Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1968, Page 45
Skólaskipið „Kapella“ frá Riga.
gott tækifæri til að kynnast sjó-
mannsstarfinu. — Framundan
Góðrarvonarhöfða lenti skipið í
ofsaveðri og varð löngum að
halda upp í. í þessu sama veðri
fórst seglskipið „Pamir.“
„Tovaristj" missti mikið af
seglum, einum bát týndu þeir, og
loftnetið rifnaði niður. Það síðast-
nefnda var einna alvarlegast, því
að loftskeytastöðvarnar í Moskva,
Odessa og rannsóknarstöð Rússa
í Suður-lshafinu misstu sam-
band sitt við skipið. Loftskeyta-
stöðvarnar í Melbourne og Dur-
ban töldu skipin af.
En meðan á þessu stóð hentist
skipið til og frá í hinum æðis-
gengna sjó. Skipslæknirinn, Ser-
gei Anistjeno, komst í þann
vanda, meðan á þessum gaura-
gang stóð, að þurfa að taka botn-
langan úr einum skipsmanna.
Til að geta athafnað sig við
skurðborðið vegna veltings, varð
hann að binda sig fastan viðborð-
ið. 17—18 ára gamlir nemendur
lögðu sig í hættu við að koma upp
loftnetinu á ný. Þetta tókst, en
menn geta ímyndað sér að sveifl-
urnar, sem þeir fengu hátt uppi
í möstrunum hafa ekki verið neitt
litlar og betra að vera ekki mjög
lofthræddur.
Minnsta gerð' seglskólaskipa Rússa.
Eftir seinna stríðið fengu
Rússar fjöldann allan af tréskip-
um. Voru mörg þeirra smíðuð í
finnskum skipasmíðastöðvum. —
Sum þessara skipa eru nú notuð
sem skólaskip og önnur sem haf-
rannsóknaskip. Sex skip þrí-
mastra eru notuð sem skólaskip
fyrir verzlunarflotann, en þau
eru „Alfa,“ „Kapella,“ „Kodex,“
„Sirius,“ „Vega“ og „Zapad.“
Fiskiskipaflotinn og herinn nota
einnig þessi skip, ýmist sem
skólaskip eða til vísindalegra
starfa.
1960 og 1961 fengu brezkar
hafnir nokkrum sinnum heim-
sókn af „Tropik“ og „Meridian,“
þegar þessi skip héldu heim til
Rússlands að lokinni ferð um At-
lantsháf með sjómannaefni fyrir
fiskiflotann.
„Krapotkin,“ samskonar skóla-
skip fyrir fiskimenn heimsótti
Bergen og Gautaborg 1960.
Sum þessara seglskipa voru
smíðuð í Ábo 1957—1958. Bark-
skipin eru 134 feta löng og hafa
500 tonna særými, sem samsvar-
ar ca. 335 brt. Þau eru búin
kraftmiklum austurþ. hjálpar-
vélum og eru með góð siglinga-
tæki. Auk þess eru skipin mjög
vönduð smíð, þar sem gert er ráð
fyrir að þau geti siglt um íshöfn.
Stóru barkskipin hafa vistar-
verur fyrir 60 menn. Af þeim eru
venjulega 40 nemendur á aldrin-
um 17—18 ára.
Minni seglskipin eru oftast
skonnortur og eru venjulega með
300 tonna særými. Meðal þeirra
er hafrannsóknaskipið „Zarja.“
(TekiS úr danska Víking).
VÍKINGUR
361