Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1963, Qupperneq 26
Við sólglit og hvíta bárufalda
Landnáma segir frá land-
námsmönnum í Skaftafellssýslu,
og ber þar hæst Ingólf Amar-
son, sem tók land við höfða
þann, er síðar er við hann
kenndur, Ingólfshöfði.
Hjöi-leif bar vestur að landi
við höfða, einnig sem við hann er
er kenndur, Hjörleifshöfða. Þar
féll hann fyrir þrælum sínum
og var heygður, svo sem Land-
náma segir. En Ingólfur varð
eigi langær í öræfum, eins og
sagan greinir, hann vildi eigi
bregðast trú feðra sinna. —
Það, að leita öndvegissúlnanna,
þar sem Goðin létu þær reka að
landi. — Það varð í vík einni
inn úr Faxaflóa, Reykjavík.
Þá getur Landnáma fleiri, svo
sem Ketils hins fíflska, er land
nam í „Skógarhéraði," það er
síðar heitir „Síða,“ og bjó að
Kirkjubæ.
Ketill var kristinn, og sagt
var, að þar mættu eigi heiðnir
menn búa síðan.
Þá er og Reynir Björn nefnd-
ur landnámsmaður, sem land
nam milli Hafursár og Kerl-
ingarár og bjó að Reyni.
Fleiri landnámsmanna getur
Landnáma í Skaftárþingi, þótt
eigi sé þeirra hér getið.
Öll var ströndin hafnlaus, þá
er landnámsmennina bar að
landi á þessu landssvæði, og út-
hafið vökult og ógnþrungið, er
vindar voru suðlægir sem tíðum
er enn í dag. Þá hefir þótt sýnu
meir skjól syðst í landnámi
Reynis Björns, því að þar er þó
eitt örnefni, sem „höfn“ er nefnt.
Það er Þórshöfn, sem er austan
undir Reynisfjalli og Þórshafn-
arklakkur. Heitir þar svo enn í
dag.
Svo byggðist héraðið, og land-
ið fékk nöfn eftir atvikum og
staðháttum þeim, er þess nutu
síðan. En hafnleysið hefir alla
tíð verið hið sama og þá, er hina
fyrstu landnema bar að landi,
aðeins hægt að ýta fleytu frá
„sandi,“ þá er staðvindur og
norðanáttir hafa ríkt. Og þess-
ar fleytur byggjenda Skaftár-
þings um aldir verið sniðnar
eftir vexti staðhátta. Það að
orka mannsins ein réði við far-
kostinn, hvort heldur var á sjó
eða við landtök. Skipin máttu
ekki vera stærri en svo, að þau
væru viðráðanleg vissri tölu
manna, sem með þau fóru, því
ávallt varð að búast við því, að
brimaði fyrr en varði.
Sjósókn við slíkar aðstæður
var mjög þröngur stakkur skor-
inn, og ekki mun hafa þótt fýsi-
legt að senda eða semja um
verzlun kaupskipa á þessari
hafnleysu í Skaftárþingi. Enda
urðu héraðsbúar allt fram und-
ir lok 19. aldar að sækja verzl-
un út frá héraðinu um óra vegu,
eyðisanda og máske óbrúuð
stórvötn, allt upp í 300 km vega-
lengd, svo sem til Eyrarbakka
og vestur yfir Hellisheiði. í
þessum ferðum var farartækið
aðeins hesturinn.
Það lætur því að líkum, að
slíkir erfiðleikar voru ekki á
allra færi að glíma við, og lítil
búbót myndi í dag þykja mörg-
um, það sem heim í hlaðið, fær-
VÍKINGUR
194