Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1971, Qupperneq 11
Sigurpáll ungur að árum.
óf. Föður hans var litið út
og sá að ekki var allt með
felldu. Stebbi sat og öskraði, og
þegar faðirinn kom út, heyrði
hann að Stebbi æpti að Palli
hefði dottið í ánna. Faðirinn brá
skjótt við, hljóp niður með ánni
og dró Sigurpál uppúr, sem þá
hafði borizt 40-50 metra niður
eftir ánni. Og illa hefði sjálfsagt
farið, ef faðir hans hefði ekki
komið til hjálpar, því áin endaði
í stórgrýttri fjöru.
I heimahúsum kenndi faðir
Sigurpáls honum ásamt fjórum
systkinum hans reikning, skrift
og lestur. Síðar er honum svo
komið til náms í Ólafsfirði hjá
þeim heiðurs hjónum Randver
Jónssyni og Margréti Ámadótt-
ur. Uppihaldið varð Sigurpáll að
greiða með vinnu. Vinnan var
í því fólgin að beita eitt bjóð og
stokka upp 3 í hverjum róðri og
var Sigurpáll reiknaður hálf-
drættingur. Tveir karlmenn voru
við hvern bát og sáu þeir um
aðgerð og söltun á fiskinum, auk
þess sem þeir bættu á lóðimar.
Bátur sá, sem Sigurpáll var við
hét „Óskar“, 4-5 tonna stór. For-
maður var Guðmundur Ólafsson,
dugnaðarmaður og einn af fyrstu
vélbátaformönnum í Ólafsfirði.
Eigandi bátsins var Páll Bergs-
son, kaupmaður. Við þennan bát
VlKINGUR
var, auk Sigurpáls, Randver, sem
fyrr var nefndur, og gömul kona,
móðir formannsins, en hún sá
aðallega um söltun aflans, og
hafði hálfan hlut á móti Sigur-
páli. Þriggja manna áhöfn var
á „Óskari“ og var einn af þeim
sonur formannsins, Guðmundur
að nafni, 16 ára, sem seinna
varð fyrsti formaður Sigurpáls á
vélbátum, þá 19 ára að aldri,
en Sigurpáll 16 ára. Báturinn
hét „Garðar,“ 6 tonn, og var
með 6 hesta Danvél. Þennan bát
áttu þeir feðgar, Guðmundamir,
ásamt Árna Jónssyni á Syðri Á.
Kaupið yfir vertíðina, sem var
3 mán., var 400 kr. og frítt
fæði.
Árið eftir ræður Sigurpáll sig
á hákarlaskipið „Kristjönu" frá
Siglufirði. Skipstjóri var Bjöm
Sigurðsson frá Vatnsenda í Héð-
insfirði, frændi Sigurpáls, og
stýrimaður var Einar frá Ámá.
Sigurpáll var ekki mikill að vexti,
þegar hann réðist á „Kristjönu“,
en vegna frændseminnar var
hann ráðinn sem fullgildur.
Skráð var á skipið seint í marz
og voru áhafnarmeðlimir 12 að
tölu. Veiðum var hætt um 12
vikum af sumri, en þá tók hey-
skapurinn við hjá bændum. Þeir
á „Kristjönu“ fiskuðu vel. Fengu
þeir yfir 450 tunnur lifrar yfir
vertíðina. Hákarlinn var ekki
hirtur, nema þá ef menn hirtu
nokkrar beitur í túr. Þá voru
borgaðar 50 kr. fyrir lifrartunn-
una og varð hlutur Sigurpáls, á
„Kristjönu“, 960.00 kr., sem þótti
gott' þá. Enginn matsveinn var
á skipinu og hafði því hver skip-
verji með sér skrínukost að
heiman. Þegar komið var til
Siglufjarðar, úr hverjum „túr'
varð hver maður að fara heim til
sín til að sækja mötuna (skrínu-
kostinn) fyrir næstu ferð. Það
var misjafnlega langt, sem hver
og einn varð að fara eftir möt-
unni. Sumir fóru sjóleiðina á
árabátum en aðrir gangandi yfir
fjallvegi eins og t. d. þeir sem
áttu heima í Héðinsfirði, Fljóta-
menn eða þeir sem voru frá Ulfs-
Dölum. Það hefði verið munur,
ef Strákavegur hefði verið kom
inn þá.
Aðalveiðisvæðið, þeirra é
„Kristjönu“, var úti af Homi
eða í vesturkanti Húnaflóa.
Menn voru 6 á vakt og stóðu uppi
6 tíma í einu. Undir hákarla-
vaðnum sátu 4, en 2 voru svo-
kallaðir lausingjar, og höfðu það
verk með höndum að vera að-
stoðarmenn vaðmannanna. Þegar
hákarlavaðurinn var dreginn inn,
með hákarli á, stóðu vaðmenn-
irnir sitthvorumegin við vaðinn
og drógu hann samtímis inn.
Sóknin (öngullinn) var beitt
þannig að annar hver krókur var
beittur með selspiki, sem var fast
við skinnið, en hinn með hrossa-
keti vel úldnu. Hrossakjötið
mátti ekki vera saltað og sel-
spikið ekki þrátt, því að við svo-
leiðis óþverra leit hákarlinn ekki.
Frá sókninni (önglinum) lá
keðja í stein, sem kallaður var
vaðsteinn. Ur vaðsteininum kom
2 metrar langur kaðall. Færið
var venjulega 60 faðma langt,
en styttist í 50 faðma við snún-
inginn. Við borðstokkinn var allt-
af hafður klár stór og mikill
krókur, sem festur var í talíutó.
Á þessum krók var hákailinn
hífður upp úr sjóskorpunni það
hátt, upp á síðu skipsins, að hægt
væri að ná úr honum lifrinni. En
áður en það skeði hafði verið
rekið í hákarlinn hákarladrepi.
Skaptið á þessum hákarladrepi
var 3 álnir með 14 tommu löngu
blaði. Annar lausi maðurinn var
með drepinn og rak hann í mænu
hákarlsins, sem er aftan við
hausinn, en vaðmaðurinn hélt í
keðjuna á meðan. Eftir þetta var
króknum krækt, eftir kúnstarinn-
ar reglum, í hausinn á hákarlin-
um þannig, að þegar búið var
að hífa hákarlinn upp, snéri kvið-
urinn aftur svo betra væri að
ná til lifrarinnar. Að þessu loknu
var skálinni (löngum hníf)
brugðið þannig að skorið var
niður við bæði kjaftvik hákarls-
ins, og tálknin með, þar til komið
var að munnmaga hans, en þá
var orðið hægðarleikur að draga
lifrina upp úr maga hákarlsins.
299