Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1968, Page 9

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1968, Page 9
fellskrók, sem næst í VNV í 20 mínútur, beygi þá til stb. á NV til N og færi mig út á fyrstu súlu og toga undan henni ljósri, þar til Klofinn á stutt eftir að Helgafelli, eða sem næst 25 mínútur, færi mig þá út á tvær súlur vel ljósar og toga undan þeim þannig, þar til Klofanum veitir suður af Helgafelli, beygi þá rólegan snúning út á þriðju súlu. Þetta er að verða tveggja tíma tog allt með hrauni og líklegt að vart gæti orðið, sérstaklega ef lítið hefur verið togað þarna. Við híf- um upp og fáum tvo poka af þorski. Nú er haldið áfram að toga og kasta ég nú inn í SSA og læt Klof- anum veita suður af Helgafelli. Það eru 40 fðm. Þegar önnur súla hverfur, beygi ég til stjb. á SSV og held þar innáfyrstu súlu, beygi þá rólegan snúning til Stjb. og það alla leið upp á NNA. Þegar önnur Súla er komin fram, held ég austur, þar til Klofinn er kom- inn yfir Helgafell. Er þá beygt til bakborða og látið síga út á þriðju Súlu og haldið á hana. Áð- ur en lengra er farið vil ég geta þess, að þessi snúningur inn í hraunið, sem ég var að fara, er kallað að toga inn á suðurslóð Akurnesinga, og sem þeir að lík- indum hafa fundið. Við höldum þá áfram með tog- ið og togum í ASA á þriðju súl- unni. Þetta er langklártaf hrauni, þegar baujan, sem ég kastaði við fyrra holinu er komin mitt á milli Vífilfells og Helgafells, beygi ég inn á hana og toga lang- leiðina að henni og hífi þar upp og fáum aftur tvo poka, má vera að suðurslóðin eigi sinn þátt í því að svona vel tókst. Til skýringar á að ég togaði ekki til baka fyrra holið, þar sem ég fékk tvo poka er sú, að í henni Faxabugt er fiskur mjög dulur eins og gömlu mennirnir kölluðu það, eða öðru nafni brellinn, sér- staklega átti það við ef fiskurinn var stór þorskur, og oftastnær var það sú tegundin, sem hélt sig með hrauninu og krikum og rennum þess, og var það því eins VÍKINGUR líklegt hefði ég kastað á sama að við hefðum ekki fengið kvikindi aftur. Ég held að hann hafi verið brellnastur seinni part sumars og að haustinu til. Það hefur farið langur tími, fyrst í baujustússið og síðan að hafa tvö löng hol og innað Múla- hrauni verð ég að vera kominn fyrir sólsetur, og kasta ég því innum með baujuna á stjb. á 29 fðm., fer á því dýpi fyrir Hval- fellshornið eins og það er kallað, og held á Helgafell með austasta hnúkinn yfir. Þegar komið er inn á Bláskeggsdal er beygt út í hraunið til stjb. og hnúkurinn látinn verða vel suðurhallandi, og þannig dregið inn eftir á flötu hrauni, þar til 10 mínútna tog var eftir í Eyrarfjallið, þá var beygt til bakborða og hnúkurinn látinn koma yfir Helgafell og þannig dregið langleiðina inn múla eða nánar tiltekið þar til Hakið á Rennuhálsinum kemur innundan Akrafjalli. Er þá komið að svo- nefndum Hámúlakletti, það verð- ur að vera milli hnúka þegar far- ið er fyrir hann, sem er 10 mín- útna tog, og er baujan, sem ég setti fyrst út við hann að innan- verðu. Við erum nú komnir inn Múla og stutt í sólsetrið. Við hífum því upp eftir mjög fiskilegt tog og fáum 3 poka. Nú verður að hafa snör hand- tök, því yfirleitt eru það þrjú næstu hol, sem skapa fiskiríið og sem setja svip á túrinn. Við köst- um því út í hraunið að innan- verðu við Múlaklettinn og bauj- una og allt teiknar þetta vel. Sól- in sést um leið og farið er fram- hjá baujunni og þá um leið farið yfir hraunkantinn. Það er togað í 10 mínútur V-N. Þá er haldið NV þar til baujan kemur í endann á Eyrarfjalli, þá er togað undan henni þannig eða á hálfum Rennu- hálsinum eins og það var kallað og haldið fyrir Klofabaujuna á stjórnborða. Þetta er 45 mínútna tog, þá var beygt vel á stjórn- borða og baujan látin bera í V-ið sem er á milli Akrafjalls og Rennuháls að ofan og undan því. 325

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.