Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1967, Blaðsíða 6

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1967, Blaðsíða 6
nægt með jarðneskum hlutum vegna þess að þessar þarfir eiga heima í hinu andlega eðli hans. Vandamál lífs og dauða, syndar, freistinga og falls þurfa með- höndlun sérmenntaðra manna, sem vita hvernig á að boða öðr- um það svar, sem kristin trú ein getur veitt. Fyrst og síðast höfð- ar The Mission to Seamen til þeirra, sem trúa á algjöra nauð- syn kristinnar trúar til þess að gera manninn hamingjusaman. Það er hlutverk kirkjunnar að meðhöndla andlegar þarfir manna. Sjómenn af mörgum þjóðum líta á fánann með mynd hins fljúgandi engils sem tákn þess, sem þeir vita bezt, tákn kristinn- ar vináttu, nærveru einhvers trausts og öruggs, sem þeir geta stigið fæti sínum á. Enn fremur er sjómannastofan þeim sem helgidómur þar sem þeir geta fundið til nálægðar Guðs og þar sem kærleikur hans er boðaður. . f' .. SPARISJÓÐUR VÉLSTJÓRA, Bá.rugötu 11 Síml 16593 Pósthólí 425 * Annast öll venjuleg spari- sjóðsviðskipti. Opið daglega kl. 13.30—17.30 föstud. 13.30—18.30 lokað laugardaga. SÍLDVEIÐARNAR Þau gerast nú tíðari strand- högg íslenzkra síldveiðisjómanna, á erlendri grund, ef svo mætti að orði komast. Þó strandhögg þessi séu ekki gerð til landvinninga eins og hjá forfeðrum vorum, þá hafa þau sinn tilgang samt. Þeir hafa nú þegar numið land á Shetlandseyjum, Jan Mayen og nú síðast á Spitzbergen. 1 sum- ar var farið lengra NA-eftir en nokkru sinni fyrr, eða allt norður undir 77 breiddarbauginn. Má marka vegalengdina á því, að þaðan er orðið styttri vegalengd til Norðurpólsins, heldur en heim til Islands. Eflaust má margt um þessar veiðar rita, og eftirlæt ég öðrum það, en margt kom þó fram við þessar veiðar, og get ég ekki stillt mig um að drepa á örfá atriði. í hinu sívaxandi kapphlaupi ým- issa þjóða um síldveiðarnar, meg- um við íslendingar ekki bíða lægri hlut. Rússar og nú í sumar Norðmenn hafa tileinkað sér nýj- ung í fiskveiðum á úthafinu með tilkomu móðurskipa, og náð stór- kostlegum árangri. Síldarflutn- ingaskipin okkar hafa þegar sannað tilveru sína, og minna hefði fiskast í sumar, ef þeirra hefði ekki notið við, en mikið vantar á svo viðunandi sé. Fleiri flutningaskip en voru á síðast- liðnu sumri, hefðu haft nóg að gera. Jafnvel kæmi til greina vinnsluskip, sem unnið gæti afl- ann í frost eða venjulega söltun. Tilfinnanlegurskorturvar í haust á beitusíld, og svo, að kaupa þurfti síld af Norðmönnum á okurverði, þar sem allt var upp- urið í landi. Olíuskip, sem hefði olíu, vatn og vistir, er mjög að- kallandi fyrir flotann. Það má segja að til stór vandræða hafi oft skapast, og jafnvel svo að hin minni skip hafa þurft að keyra í land, kannske 600—800 sjómílna vegalengd, eingöngu til þess að fylla tanka sína að nýju. Er hætt við ,að á þann veg verði dýr hver „Paddan“ á land komin. Flutn- ingar á ísvarðri síld til vinnslu í landi er það atriði sem keppa verður að, og ekki eyða öðru sumri í rannsóknir. Það hefur sannast, að ísvarin síld getur geymst all vel, þó kostnaðarhlið- in verði sennilega erfiðust, en ekki lifum viö af tómum ,,Grút.“ Sú mikla atvinna, sem af söltun leiðir, getum við ekki misst, og því síður þá markaði, sem við höfum aflað okkur á undanfar- andi áratugum. Þá kem ég að atriði, sem efst er á baugi hjá sjómönnum, er það varðandi læknisaðstoð. Það var fyrir velvild Rússa og Þjóðverja, að ekki fór ver en áhorfðist í nokkrum tilfellum síðastliðið sumar og haust, þegar sjómenn slösuðust eða urðu alvarlega veik- ir. Það er skýlaus krafa sjó- mannastéttarinnar, að læknir verði á miðunum, sem geti veitt aðstoð, ef með þarf. Hætt er við að sumum finndist nokkuð langt að leita læknishjálpar, ef skreppa þyrfti vegalengd eins og frá Is- landi til Noregs, sjóleiðina. Milli 4. og 5. ágúst í sumar gerði vonskuveður á miðunum SV af Spitzbergen, og leituðu skipin skjóls upp undir eyjarnar. Fljótlega kom þá í Ijós, eftir að skipin nálguðust landið, að þar «----------------------------------------8 Eflir Alex Schiöih «• 262 --------» VÍKINGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.