Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1968, Side 57
Frá höfninni í Esbjerg.
sú fimmta stærsta í Danmörku
og höfnin fjórða stærsta vöru-
flutningamiðstöð landsins, og er
hún nú aðalútflutningsmiðstöð
fyrir útflutning svínaflesks til
Englands og annarra landa alls-
staðar frá af landinu.
B aconf lutningur inn hefir á
skömmum tíma þróast yfir í Con-
tainers — vöruhylkjaflutning,
sem að þyngd og rúmmáli tak-
markast við flutningarúm í járn-
brautarlestum og flutningaskip-
um. Til þess að geta annað slík-
um verkefnum, sem fara hrað-
vaxandi, einnig á öðrum vörum á
pöllum og flekum er verið að
byggja sérstaka Container-mið-
stöð við höfnina, sem fullbúin
mun kosta um 17 millj. d. kr.
Þá er í fullum gangi bygging
hafnarmannvirkja við raforku-
stöð hafnarinnar, sem hingað til
hefir fengið eldsneyti úr brún-
kolanámum á Mið-Jótlandi, en
innan tíðar hverfa brúnkolin fyr-
ir fljótandi eldsneyti og verður
þá höfnin dýpkuð og stækkuð, svo
að hún getur fleytt 45 þús. tonna
olíutankskipum í stað 15 þús.
tonna skipum nú. Þær fram-
kvæmdir munu kosta allt að 20
millj. d. kr., en raforkuþörf hafn-
arinnar fer dagvaxandi.
1 upphafi var höfnin í Esbjerg
ekki byggð sem fiskiskipahöfn.
Þegar höfnin fyrst var skipu-
lögð, sóttu fiskimennirnir sjóinn
VlKINGUR
frá opinni Norðursjávarströnd-
inni. En við byggingu hafnarinn-
ar sóttu þeir brátt þangað og á
árunum 1870—’80 fengu þeir af-
drep í smá fiskihöfn, sem nú er
reyndar uppfylling fyrir bílaum-
ferð í sambandi við flutninga
Sameinaða Gufuskipafélagsins á
farþegum og bílum með Esbjerg-
Harwich-Newcastle rútunni.
Um síðustu aldamót var svo
byggð önnur fiskibátahöfn, og
þegar höfnin var stækkuð að
mun árið 1909 voru byggðar
þrjár dokkur fyrir fiskibáta, inn-
an hafnargarðanna.
Nú eru í dag fimm fiskibáta-
dokkur, sem rúma 600 fiskibáta,
en þau góðu hafnarskilyrði og
samgöngur við aðrar borgir hef-
ir verið ómetanleg lyftistöng
fyrir efnahagslíf borgarinnar.
Skipulagsáætlun fiskibáta
hafnarsvæðisins er gerð af fram-
sýni. Verður auðvelt að fjölga
fiskidokkunum ef bátaflotinn
eykst.
G. J.
Hylkja (container) hafnarsvnKÍi í Esbjerg.
878