Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1968, Side 53

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1968, Side 53
sömu upp stór augu, því þá komst það upp, að einmitt ungur ekkjumaöur hefði stolið brjóst- nálinni. — Hvort Hallur hefir byggt þessa staðhæfingu sína á nokkru sérstöku, eða aðeins sagt þetta blátt áfram að gamni sínu hugsunarlaust, um það get ég ekki borið. En mörgum þótti það skrítið. Einu sinni kom ókunnugur maður þangað, sem Hallur átti heima, og bað að gefa sér að drekka, og spurði til vegar. „Hvaða maður skyldi þetta vera ?“ sagði einhver, þegar ó- kunni maðurinn var farinn. „Það er strokumaður, sem ein- hverntíma hefir verið bókhald- ari," sagði Hallur. „Hvernig veiztu það?“ var spurt. „Ég sá það í augunum á hon- um, að hann var á flótta, en á fingrunum á hægri hönd hans, að hann hefir verið bókhaldari,“ sagði Hallur. Menn tóku lítið mai’k á þessu, þá í svipinn, en fáum dögum síð- ar kom í Ijós, að Hallur hafði get- ið rétt til um manninn. Hallur kom einu sinni til ís- lenzku nýlendunnar í Moose- landshálsum. Það var um haust. Hann dvaldi fáeina daga þar sem ég átti heima, og okkur drengj- unum þótti hann næsta kynlegur. Ég man það, að hann gekk einn morgun með mér og tveimur öðr- um drengjum ofan á veginn, sem lá í gegnum nýlenduna. Við tók- um þá eftir því, að einhver hafði ekið um veginn, þá um morgun- inn, því við sáum nýleg hjólför; og við drengirnir gátum þess til, að maður nokkur, sem við nefnd- um, hefði ekið austur að sjóþenn- an morgun. „Þessi hjólför eru eftir tvíhjól- aðan léttivagn, sem komið hefir að austan,“ sagði Hallur; og maður hefir gengið fyrir honum, en ekki ferfætt skepna.“ Við athuguðum nú þetta betur, og þóttumst sjá að Hallur hefði rétt fyrir sér, því hvergi sáust nýleg för eftir hest eða uxa, en VÍKINGUR það vottaði fyrír mannaförum hér og þar. „Hver skyldi þetta hafa ver- ið?“ spurðum við drengirnir hver annan. „Að líkindum pecUar (farand- sali),“ sagði Hallur. Hér skjátlaðist þó Halli ofur- lítið. Að vísu hafði maður farið um brautina um morguninn og gengið sjálfur fyrir mjög léttri tvíhjólaðri kerru — það fréttum við síðar um daginn — en það var ekki farandsali, heldur ungur málmnemi, sem kom frá Tangier og ætlaði til Moose River-nám- anna. En þó Halli skjátlaðist í þessu, þóttist ég samt sjá, að hann væri framúrskarandi eftir- tektarsamur og athugull. En nú er að segja frá því at- riði, sem ég hét að skýra frá; og það er á þessa leið: Veturinn 1882—83 var Hallur í vinnu hjá skozkum bónda í grennd við þorpið Shubenacadie, sem er járnbrautarstöð umfjöru- tíu mílur enskar frá Halifax. Þenna sama vetur var þar í þorpinu ungur kaupmaður af Gyðingaættum. Hann átti dálitla búð við aðalgötu þorpsins, og seldi smávarning, glingur og gamlan fatnað. Hann hafði byrj- að verzlunina með litlum efnum, og langaði mjög til að græða. Hann þótti reglusamur og áreið- anlegur í viðskiptum, og var í góðu áliti hjá þorpsbúum. Hon- um hafði gengið vel verzlunin sumarið 1882, og hafði lagt til hliðar eitt hundrað dali, sem hann ætlaði að leggja í sparisjóð í Halifax, um leið og hann færi þangað í verzlunarerindum um haustið. En nóttina áður en hann ætlaði að leggja af stað til borg- arinnar, hurfu þessir hundrað dalir úr læstum peningaskáp, sem var í búðinni. Og það, sem þótti kynlegast, var, að ekkert annað hvarf, hvorki úr búðinni né úr peningaskápnum, nema þessir hundrað dalir, sem áttu að fara í sparisjóðinn. í búðinni voru þó margir verðmætir munir, og í skápnum um hundrað og fimm- tíu dalir umfram það, sem tekið var. Svo var annað, sem mjög þótti eftirtektarvert: að engin merki sáust til þess, að brotist hefði verið inn í búðina; hurðir, gluggar og jafnvel peningaskáp- urinn var eins og Gyðingurinn hafði skilið við það kvöldið áður — allt harðlæst — ekkert brotið ekkert skemmt — ekkert horfið — nema þessir hundi’að dalir, sem áttu að fara í sparisjóðinn. Húsið, sem Gyðingurinn bjó í, var fremur lítið og með flötu þaki. Niðri var búðin, og til hlið- ar við hana var eldhús og lítil borðstofa, og var gengið úr borð- stofunni upp á loftið, en þar voru tvö herbergi. 1 öðru þeirra svaf Gyðingurinn sjálfur, en móðir hans og tíu ára gömul stúlka í hinu. Fleira fólk var ekki í hús- inu. Á búðinni sjálfri var stór gluggi, sem vissi að aðalgötu þorpsins, og var svo um hann bú- ið, að ekki var hægt að opna hann nema að innan. Þjófurinn hafði því auðsjáanlega ekki farið inn í búðina um gluggann — og ekki heldur reynt til þess. En á búð- inni voru tvær dyr: fyrst aðal- dyrnar, sem vissu að götunni, og dyr, sem farið var um úr búð- inni og inn í borðstofuna. Fyrir framdyrunum var traust læsing og slagbrandur fyrir að innan; en um hinar dyrnar var ekki eins vel búið, og mátti því opna þær með algengum lykli. Svo voru eldhúsdyrnar: um þær var ekki traustlega búið; og eldhúsglugg- ann og borðstofugluggann mátti auðveldlega opna að utan og kom- ast inn um þá. Mönnum kom því saman um það, að líklegast væri, að þjófur- inn hefði farið inn um eldhús- dyrnar, opnað innri búðardyrnar með algengum lykli og kunnað aðferð til að opna peningaskáp- inn og læsa honum (því að hon- um gekk enginn lykill). Þetta þótti sennilegast. En í hinu skildi enginn, hvað þjófnum gat gengið til þess, að taka aðeins þessa sér- stöku upphæð, sem átti að fara í sparisjóðinn, en snerta ekki ann- að, hvorki peiiinga né verðmæta muni. 369

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.