Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1963, Qupperneq 12

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1963, Qupperneq 12
frá miðöldum gerð af sæfarend- um frá Katalóníu á Spáni. Portolankortin voru gerð eft- ir þekkingu, sem sæfarendum á- vannst í siglingum um Miðjarð- arhaf: Stefna og vegalengd milli útnesja var beinagrindin í þessum kortum, en landið á milli var fellt inn í eftir land- mælingum. Efir að kompásinn komst í not, urðu þessi kort furðu nákvæm. Til dæmis sýndu sum fjarlægðina milli Gíbraltar og Beirut sem 3000 portolan- mílur, eða 40,5 lengdarmínútur, en réttur lengdarmunur er 40,8 lengdarmínútur. Sérkenni portolankortanna voru stjörnur af beinum línum, þannig að kortið var allt strik- að af beinum línum, sem skár- ust sitt á hvað. Seinna meir höfðu portolankortin rose dei venti þ.e. vindrós, sem var und- anfari kompásrósarinnar. Þessi kort höfðu mælikvarða, og gerðu grein fyrir helztu hættum fyrir sjófarendur og hafnsögumenn. Kortin voru ekki með lengdar- eða breiddarbaugum, en nútíma flóa- og hafnarkort má upphaf- lega rekja til þeiri'a. Padron Real. — Sú vaxandi venja að safna þekkingu til kortagerðar, komst á fastan kjöl með Padron Real. Þettavar einskonar aðalkort, sem eftir 1508 var viðhaldið af Casa de Contratacion í Sevilla. Ætlast var til, að í því væru allar upp- lýsingar, sem til væru um jörð- ina, og var það byggt upp af gögnum sem sjófarendur komu með úr landafundaferðum. Eft- ir þessu korti voru kortin gerð, sem landkönnuðimir treystu mest á. 16. öldi/n er öld landfundanna miklu samfara hraðri þróun í kortagerð. Árið 1515 teiknaði Leonardo da Vinci sitt fræga heimskort. 1569 gefur Mercator út heimskort sitt eftir aðferð, sem síðan hefur verið við hann kennd, en þar er í fyrsta skipti tekið tillit til lögunar jarðarinn- ar á flötu korti. Mercator tókst þó ekki að fullkomna aðferð sína, en stærðfræðingurinn Ed- ward Wright fullsannaði mögu- leika hennar með rökum stærð- fræðinnar, sem standa óhögguð og eru notuð enn þann dag í dag. 1599 kom út bók Wrights um Mercatorfellinguna og stærð- fræði hennar. Kortagerðin er þá orðin vísindagrein byggð á stærð- fræðilegum grundvelli og líkur þar forsögulegri þróun korta- gerðarinnar. íslandskort. — Sjókortið skip- ar rnikið merkari sess í sögu íslands heldur en almennt er ljóst. í fyrsta lagi vitnar sjó- kortið um hið forna íslenzka heimsveldi. Elztu nothæf sjó- kort af íslandi eru frá því um 1750, en á mörgum þeirra korta er einnig mynd af Grænlandi. Eitt hið merkasta þeirra korta er að finna í bók trúboðans Hans Edge, sem út kom 1741. Á myncl þeirri, sem þar er aC Grænlandi eru að líkindum fleiri íslenzk staðarnöfn, heldur en á nokkru öðru Grænlandskorti. Kort þetta er því hin merkasta heimild um víkingaferðir, landa- fundi og landnám íslenzkra manna til forna, er víkingar lögðu undir sig höf og heims- álfur án þess að raska mjög við heimsveldastefnu annarra þjóða. í öðru lagi er sjálfstæðisbar- átta íslands skráð á sjókortið. Þar skipar sjókortið æðsta sess í sögu hins unga lýðveldis. Á sjókortið er og verður skráð barátta lýðveldisins fyrir land- helginni. í dag brjóta færri sjó- mílur af landhelgi íslands fleiri hlekki úr fjötrum heimsveldis- sinna, heldur en gerðist við landafundi til forna. Ef yztu útverðir hins íslenzka lýðveldis, þeir sem standa vörð um landhelgina eru búnir sömu skaphöfn og forfeður þeirra þurftu til landafunda að fornu, má líklegt telja, að á íslandi muni búa frjáls þjóð um ókomna tíma. íslendingar skulu virða sjó- kortið. * Lása var illa viö þá sem boröuSu mikið. Eitt sinn kom hann í flýti inn í matsalinn og segir: „AS éta og éta þaS er nú sem þeir geta, en að vinna, það cr nu minna.“ V, 4\ hyi I \ \ e>0 JriU Erastosthenes nneldi stærð jarðar þegar á 3. öid fyrir Krist. Ilann tók eftir því, að þegar sól var í hádcgisstað, var ákveðinn brunnur í Syen upplýstur, en í Alex- andríu 500 mílum norðar kastaði sólarijósið skuggum, er sólin var í hádegisstað. Hann ályktaði að þetta orsakaðist af bogaiögun jarðar, og jörðin Iiiyti því að vera kúlulaga. 180 YÍKINGUK

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.