Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1968, Blaðsíða 25

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1968, Blaðsíða 25
allir hljóta að taka þátt í því með einum eða öðrum hætti. Hlaðar af tunnum umkringja strand- lengjuna, á bryggjum og plönum. Söltunarstöðvarnar eru gjarnan í miðjum bænum, og bræðslurnar, því miður, líka. Það er annars furðulegt, hve blindir margir ráðamenn hér á landi eru, að ■Hanii var sjómaður dáðadrengur.“ Ekki er að furða þótt upplit verði á ungu stúlkun um, þegar svona fríður hópur stígur á land. hlaða þessum daunillu stassjón- um í miðja bæina, rétt við nefið á íbúunum. Handagangur í öskjunni. Þegar síldin berst að landi, er nú heldur en ekki líf í tuskunum. Bátarnir liggja í röðum og spúa hafsilfrinu upp á plönin, þar sem röskar hendur taka við. Þar er handagangur í öskjunni. Þar stendur fjallmyndarlegt kvenfólk í fífilgulum svuntum og saltar í tunnur, saltar og saltar. Þær eru svo önnum kafnar, blessaðar, að þær virða ekki veg- farandann viðlits, hversu mjög sem hann kann að þrá hýrt augnatillit. Maður skammast sín fyrir að ganga iðjulaus á slíkum stöðum. Margar síldarstúlknanna eru aðkomandi, frá Reykjavík og öðrum byggðarlögum, margar á skólaaldri. Þær eru brúnar á vanga, sem væru þær nýkomnar frá Mallorca, og rösklegar í fasi. Til sjávar og sveita má finna hinn þrekmikla æskulýð kaup- staðanna að hollu starfi í þágu atvinnuveganna. — Samt virðast viss kennsluyfirvöld helzt telja það til bjargar þjóðinni að stytta sem mest sumar þessa unga fólks og kúldra það sárleitt á skóla- bekk, meðan hið lífræna atvinnu- líf ólgar umhverfis það á stuttu norrænu sumri. En þótt líf sé í tuskunum, þeg- ar söltunin stendur sem hæst, er það sízt minna í landlegum. Þá liggja e.t.v. 80 til 100 inni í hvor- um hinna stærstu Austfjarða- kaupstaða, Seyðisfirði og Norð- firði. Höfnin er sem skógur yfir að líta, skipin með öllum regn- bogans litum, gul, græn og blá — „gerð af meistarahöndum." „Hann var sjómaöur, dáða- drengur.“ Það er upplit á ungu stúlkun- um, þegar nokkur hundruð ungra og vasklegra manna stíga á land, og þær eru fljótar að þurrka framan úr sér síldarhreystrið. Hér er margur „sjómaður, dáða- drengur," og auðvitað „drabbari eins og gengur." Danshúsin selja inn nokkrum hundruðum fleira en hóf er á, dansinn dunar, það er trallað og tvistað. Stundum verða auðvitað smá hrindingar og pústrar í öllum þrengslunum — en hvað er að fást um það, hér rennur víkingablóð í æðum, og sjaldan fylgir fjandskapur pústr- inum, né ævinlöng ást glöðum skyndifundum. Bítlatónar og há- vær raddkliður berst út yfir fjörðinn og bergmálar í bröttum hlíðunum. En þegar líður fram á nóttina þagna raddir og tónar, og lognið og þokan ríkja ein í djúpumfirð- inum. VÍKINGUR 341
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.