Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1963, Qupperneq 7

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1963, Qupperneq 7
undirskrifað skýrslu að lokinni skoðun um það, að skipið væri fært í flestan sjó. Svo mun líka hafa verið. Jóhann Jónsson frá Langhúsum, sem þá var með „Siglnesing“ leit ætíð vel eftir, að allt sem máli skipti væri sem traustast þó var ekki laust við að skipverjar hentu gaman að skipsskoðun þessarí og þætti lít- ið til hennar koma. Það tíðkaðist lengi að skip- verjar hlýddu á svokallaða sjó- mannamessu, áður en skipin létu úr höfn, það mun einnig hafa verið venja eða lögákveðið að leggja upp í fyrstu veiðiferð 14. apríl vor hvert. Þá var ekki beð- ið boðanna að láta úr höfn, ef veður leyfði. Þegar búið var að létta landfestum og hagræða seglum eftir vindi, var lesin sjóferðabæn. Því næst voru sett- ar vaktir þ.e. skipverjum var skipt í tvo jafna hópa. Skip- stjóri stjórnaði öðrum en stýri- maður hinum — kallaðir Skip- stjóra og stýrimanns vaktir. Vaktirnar skiptust á að sinna aðkallandi verkefnum á þilfari (dekki), hvort sem skipið var á siglingu eða við veiðar 6 klukku- tíma í einu og aðra 6 til hvíld- ar, þessi vaktaskipting hélzt alla vertíðina. Svo hófst kappsigl- ingin á hákarlamiðin, þá var skipverjum líkt innanbrjósts og þeim er hleypir rennivökrum gæðingi á sléttum vegi og var ekki laust við, að vegsauki þætti að vera á því skipinu er bezt sigldi, þá voru menn glaðir og reifir er siglt var í góðu leiði og kveðið við raust. „Sigla á fleyi og sofa í meyj- ar faðmi“ „ýtar segja yndið mest“ ,,og að teygja vakran hest.“ Þegar vindur tók að vaxa og dætur Ægis að ókyrrast, breyttu skipverjar um svip og vísu. þá var kveðið hárri röddu til að halda á sér hita. „Ægir tauta undir fer“ „augum gaut og leiðir sver.“ VÍKINGUE Hákarlaskip „remmbings fauta reiði ber“ „Ránar skauta dætur sér.“ eða „Nauðug veina nitarhjú" „nauðug leynist strindin" „hjarta af steini hefur þú“ „Hræsvelgs beinagrindin." Þegar kom fram á eitthvert af fyrrnefndum hákarlamiðum voru seglin felld, nema aftasta seglið (messinn), stjórafæri rennt og þannig legið fyrir föstu meðan veiði stóð og næði gafst. Stjóra- færið var legufæri (drekinn) með fjórum sterkum spöðum, er áttu að grípa í sjávarbotninn. Við það var festur svonefndur „forhlaupari,“ 25-30 faðmalöng liðleg keðja, við hana var svo fest stjórafærið, sem var gildur tjörukaðall, 300 faðmar að lengd. Við þetta var legið, meðan ver- ið var að fylla skipið, ef næði gafst, en hafís og stormar gerðu oft ónæði og þóttu illir gestir og spilla veiði eins og Hafliði skáld Finnbogason kvað m.a. í kvæðinu „Vesturförin." „Frið þó ringan fengu hér“ „fley um Lingbaksheiði" „Gnoðir kiúngum gamnar séi'“ „Grænlendingur leiði (ísinn) Þegar búið var að leggja skip- inu við stjórafærið og ganga vel og vandlega frá öllu þar að lút- andi, fóru vaðarmennimir að búa sig til að renna hákarlavöð- unum. Fyrst þurfti að beita vel og vandlega fyrir „Grána.“ Há- karlaöngullinn nefndist „sókn“ á efri enda sóknarinnar var sigurnagli, í hann var fest fjögra álna löng keðja nefnd sóknai'hlekkir, við efri enda keðjunnar var vaðsteinninn fest- ur með öði’um sigurnagla, nefnd- ur ístaðið. í hring á efri enda vaðsteinsins var bálkurnn fest- ur 4 álna langur gildur kaðall, við hann var hákarlavaðurinn hnýttur. Keðjan milli sóknarinn- ar og vaðsteinsins var höfð þar, vegna þess að Gráni skellti allt sem að kjafti kom nema jám. Eéttirnir sem „Grána“ voru ætl- aðir (en svo var hákarlinn oft- ast nefndur á sjómannamáli)’ voru hi’ossakjöt og selspik,. Voru hrossskrokkamir látnir úldna vel og rækilega, bezt þótti tak- ast, þegar ýlduþefurinn lagðist langar leiðir frá. Þegar hrossa- kjötið var orðið hæfilega úldið, var það saltað niður í föt eða tumxur, og látið í það sykur eða romm, sumir sögðu að hrossa- blóðinu væri hellt út yfir allt 175

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.