Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1968, Blaðsíða 39

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1968, Blaðsíða 39
HVAÐ ER NETFLOTUR? Eftir Sigfús Magnússon. ^ Ég hef skýrt netflöt þannig. 1. Netflötur er net með fullopna möskva. 2. Möskvi er fullopinn, þegar langskurður möskvans er sama og þverskurður sama og stórhlið. 3. Þegar fullopnir möskvar eru sannanlega til staðar í öllu netinu þá er netið flötur eða fullunnið net. 4. Reikningur fyrir netflöt, heyrir undir rétthyrndan þrí- hyrning. Menn telja mig alvarlega geð- bilaðan fyrir þessi skrif mín í Víkinginn. Til þess að geðjast lesendum, vil ég viðurkenna, að ég er ekki alls kostar laus við þessa veiklun, ég hef skapgalla, sem heyrir undir geðtruflun, ég er ákaflega bráður, t. d. þegar mér finnst kominn tími til þess, að senda bréf í Víkinginn, byrjar það venjulega með því, að ég fer að hugsa um þessa dæmalausu smán, sem net hefur orðið fyrir, vegna vísindamennsku lærðra manna, að enginn þeirra hefur tekið eftir því að net, eitt allra efna, hefur ekki átt reiknanleg- an flöt og ég verð strax ösku- vondur og fer að skrifa bullandi skammir. Þá gengur mér sæmi- lega að koma orðum á blað. En líklega er það vegna leti, að ég nenni ekki að vera reiður nema stutta stund í einu, svo þeg- ar ég átta mig á því, að ég hef verið í kasti, þá tek ég blaðið og sting því ofaní skúffu. Það er hvort eð er ekkert aðkallandi að senda bréf í Víkinginn. Svo eftir viku eða mánuð dett- ur mér í hug að koma þessu bréfi saman, þá tek ég blaðið og athuga VÍKINGUR Sigfús Magnússon. hvað ég hef skrifað. Það ber ekki á öðru, þetta eru rækilegar skammir og verðskuldaðar. En hver á að fá allar þessar ágætu skammir. Það er lóðið. Þegar ég er ekki í kasti, er ég sanngjarn inn við beinið og lík- lega vilja allir þessir menn, sem um þessi mál fjalla, gera sitt bezta, athuga bara ekki, að veið- arfæragerð úr neti, er þeim al- gjörlega lokuð bók. Það er nákvæmlega sama, hvað þeir hafa lært og hvað gáfaðir þeir eru á öðrum sviðum. Þeir kunna ekki að reikna net- flöt eða vinna hann upp og þessi vanþekking fer með vísindin og uppfinningarnar útí veður og vind. Svo reyti ég utan af þessum skömmum, svo þetta er ekki svip- ur hjá sjón, þetta sem stendur í Víkingnum, hjá því sem fór í ruslafötuna. Ég hef verið spurður að því, hvað eiginlega ég meini, með þess- um skrifum. Menn skilja hvorki upp eða niður í því, sem ég er að segja. Þá er það fyrst, og ég hef sagt það áður, ég er að reyna að vekja umtal um þessi bréf. Það verður varla sagt, að ég hafi reynt að gera mig vinsælan með þessum skrifum. Ég hef haft orð á mörgum fræðilegum niðurstöðum í neta- gerð sem menn skilja hvorki upp eða niður í, sem engin von er til, þegar á það er litið en engum hefur komið til hugar að þekking á netfleti er aðaluppistaðan í verkfræðilegri netagerð. Ég hef í öll þessi ár mikið rætt um netfleti, sem ég hef kallað fullunnið net og hvernig allt bendir til þess að veiðarfæri sem eru dregin, svo sem vörpur og einnig snurpunætur, séu unnar þannig að þær myndi rétta fleti. Ég get ekki dregið til baka neitt af því, sem ég hef sagt í Vík- ingnum og látið það vera sem ósagt væri. Ég er að segja furðulega hluti, sem líklega eiga sér enga hlið- stæðu í veraldarsögunni, um há- lærða menn, sem eru með margs- konar ágizkanir og tilburði, sem þeir kalla vísindalegar tilraunir í veiðarfæragerð úr neti, en vita ekkert að hverju þeir eru að leita. Koma aldrei að sjálfu úrlausnar- efninu, sem er verkfræðileg neta- gerð og er netflötur frumatriði fræðanna. f síðasta bréfi réðist ég með nokkurri frekju á hr. skipaskoð- unarstjóra Hjálmar Bárðarson, vegna nótarteikningar hans í Morgunblaðinu. Það var ekki vegna þess að þessi teikning væri neitt frábrugðin öðrum netteikn- ingum, heldur vegna þess að þarna kom fram óvéfengjanlegur netflötur, framsettur af listfengi af þjóðkunnum manni. Þegar dúkur er lagður á gólf, klæðir dúkurinn jafnstóran flöt og hann myndar sjálfur. 355
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.