Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1971, Síða 6

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1971, Síða 6
Togarinn Kópur strandar á Keilisnesi Eftir Gunnar Magnússon frá Reynisdal. Árið 1915, létu þeir Hjalti Jónsson og Ágúst Flygenring byggj a fyrir sig togara í Þýzka- landi. Togarinn hlaut nafnið „Ýmir,“ var hann 269 smálestir að stærð og vélarafl 550 hestöfl. Skip þetta reyndist með af- brigðum vel, lista sjóskip og í alla staði hið traustasta, enda smíðaður úr þýzku herskipa- stáli, að haldið var. Þennan togara áttu þeir saman Hjalti og Ágúst fram yfir lok fyrra stríðsins, en eftir það komst togarinn í annara eigu, og hét þá ýmsum nöfnum. Á árunum 1920—1930, var Kárafélagið í Viðey starfandi, og raunar lengur, á því tímabili komst togari þessi í eigu þess og hét þá „Þorgeir Skorargeir". Árin 1932 var sameignarfé- lagið Kópur stofnað í Reykjavík, eigendur þess voru þeir Páll Ól- afsson frá Hjarðarholti, og Guð- mundur Guðmundsson á Ránar- götu 18, Reykjavík, var Guð- mundur vanur togaraskipstjóri. Þeir félagar keyptu þá „Þorgeir Skorrargeir" og var honum gefið nafnið „Kópur“ RE 33, var hann fyrst gerður út veturinn 1933 af samnefndu félagi, var Guðmund- ur skipstjórinn, en Páll fram- kvæmdast j óri. — Ég réði mig á Kóp áður en vertíð hófst 1933, ásamt mörgum mönnum öðrum, sem voru víða að af landinu, en þó flestir úr Reykjavík, hófst svo vertíðin á venjulegum tíma, það var upp- úr miðjum febrúarmánuði. Aflaföng voru góð, og ekkert sérstaklega minnisstætt framan af, við byrjuðum vertíðina vestur undir jökli eins og venja var, og vorum þar að fiska þar til í marz að fiskur fór að ganga á Selvogsbanka, var þá breytt til og flutt sig þangað. Mig minnir, að fyrsta túrinn á Sel- vogsbanka værum við þar að fiska ufsa, var hann allur flak- aður og saltaður í lestina. Þessi túr var gerður til þess að veiða uppí fyrirfram sölu á ufsaflökum til Þýzkalands, áttu flökin að fara í verksmiðju, og vinna úr þeim sjólax. Eigi varð neitt framhald á þessum veiðum hér- lendis þá, né aðrir sem stunduðu ufsaveiði fyrir sama markað, flökun á fiski var þá ekki orðin álmenn, og voru menn nokkuð lengi að komast á lagið með þá vinnu, en okkur tókst þó að fylla lestina á „Kópi“ af ufsaflökum í þessum túr. — Sunnudaginn 9. apríl, gerði ofsa suðaustan og austan veður, það var á pálmasunnudag. Var ekki nema vika til páska, og í henni tveir helgir dagar, bæna- dagamir. Það var því sætt því lagi að verða í höfn á mánudags- morgni, hinn 10. apríl. Lögðum við af stað um kvöldið áleiðis til Hafnarfjarðar, en þar lagði „Kópur“ upp afla sínum um ver- tíðina. Við vorum með fullfermi af fiski og um 90 tunnur af lif- ur, sem var að vísu brædd, en lýsið á tunnum aftast á göngun- um eins og venja var á gömlu togurunum. Veður var þá komið í ham, aust-suðaustan rok og snjókoma. En „Kópur" varði sig vel á lens- inu, tók ekki ýkja mikið á sig, enda sjóskip hið bezta, sem ég hefi verið á um mína sjómennsku daga. Okkur gekk vel að komast fyrir Reykjanes, og vorum á réttri leið þrátt fyrir dimmviðrið og rokið. Eigi hafði skipstjóri landkenningu af Reykjanesinu né heldur Garðskaga, var þetta blind sigling eftir áttavita og Nokkrir hásetar á Kóp árið 1933. 294 VlKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.