Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1968, Qupperneq 47

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1968, Qupperneq 47
HÉR VERHITK ENGINN FEITITR segir Helmuí Cui'ge v______________________________________/ ITM SIISMiIlttMW . - . / Hér sjást nokkur þeírra skipa, sem eru í sjálfheldu í Súezskurðinum. Frá austurströndinni ógna fallbyssur Israelsmanna, og vest- ur-ströndinni fallbyssur Nassers. f þessari sjálfheldu er fljótandi samféfag — sem hefur verið við lýði á annað ár. í þvinguðu sam- félagi lifa þar á annað hundrað sjómanna: Tékkar, Ameríkanar, Þjóðverjar, Pólverjar, Frakkar, Svíar, Bretar og Búlgarar. Eitt hafa þeir þó allir sameiginlegt, að bíða þess dags með eftirvænt- ingu, að geta siglt af stað. 1 júnímánuði síðastliðins árs urðu þessi 14 skip, sem voru á siglingu norður eftir Suez-skurð- inum, að snúa við undan skothríð frá báðum hliðum skurðarins, og halda inn á frían sjó innhafs Su- ez-skurðarins. Eins og draugafloti liggja þessi skip nú fyrir akkeri með stuttu millibili, safna á sig sjávargróðri og ryði, gleymdir af umheimin- um, peð í stjórnmálalegri ref- skák ísraelskra og arabiskra stj ómmálamanna. VÍKINGUR Egypsk yfirvöld Suezskurðar- ins innsigluðu loftskeytatæki skipanna, ef þau þurfa að hafa samband við umheiminn, verða þau að hífa upp gult signalflagg. En það líða oft fleiri klukku- stundir áður en egypskir embætt- is menn veita því athygli og senda l^át til þeirra frá landi. Egypskir lögreglumenn fylgj- ast með lífinu um borð, sem oft kemur kátlega út í þessum frjálsa, en þó hersetna heimi, milli tveggja styrjaldaraðila. Einu sinni í mánuði létta skip- in akkeri og „sigla heiðurshring á þessu óvelkomna heimahafi sínu“ eins og Heinz Prissel (47) skipstjóri á Hamborgarskipinu „Miinsterland" orðar það. Bandaríska flutningaskipið „African Glen“ hreyfir þó aldrei vélar sínar, sem liggja undir ryð- skemmdum. Skipið hefur aðeins sex manna áhöfn og engan skip- stjóra. Fyrsti stýrimaður sem hefur umsjón skipsins, drepur tímann í innilokuninni með list- málarastörfum fyrir samfélagið. T vistarverum hans hlaðast upp málverkastaflar í stað dagbóka. Á nærskyrtunni undir sólhlíf (mánaðarlaun: 3,600 dollarar) skráir Ameríkumaðurinn ein- kennisstafi samfélagsins „Great Bitter Lake Association": GBLA undir listaverk sín. I fyrstu vikunum eftir styrj- öldina voru flest skipin orðin vatnslaus, skipstjórarnir 14 hót- uðu þá sameiginlega egypskum yfirvöldum að þeir færu með skipin yfir að Israelsku yfirráða- svæði ef þeir fengju ekki sam- stundis vatn. Eftir það hefur aldrei staðið á slíku. Skipshafnirnar hafa hjálpast að með skiptingu matvæla úr förmum skipanna. Niðursoðna ávexti, 4 tonn af frystu fleski og 828,000 egg hefur „Miinster- land“ getað lagt á borð með sér til samfélags mötuneytisins. Sex tonn af vínþrúgum hafa farið til 363

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.