næmari fyrir áhrifum tauganna og að sá fjöldi tauga, sem fyrir er geti valdið endur- nýjun. Missir hæfileika til end- urnýjunar má því kenna minnk- uðum næmleika vefjanna fyrir áhrifum tauganna og í hlutfalli við það skorti á taugafjölda þar sem limur er af tekinn. Fram- köllun á endurnýjun lima á froskum, styrkir þær vonir, sem Spallanzini lét í ljós fyrir næst- um tveimur öldum og styrkir þann möguleika, að hægt verði að framkalla endurvöxt lima hjá æðri dýrum. En eru þá vonir um að þetta kunni að takast á mönnum, algjör fjarstæða? Gera má ráð fyrir, að hvert einasta líffæri hafi í sér fólginn hæfi- leikann til að endurnýjast, en þurfi einungis viss slcilyrði til þess, að harm komi fram. Höfundur Marcus Singer í Octoberhefti Scientific American 1958). Grímur Þorkelsson þýddi. Ofan á allt þetta bætist svo, að verið gætu í náttúrunni langt- um stórtækari „veiðimenn“ en við erum, með allri okkar tækni. Að þessu athuguðu, held ég, að allt gaspur um að banna dragnót sé hávaði um lítið mál, ef til vill það minnsta. Því ekk- ert veiðarfæri er eins staðbund- ið, þar sem henni er aðeins við- komið á örlitlu broti fiskimið- anna. Auk þessa er möskva- stærðin lögákveðin og mjög stórriðin. Ólafur Bjömsson. Grein þessi er of persónuleg, til þess að ég nenni að svara henni. Hins vegar hefur mér tekizt að koma á umræðum um dragnótaveiði, sem væntanlega verð- ur nokkurt framhald á í næstu blöð- um. Við hér hjá Víkingnum munum taka við greinum bæði með og móti dragnót, en þetta stórmál er nauðsyn að ræða i blaði sjómanna. Ö. S. VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.