Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1968, Síða 43

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1968, Síða 43
I rússneska kaupskipaflotanum eru seglskip sem skólaskip talin ómissandi við þjálfun sjómanns- efna í praktiskum greinum. Sennilega á engin önnur þjóð jafnmörg seglskip, sem notuð eru til að þjálfa æskumenn. Vorið 1967 voru sjö stór segl- skip í notkun við þjálfun sjó- mannsefna fyrir kaupskip auk þriggja stórra vélknúinna skóla- skipa. Þá hefur rússneski sjóher- inn yfir allmörgum skólaskipum að ráða, flest þeirra eru þriggja mastra skonnortur. Meðal ann- arra er ,,Kodor“ með 500 tonna særými. Þetta skip á 9 systur- skip. Fram að seinni styrjöldinni áttu Rússar aðeins eitt segla- skólaskip. Það hét „Tovaristj,“ smíðað 1892 í Belfast og hlaut þá nafnið „Lauriston," en kom til Rússlands árið 1919. Á síðari hluta annars áratugsins var skip- ið notað sem skólaskip á Svarta- hafinu og var þá undir stjórn hins fræga seglskipastjórnara, uppeldisfræðings og rithöfundar, Lumanov að nafni. Öðru hverju sást skipið einnig í ferðum í lengri ferðalögum. Skipið fórst árið 1944. Eftir seinni heimsstyrjöldina fengu Rússar ekki færri en fjóra stórsiglara, sem teknir voru af öxulveldunum. Meðal þeirra var ítalski fullriggarinn „Cristoforo Colombo," sem smíðaður var árið 1928 og dálítið minni en systur- skipið „Amerigo Vespucci." — Skipið var staðsett í Svartahaf- inu og hefur ekki sézt annars- staðar síðan Rússar tóku við skipinu árið 1949. Frá Þýzkalandi fengu Rússar meðal annars tvö stór fjórmastra barkskip, sem voru skírð „Sedov“ og „Krusenstern.“ Síðar nefnda var smíðað árið 1921 í Kiel og hét þá „Magdaline Vinnen.“ Var skipið þá stærsta seglskip veraldar eða 3817 brúttótonn. Síðar var skipið skírt „Kommo- dore Johnsen“ og var notað sem skólaskip í vöruflutningum fyrir Norddeutseher Lloyd. „Sedov,“ sem er 3064 brúttótonn, var smíð- að eins og „Padue,“ í Weser- miinde árið 1926 fyrir útgerðar- fyrirtækið F. Laeisz í Hamborg. Talið er að báðir þessir stór- siglarar séu enn í notkun sem sjóhersskólaskip. Síðast sáust þau 7. marz árið 1965, þegar þau sigldu bæði suður á við gegnum Eyrarsund, knúin áfram af hj álparvélunum. Þekktasta skólaskip kaupskipa- flotans nú er hið þrímastraða barkskip „Tovaristj II,“ sem áð- ur hét „Gorch Fock“ með 1350 tonna særými, smíðað 1933 í Hamborg fyrir þýzka sjóherinn. Rússneskt skólaskip a f nýrri gerft'. VlKINGUR 859

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.