Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1963, Page 6
GUÐLAUGUR SIGURÐSSON:
U
AU
Hákarlaveiðar voru um langt
tímabil veigamikill þáttur í at-
vinnulífi íslenzku þjóðarinnar
og gaf talsvert í aðra hönd. En
það var ekki heiglum hent, að
sækja þá veiði af kappi á litl-
um og ófullkomnum seglskipum,
er háðu oft harða baráttu við
hafís, hríðarbylji og stórsjó. En
hákarlaskipin þó lítil væru, voru
flest góð sjóskip og skipstjór-
amir afburða sjómenn. Helztu
hákarlamiðin voru það langt
undan landi. að þegar þangað
var komið sýndist landið að
mestu eða öllu sokkið í sjó, að-
eins hæstu fjallatindar er næst-
ir voru — voru til að sjá í
heiðskíru veðri eins og litlar
þúfur yzt við sjóndeildarhring-
inn. Fjölsæknustu hákarlamiðin
voru Strandagrunnið út af Homi
(Hornbjargi), Barðagrunnið út
af Barða vestan ísafjarðar-
djúps, Skagagrunnið út af Skaga
vestan Skagafjarðar. Grímseyj-
arsund milli Grímseyjar og Kol-
beinseyjar. Rauðunúpagrunn út
af Melrakkasléttu og fleiri.
Venjulega var farið til skips,
eins og það var kallað í byrjun
aprílmánaðar.
Hákarlaskipin voru sett á
land á haustin, skipshöfnin
flutti því í skipið uppi á landi,
oft var kuldaleg aðkoman.
Fyrsta verkið var að bera eða
draga eldivið í skipið og kveikja
upp í eldavélinni og hita vistar-
vem skipverja og svokaffið, sem
var að mestu fæðið á hákarla-
skipunum. Oftast voru 12 menn
á hverju skipi, 8 í lúkar en 4 í
káetu, skipstjóri, stýrimaður og
2 aðrir. Útgerð skipsins lagði
til, eldivið,, veiðarfæri, og beitu.
Skipshöfnin lagði til kaffi og ex-
port, hrísgrjón, baunir og ein-
hvern skammt af kjöti á mann,
hvað það var mikið man ég ekki.
Skipverjar höfðu í skrínukosti,
sykur og brauð, (svokallað
beinakex,) skonrok og smjörlíki,
sumir höfðu með sér að heiman
heimabakað rúgbrauð, smjör,
harðfisk og hákarl, en aðrir að-
eins harðabrauðið, sem kallað
var. Fæðið á hákarlaskipunum
var því fremur fábreytt eink-
um vegna þess að enginn sér-
stakur kokkur var ráðinn áþau
til að elda ofan í skipshöfnina.
Fæðið var því eingöngu kaffi og
brauð, þegar verið var að veið-
um, ekki tími til að elda annað,
og þá aðeins um hver vakta-
skipti. Matlíf var heldur skárra,
þegar legið var við land, þá var
einhver valinn úr hópnum til að
sjóða kjötsúpu eða baunir,
stundum var fiskað í soðið.
Næstu daga á eftir að skips-
höfnin flutti í skipið, var farið
að búa það til veiða, slá undir
seglum, stinga saman kaðla, end-
urnýja talíur, bika vanta ogveg-
línur,. endurnýja allt sem endur-
nýja þurfti, því næst voru veið-
arfæri og áhöld borin í skipið.
Að því búnu var skipið sett á
flot. Til undirbúnings þess var
vel vandað, skipið látið renna
fram á þar til gerðum hlunnum,
vel smurðum með grænsápu.
Trébúkkar hæfilega margir voru
hafðir undir báðum hliðum þess.
Svo kallaðir toppstagir voru
festir ofarlega um möstur
skipsins og strengdir út frá
þeim til beggja hliða til aðhalda
skipinu réttu á kjölnum, skip-
inu var svo ýtt á talíu og spil-
krafti fram í flæðarmál og
hrundið á flot, þegar henta
þótti. Það spáði fararheill ef
skipið rann teinrétt á flot, en
ugg og ótta ef því hlekktist eitt-
hvað á. Þegar skipið var komið
á flot, var farið að flytja í það
kjölfestu á skipsbátnum. Smá-
grjót var tínt saman í hrúgur,
þegar það var búið röðuðu skips-
menn sér með hæfilegu milli-
bili á svæðið milli grjóthrúg-
unnar og skipsbátsins og grjót-
inu kastað frá manni til manns,
þar til báturinn þótti fullhlað-
inn, var honum þá róið fram að
skipshlið og sami leikurinn hófst
á ný, að maður rétti manni upp
úr skipsbátnum og ofan í lest
skipsins. Þar til kjölfestan þótti
hæfilega mikil. Það var venja
eða lögboðin skylda að senda tvo
skipaskoðunarmenn um borð í
skipið til að athuga, hvort það
væri í haffæru standi, áður en
það legði úr höfn í fyrstu veiði-
för.
Ein slík skoðun er mér minni-
stæð. Það bar til tíðinda eitt
sinn er seglskipið „Siglnesing-
ur“ var albúið til veiða, að
tveir skipaskoðunarmenn komu
um borð, annar frá útgerðar-
félagi skipsins, hinn úr flokki
uppgjafa skipstjóra. Þegar þeir
voru komnir um borð hófu þeir
skoðunina með því að horfa vel
og vandlega upp í reiða skips-
ins, sennilega til að athuga
kaðla, talíur, seglaumbúnað og
fleira, að því búnu fór sá er var
frá útgerðinni ofan í aðra lúk-
ars-stigatröppu og leit þaðan yf-
ir mannaplássið í Lúkamum, en
hinn leit á meðan ofan í lestina
og lifrarkassana, svo gengu þeir
til káetu og settust þar að kaffi-
drykkju — Gestrisni íslenzkra
sjómanna stóð þeim sem öðrum
til boða. Sjálfsagt hafa þeir
YÍKINQUR
174