Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1971, Qupperneq 5
Landhelgin
ljóð eftir
Tryggva Emilsson
Aö íslandsströndum hnígur haf
er himinlind oss skóp og gaf,
sem tár í rúmsins tóm.
Þaö haf er brunnur auös og afls,
er orkugjafi hins mikla tafls
um lífsins dýra dóm.
Vér Eylands börn viö ægisskör,
meö ævitengsl viÖ djúpsins kjör,
þaö haf er lífs vors hlíf.
í brimi straums sem stendur laust
býr styrkur vor, hiA gullna traust
fyrir lands og þjóöar líf.
Og þar viö sköpunaflsins önn,
sem ein er heilög, frjáls og sönn
og lífsins dýra Lofn,
í lands vors helgi fiska fjöld
skal friöarhöfn á nýrri öld.
fyrir djúpsins dýra safn.
Er boö af hafi grunntónn gnýr
og goöasvörum að oss snýr,
um hafsins heiönu bú,
að geyma vel hins guttna arfs
á gróöamiðum lífs og starfs,
sé helgi, traust og trú.
En nú í dögun vitum vér
oss vamarskyldu að höndum ber
viö sjávarlífsins safn,
að valda helgi íslands alls,
um Unnarslóöir dals og fjalls,
í lög vi8 lands vors nafn.
Og lands vors nafn vi8 íshöf yzt,
meö eylands dirfö í starfi og list,
fær dýprí, hreinni hljóm,
er frelsi knúin fiskigengd
fær fríðarmörkin landi tengd,
í hafi helgidóm.
A8 nema lög þín Norðurslóð
við neistakast frá stjarnaglóð
og hvítra boöa brim,
er skyldugrein frá þeirri þjóð
sem þylur íslands sagnáljóð
við þyngstu sjóa þrim.
Til hafs vér sækjum björg í bú
og blóösins afl fyrír mennt og trú
og föng í fólksins önn,
því er oss landsins helgi í haf
jafn heilög þeim sem lífið gaf,
jafn sigurviss og sönn.
VÍKINGUR
293