Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1963, Síða 42
imiimiiiiiiiiiiiiiimmiimmiimimmiiiimmiiiiiiiiiiimiimiiiiiimiiiMiiiiiiimmimi.i!
[ ORÐSENDING [
| frá Undanþágunefnd F. F. S. í. §
Útgerðarmenn og yfirmenn fiskiskipa skulu hér með =
5 varaðir við að reikna með framlengdum eða nýjum undan- =
= þágum um skipstjórn eða stýrimennsku skipstjórnarmanna =
= á skipum, sem þeir ekki hafa full réttindi á. =
Við athugun hefir komið í ljós, að f jöldi löggiltra yfir- S
= manna á landinu er margfaldur, miðað við þörf flotans =
= og verður því að álíta að mannaskortur á þessu sviði sé =
= ekki fyrir hendi, en auðvelt að ná til réttinda manna, sé S
= eftir þeim leitað. Jafnframt beinir nefndin þeirri áskorun =
= til þeirra manna, sem óska að hagnýta sín réttindi, að gefa =
= sig fram við skrifstofu F.F.S.Í., Bárugötu 11, Rvk., sem =
S niun þá benda á þá, þegar eftir undanþágum eða mönnum =
= er leitað. Nefndin.
iTiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiMiiiiiimiiiimiiiuiiiiiiiiiiiiiiiMiiiiiiiiiiiiiiiiiiiinTr
Víkingur síitbúinn.
Ritstjórar blaðsins biðja les-
endur afsökunar á því, hversu
blaðið er síðbúið að þessu sinni.
Stafar það af sumarfríi prent-
ara, svo og óvenju miklum önn-
um ritstjóranna í félagsmálum
sjómanna.
En við höfum orðið að sitja
mjög marga og langa samninga-
fundi undanfamar vikur.
DR/VGIMÓTAVEIÐI . . .
Framhald af bls. 187
byggjast í ár. Borgarstjóri og
borgarráð Reykjavíkur byggja
sína ákvörðun, að mæla með
dragnót í Faxaflóa á þessu
sumri, á ummælum Jóns Jóns-
sonar, að því er„ Morgunblaðið"
segir 7. maí.
„En þá er allt hvað þrennt
er.“ Það skeði svo á þessu herr-
ans vori, hinu IV á núverandi
tímabili dragnótar, og þess vís-
indalega eftirlits, sem henni
fylgir, að Aðalsteinn fiskifræð-
ingur lýsir því yfir, í útvarps-
viðtali við Stefán Jónsson frétta-
mann, útá miðum margnefnds
Faxaflóa, að úr þeim gögnum,
sem safnað hefur verið við hið
vísindalega eftirlit með dragnót,
sé óunnið ennþá, og óvíst hve-
nær unnið verði vegna mann-
eklu.
Þetta kom víst mörgum á ó-
vart, en ekki mér. Ég hef alltaf
litið svo á að vísindalegaeftir-
litið með dragnótaveiðunum væri
óframkvæmanlegt með þeim
mannafla og aðstöðu, sem fiski-
fræðingar okkar hafa, miðað við
það, að það geti varað við um
skaðsemi dragnótarinnar í tæka
tíð nema þá að leggja allar
aðrar sjávarrannsóknir til hlið-
ar, og þó varla fyrir það. Ekki
má þó taka þetta svo, að ég
vilji gera lítið úr okkar ágætu
fiskifræðingum og störfum
þeirra, nei! öðru nær, ég hef
mikinn áhuga á þeim og störf-
um þeirra, en veit þó að þeir
eru aðeins menn, sem ekki geta
afkastað ótakmörkuðu verki,
þótt segja megi að þeir hafi
nálgast það, en stjórnmálamenn-
irnir virðast reikna með að þeir
geti það, hvað sem aðstöðunni
líður.
Eftir þær upplýsingar, sem
frá fiskifræðingunum hafa kom-
ið, og hér að framan er getið,
verða þau rök stjórnmálamann-
anna léttvæg fundin, að skáka í
því skjóli að fiskifræðingamir
geta ekki sagt dragnótaveiðamar
skaðlegar, og byggja leyfisveit-
ingar á því eins og nú er gert.
Þeir ættu einnig að hafa það í
huga, að sömu menn geta held-
ur ekki sagt þær óskaðlegar.
Þess vegna væri stytting veiði-
tímans að þessu sinni sjálfsögð
varfærni af hendi stjórnmála-
mannanna, helst að stöðva veið-
amar, þar til hinn vísindalegi
úrskurður liggur fyrir, sam-
kvæmt þeim óunnu gögnum, sem
sögð eru fyrir liggja.
Ef við erum öll minnug þess,
hversu lífsafkoma þjóðarinnar
byggist að miklu leyti á sjávar-
afla, þá hlýtur sú spurning að
leita á hug okkar allra: Er okk-
ur nauðsynlegt að tefla svona
djarft í þessu máli? Er fjár-
hagsafkoma þjóðar og einstakl-
inga þannig að hún réttlæti
það? Er það eðlilegt og sann-
gjarnt, að taka ekkert tillit til
þeirra fjölmörgu smábáta, og
mannanna, sem á þeim eru, og
sem dragnótaveiðarnar byggja
útaf þeim miðum. sem eru við
þeirra hæfi, og þeim æskileg-
ust, og flæma þennan veiðiflota
út til hafs, eða uppí naust?
Ég leyfi mér að efast um, að
það séu margir, sem með góðri
samvizku geta svarað þessum
spurningum játandi.
Látrum 20/6 1963.
Þórður Jónsson.
4
Hann horfði á móður sína grciða
sér og spurði. Hcita þctta krullur,
sem þú ert með á höfðinu. Nei, vin-
ur, það eru bylgjur. Heitir það þá
strand> sem pabbi er með á höfðinu.
VÍKINGUR
S
210