Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1968, Blaðsíða 47

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1968, Blaðsíða 47
HÉR VERHITK ENGINN FEITITR segir Helmuí Cui'ge v______________________________________/ ITM SIISMiIlttMW . - . / Hér sjást nokkur þeírra skipa, sem eru í sjálfheldu í Súezskurðinum. Frá austurströndinni ógna fallbyssur Israelsmanna, og vest- ur-ströndinni fallbyssur Nassers. f þessari sjálfheldu er fljótandi samféfag — sem hefur verið við lýði á annað ár. í þvinguðu sam- félagi lifa þar á annað hundrað sjómanna: Tékkar, Ameríkanar, Þjóðverjar, Pólverjar, Frakkar, Svíar, Bretar og Búlgarar. Eitt hafa þeir þó allir sameiginlegt, að bíða þess dags með eftirvænt- ingu, að geta siglt af stað. 1 júnímánuði síðastliðins árs urðu þessi 14 skip, sem voru á siglingu norður eftir Suez-skurð- inum, að snúa við undan skothríð frá báðum hliðum skurðarins, og halda inn á frían sjó innhafs Su- ez-skurðarins. Eins og draugafloti liggja þessi skip nú fyrir akkeri með stuttu millibili, safna á sig sjávargróðri og ryði, gleymdir af umheimin- um, peð í stjórnmálalegri ref- skák ísraelskra og arabiskra stj ómmálamanna. VÍKINGUR Egypsk yfirvöld Suezskurðar- ins innsigluðu loftskeytatæki skipanna, ef þau þurfa að hafa samband við umheiminn, verða þau að hífa upp gult signalflagg. En það líða oft fleiri klukku- stundir áður en egypskir embætt- is menn veita því athygli og senda l^át til þeirra frá landi. Egypskir lögreglumenn fylgj- ast með lífinu um borð, sem oft kemur kátlega út í þessum frjálsa, en þó hersetna heimi, milli tveggja styrjaldaraðila. Einu sinni í mánuði létta skip- in akkeri og „sigla heiðurshring á þessu óvelkomna heimahafi sínu“ eins og Heinz Prissel (47) skipstjóri á Hamborgarskipinu „Miinsterland" orðar það. Bandaríska flutningaskipið „African Glen“ hreyfir þó aldrei vélar sínar, sem liggja undir ryð- skemmdum. Skipið hefur aðeins sex manna áhöfn og engan skip- stjóra. Fyrsti stýrimaður sem hefur umsjón skipsins, drepur tímann í innilokuninni með list- málarastörfum fyrir samfélagið. T vistarverum hans hlaðast upp málverkastaflar í stað dagbóka. Á nærskyrtunni undir sólhlíf (mánaðarlaun: 3,600 dollarar) skráir Ameríkumaðurinn ein- kennisstafi samfélagsins „Great Bitter Lake Association": GBLA undir listaverk sín. I fyrstu vikunum eftir styrj- öldina voru flest skipin orðin vatnslaus, skipstjórarnir 14 hót- uðu þá sameiginlega egypskum yfirvöldum að þeir færu með skipin yfir að Israelsku yfirráða- svæði ef þeir fengju ekki sam- stundis vatn. Eftir það hefur aldrei staðið á slíku. Skipshafnirnar hafa hjálpast að með skiptingu matvæla úr förmum skipanna. Niðursoðna ávexti, 4 tonn af frystu fleski og 828,000 egg hefur „Miinster- land“ getað lagt á borð með sér til samfélags mötuneytisins. Sex tonn af vínþrúgum hafa farið til 363
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.