Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1971, Qupperneq 1

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1971, Qupperneq 1
EFN ISYFI RLIT: bls. Ofveiði og mengun Ingvar Hallgrímsson, fiskifrœðingur 289 Landhelgin Ijóð eftir Trgggva Emilsson 293 Togarinn Iíópur strandar á Ketilsnesi Gunnar Magnússon frá Reynisdal 294 Um mengun hafsins 296 Hin aldna kempa Sigurpáll Steinþórsson eftir Helga Hallvarðsson 298 Menntun sjómanna í Vestmannaeyjum 302 Haust eftir Jónas Friðgeir 307 Ernst Merek Hallgr. Jónsson þýddi 308 Fréttir í stuttu máli Þórður Jóhannes8on tók saman 310 Vélskóli Islands settur 314 Um saltfisk Bergsteinn Bergsteinsson fiskimatsstjóri 322 Félagsmálaopnan Ingólfur Stefánsson 326 Framhaldssagan Mary Deare eftir Hammond Innes G. Jensson þýddi 328 Frívaktin o. fl. Forsíðumyndin er frá Hafnarfirði. Ljósm.: Snorri Snorrason Afión VIKIMGUR Útgefandi F. F. S. 1. Ritstjórar: Guð- mundur Jensson (áb.) og örn Steins- son. Ritnefnd: Böðvar Steinþórsson, formaður, Ingólfur S. Ingólfsson, vara- formaður, Anton Nikulásson, Haf- steinn Stefánsson, Henry Hálfdans- son, Ólafur V. Sigurðsson, Sigurður Guðjónsson. Blaðið kemur út einu sinni í mánuði og kostar árgangurinn 500 kr. Ritstjórn og afgreiðsla er að Bárugötu 11, Reykjavík. Utanáskrift: „Víkingur“, pósthólf 425, Reykjavík. Sími 1 56 53. Prentað í tsafoldarprent- smiðju hf. XXXIII. árgangur. ^SjómannalfaÉiÉ VlKINGUR ýt9cfandi: 3 armanna- °9 3iiliu iamLand 3iíandi Ritstjórar: Guðm. Jensson áb. og öm Steinsson. 9. tbl. 1971. Ingvar Hallgrímsson, fiskifrœðingur: OFVEIÐI OG MENGUN Erincii flutt á vegum Náttúru- vemdarfélags Austurlands 29. ágúst 1971. Árið 1944 kom út lítil bók hér á landi í þýðingu Árna Friðriks- sonar og hét hún „Arðrán fiski- miðanna". Þetta er þýðing Árna á fyrirlestrum, sem brezki fiski- fræðingurinn Russel hélt við John Hopkins háskólann í Banda- ríkjunum rétt fyrir síðasta stríð. Þótt bók þessi fjalli á auð- skilinn hátt um mál, sem ætti að vera okkur íslendingum hug- leikið, hlaut hún ekki þá út- breiðslu, sem skyldi. Hér ætla ég að rabba við ykkur um nokkur þau vandamál, sem bókin m. a. fjallar um, þ. e. ofveiði eða arð- rán fiskimiðanna, eins og Ámi Friðriksson nefndi þetta vanda- mál. Ef við hugsum okkur einhvern fiskistofn, þá vex hann á hverju ári — eða þyiígd hans vex á hverju ári — sem nemur þyngd þess fisks, sem bætist í hópinn, auk þeirrar þyngdaraukningar, sem verður á stofninum sem fyr- ir er. Hins vegar rýmar stofn- inn á ári hverju sem nemur þeim fiskum, sem deyja eðlilegum dauða, auk þeirra, sem veiddir eru. Sé heildar þyngdaraukning- in jöfn rýrnuninni, stendur stofn- inn í stað, er í jafnvægi. Sé nú heildarþyngdaraukningin meiri en rýrnun vegna dauða og veiði, vex stofninn, en hafi heildar- þyngdaraukningin ekki við rým- un vegna eðlilegs dauða og veiða, gengur á stofninn og hann minnkar. — Þetta er auðskilið, en svo vandast málið og er nú orðið svo flókið, að stundum virðist tæpast leysanlegt, þótt miklar breytingar hafi orðið á skoðunum manna síðan 1883, er Thomas Huxley lýsti því yfir við opnun alþjóðlegu fiskisýn- ingarinnar, að auðævi hafsins væru óþrjótandi. Af því, sem hér hefur verið sagt, er því ljóst, að fjórir meg- inþættir ráða stærð fiskistofns: þyngd eða stærð nýliðanna, sem í stofninn bætast, þyngdaraukn- ing þess fisks, sem fyrir er, rýmun vegna eðlilegra dánaror- saka og vegna veiða. Einnig er augljóst, að við ráðum aðeins við síðasta þáttinn, þ. e. veiðarn- ar. Við skulum athuga fyrst, hve grátt veiðarnar hafa leikið nokkra fiskistofna. Ýsustofninn við ísland var áður fyrr talinn sígilt dæmi um ofveiddan stofn. Eftir að ýsu- stofninn hafði hlotið verðskuld- aða hvíld á stríðsárunum 1914— 1918 var meðaldagsveiði enskra togara af ýsu um 1000 kg árið 1920 en var komið niður í 250 kg 1937. Þrátt fyrir stóraukna sókn og bætta veiðitækni féll heildarýsuveiðin við ísland á tímabilinu 1928—1937 úr 60 þúsund tonnum á ári í 28 þúsund tonn, og ýsuafli íslendinga sjálfra féll úr 11 þúsund tonnum á ári niður í 4 þúsund tonn á sama tíma. Sú aukning, sem varð

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.