Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1968, Síða 1
-5-
_ifomannay_
VÍKINGUR
* *
Z//<ycjancll: (Uarmanna- oef (3iólitnannaSanihaml Ji)*(anill
Ritstjórar: Guðm. Jensson áb. og Örn Steinsson.
11.—12. tbl. 1968
blaÉié
XXX árgangur.
mmmmmmmmrmmimmmmmmmmrmmrmmmmmrmmrmmmmimmfímimmmimmmmm
GUÐM. JENSSON:
SJÓMANNABLAÐIÐ
VÍKINGUR 30 ÁRA
Vi<5 þessi áramót lýkur þrítug-
asta árgangi Víkingsins.
Þeir menn, sem áttu hugmynd-
ina aM stofnun fyrsta málgagns
sjómanna, voru auöugri að hug-
sjónum en veraldlegum gæðum.
Þegar á fyrsta þingi Farmanna-
sambandsins 2.—8. júní 1937
haföi Þorgrímur heitinn Sveins-
son skvpstjóri framsögu um mál-
ið.
Hann vakti athygli á nauðsyn
þess, að sjómannastéttin ætti sitt
eigiö málgagn, þar sem hún gæti
rætt og túlkað sín eigin áhuga-
mál, án þess að vera háð duttl-
ungum pólitískra flokka.
. .Þriggja manna nefnd, sem
vann ótrauðlega að því að færa
þessa hugsjón til veruleikans,
skipuðu þeir Hallgrímur Jónsson
vélstj. Guðm. H. Oddsson skipstj.
og Henry Hálfdansson, skrif-
stofustj. Slysavarnafélags Is-
lands.
Freistandi væri að telja nöfn
nokkurra þeirra, sem unnu af
ódrepandi elju og atorku að því
að hefja útgáfu blaðsins, en þar
eru minnistæðastir Ásgeir heit-
inn Sigurðsson skipstj., Grímur
heitinn Þorkelsson skipstj., Kon-
ráð Gíslason kompásasmiður,
Þorsteinn Árnason vélstj., Þor-
varður Björnsson yfirhafnsögu-
maður, Sigurjón Einarsson skip-
stj. og Friðrik heitinn Halldórs-
son loftskeytam.
Margir fleiri lögðu hönd á plóg-
inn og yrði of langt mál aö rekja,
en segja má að fjöldi manna úr
sjómannastétt hafi með ráðum
og dáð stuðlað að því, að Víking-
urinn varð að veruleika. Eru þá
margir ónefndir, sem vissulega
eiga miklar þakkir skildar.
Frá upphafi hefur blaðið gegnt
tveim hlutverkum í senn; annars-
vegar að flytja greinar um á-
hugamál sjómannastéttarinnar
og fræðandi greinar um málefni
sjávarútvegsins, og hinsvegar
efni til skemmtilesturs þannig, að
hinir fjölmörgu lesendur finndu,
sem flestir, eitthvað við sitt hæfi.
Hefir hér oft verið úr vöndu
að ráða, því takmarkið hefur á-
vallt veriS að hafa blaðið sem
fjölbreyttast að efni, enda þótt
árangurinn hafi að sjálfsögðu
stundum verið nokkuð misjafn
eins og gengur og gerist.
Á okkar mælikvarða mun Vík-
ingurinn frá upphafi mega telj-
ast þó nokkuð verðmætt blað, sem
heldur gildi sínu og er girnilegi
til fróðleiks fyrir þá, sem leita
vilja fanga um heimildir að ýms-
um málum, sem bæði snerta fisk-
veiðar, farmennsku og ýms fram-
faramál sjávarútvegsins.
Mun tæplega ofmælt, að Vík-
ingurinn hafi yfirleitt látið sig
varða, að meira og minna leyti,
öll þau mál, sem fram hafa verið
borin sjómannastéttinni og þar
með þjóðinni til heilla og fram-
fara, og alloft átt þar frumkvæð-
ið. Skömmu eftir að Víkingurinn
hóf göngu stna, hófst ófriðurinn
m. a. á hafinu, sem landslýð og
ekki sízt mörgum sjómönnum er
ekki úr minni liðinn.
Fólk er yfirleitt gleymið á hlut-
ina, en þjóðin og ekki sízt sjó-
mannastéttin mætti minnast
þess, að Víkingurinn studdi öll-
um málgögnum fremur málstað
hennar eftir mætti á striðstímun-
um og vakti athygli alþjóðar á
þeirri baráttu, sem hún háði á
hafinu. Mun blaðið allgott heim-
ildarrit um störf sjómannanna
frá þeim tímum.
Framhald á bls. 37U.
mmmmmrmmrmmmmmrmmmjmmmmímmmmmmmmiMmmmmmmmmíMmmmmw
aróœ
It h omavi di ar!