Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1968, Blaðsíða 28

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1968, Blaðsíða 28
„Þetta hlýtur að vera kaupbætir nteð þvottefninu, maður minn!“ „Ja, þvi segi ég það,“ sagði Elín gamla, „að allur þessi hávaði með vetnissprengjur, rakettur og flaug- ar, það hefur bara ólukku í för með sér; þar á meðal að byrjað verður að skammta kaffið." * Matglaður Dani kom inn í matsal og sagði við þjóninn: „Ég er hræddur um að verða sjó- veikur. Hvað ráðleggið þér mér að borða?“ „Það, sem ódýrast er,“ svaraði þjónninn rólega. * „Ég grét eitt sinn, af því að ég átti ekki skó á fæturna, — þar til ég sá mann sem ekki hafði fætur.“ VAKTIN Tveir ungir ástfangnir piltar leit- uðu ástar hjá sömu stúlkunni og hitnaði svo í kolunum að engin lausn var finnanleg nema einvígi með skammbyssum. Snemma morguns mætti annar þeirra með einvígis- vottmn sínum á fyrirfram ákveðn- um stað í skógarrjóðri. Mótaðilinn sást hvergi, en allt í einu komu þeir auga á bréf, sem var fest við eitt tréð. Það var frá hinum og í því stóð: „Ef ég kynni að koma of seint, skaltu ekkert vera að bíða, — skjóttu bara!“ * Mannkynssagan er alltaf í styrj- öldum, sem enginn trúði að nokk- urntíma mundi ske. * Sannur og góður nábúi er sá, sem brosir til þín yfir girðinguna, — en klifrar ekki yfir. Móðirin lagði af stað til gamla skólans, með sjö ára gamlan son sinn, sem var að hef ja skólagöngu, og tók með sér tvíburana sína f jög- urra ára. Þegar hún kom í skólann, sá hún að skólastjórinn var enginn annar en gamli reikningskennarinn henn- ar. Hann þekkti hana þegar í stað og heilsaði henni vinalega. „Það var svei mér gaman að sjá þig aftur, Maria,“ sagði hann. „Og ég sé að þú hefir loksins lært að margfalda!“ * Það var „audiens" hjá Jóhannesi páfa. Nokkrir kardinálar tóku eftir því að Ameríkana hafði tekist að króa páfann af úti í horni og ræddi ákaft við hann. Þeir lögðu eyrun við og heyrðu Ameríkanann segja: „Já, og þá gef ég yður 10 milljón dali yðar heilagleiki." „Já, ég skil,“ svaraði páfinn, „en ég get því miður ekki tekið á móti því fé, herra minn.“ Þegar Ameríkaninn var farinn, sagði einn kardinálinn: „Við heyrð- um að Ameríkaninn bauð að gefa yðar Heilagleika 10 milljón dali. Hugsið yður hversu margt gott mætti gera fyrir slíka fjárhæð." „Það getum við eflaust,“ svaraði páfinn brosandi. „En fyrir þessa upphæð vildi hann fá mig til að sleppa amen-inu í kirkjubæninni, en setja coca-cola i staðinn!“ * Gamli kennarinn í bekknum var að útskýra þríeininguna fyrir börn- unum, en þeim gekk illa að skilja. Loks taldi hann sig hafa fundið góða samlíkingu, sem mundi duga: „Takið nú eftir; á virkum dögum er ég skólakennari, á sunnudögum er ég meðhjálpari í kirkjunni, — og þó er ég alltaf sami Lárus!“ „Má ég bjóða yður einn Pínulítinn. VÍKINGUR 344
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.