Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1968, Side 25
allir hljóta að taka þátt í því með
einum eða öðrum hætti. Hlaðar
af tunnum umkringja strand-
lengjuna, á bryggjum og plönum.
Söltunarstöðvarnar eru gjarnan í
miðjum bænum, og bræðslurnar,
því miður, líka. Það er annars
furðulegt, hve blindir margir
ráðamenn hér á landi eru, að
■Hanii var sjómaður dáðadrengur.“ Ekki er að furða þótt upplit verði á ungu stúlkun
um, þegar svona fríður hópur stígur á land.
hlaða þessum daunillu stassjón-
um í miðja bæina, rétt við nefið
á íbúunum.
Handagangur í öskjunni.
Þegar síldin berst að landi, er
nú heldur en ekki líf í tuskunum.
Bátarnir liggja í röðum og spúa
hafsilfrinu upp á plönin, þar sem
röskar hendur taka við. Þar er
handagangur í öskjunni. Þar
stendur fjallmyndarlegt kvenfólk
í fífilgulum svuntum og saltar í
tunnur, saltar og saltar.
Þær eru svo önnum kafnar,
blessaðar, að þær virða ekki veg-
farandann viðlits, hversu mjög
sem hann kann að þrá hýrt
augnatillit. Maður skammast sín
fyrir að ganga iðjulaus á slíkum
stöðum.
Margar síldarstúlknanna eru
aðkomandi, frá Reykjavík og
öðrum byggðarlögum, margar á
skólaaldri. Þær eru brúnar á
vanga, sem væru þær nýkomnar
frá Mallorca, og rösklegar í fasi.
Til sjávar og sveita má finna
hinn þrekmikla æskulýð kaup-
staðanna að hollu starfi í þágu
atvinnuveganna. — Samt virðast
viss kennsluyfirvöld helzt telja
það til bjargar þjóðinni að stytta
sem mest sumar þessa unga fólks
og kúldra það sárleitt á skóla-
bekk, meðan hið lífræna atvinnu-
líf ólgar umhverfis það á stuttu
norrænu sumri.
En þótt líf sé í tuskunum, þeg-
ar söltunin stendur sem hæst, er
það sízt minna í landlegum. Þá
liggja e.t.v. 80 til 100 inni í hvor-
um hinna stærstu Austfjarða-
kaupstaða, Seyðisfirði og Norð-
firði. Höfnin er sem skógur yfir
að líta, skipin með öllum regn-
bogans litum, gul, græn og blá —
„gerð af meistarahöndum."
„Hann var sjómaöur, dáða-
drengur.“
Það er upplit á ungu stúlkun-
um, þegar nokkur hundruð ungra
og vasklegra manna stíga á land,
og þær eru fljótar að þurrka
framan úr sér síldarhreystrið.
Hér er margur „sjómaður, dáða-
drengur," og auðvitað „drabbari
eins og gengur." Danshúsin selja
inn nokkrum hundruðum fleira
en hóf er á, dansinn dunar, það
er trallað og tvistað. Stundum
verða auðvitað smá hrindingar
og pústrar í öllum þrengslunum
— en hvað er að fást um það, hér
rennur víkingablóð í æðum, og
sjaldan fylgir fjandskapur pústr-
inum, né ævinlöng ást glöðum
skyndifundum. Bítlatónar og há-
vær raddkliður berst út yfir
fjörðinn og bergmálar í bröttum
hlíðunum.
En þegar líður fram á nóttina
þagna raddir og tónar, og lognið
og þokan ríkja ein í djúpumfirð-
inum.
VÍKINGUR
341