Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1971, Page 13
2 krónur fyrir tunnuna. Meira
var ekki hægt að greiða, þegar
búið var að naga utan af greiðsl-
unni handa einkasölunni, enda
valt einokunin um koll við lítinn
orðstír. Þá var bátunum skammt-
að veiðileyfi þannig að bátar und-
ir 12 tonnum máttu ekki leggja
á land meira en 500 tunnur og
bátar yfir 12 tonn 750 tunnur.
Árið 1933 tekur Sigurpáll við
fonnennsku á 12 tonna bát, sem
„Bragi" hét. Var eigandinn Árni
Bergsson, kaupmaður, sem einn-
ig hafði með póst og síma að
gera á Ólafsfirði um árabil.
Þennan bát var Sigurpáll með í
5 ár. Fyrstu 2 árin stunduðu
þeir aðallega línu- og rekneta-
veiðar frá Ólafsfirði og Siglu-
firði, eftir því hvort hentaði
betur vegna árstíðar. Engar
hafnarbætur voru komnar á þess-
um stöðum þegar Sigui*páll var
með „Braga“.
Árið 1935 voru 3 bátar gerðir
út í félagi á snurpunót frá Ólafs-
firði. Voru þeir í daglegu tali
nefndir þrílembingarnir. Bátarn-
ir voru „Kári“, 12 tonn, „Gull-
foss“, 11 tonn og „Bragi“. Átti
einn bátana að vera móðurskip,
með megin hluta mannskapar-
ins um borð, og draga snurpu-
bátana, en hinir áttu að flytja
veiðina í land. Hver bátur hafði
6 manna áhöfn, en við veiðamar
voru 2 menn um borð í aðstoðar-
bátunum, en 16 um borð í móður-
skipinu. Það var þvi oft þröngt
á þingi um borð í hinu 12 tonna
móðurskipi. Þegar legið var við
land eða á leiðinni á miðin, var
venjulega hver skipshöfn um
borð í sínum bát.
Næstu 3 árin, 1938-1941, er
Sigurpáll á ,,önnu“ 28 tonna bát
og „Einari Þveræing“ 14 tonna
bát, sem báðir voru í eigu Magn-
úsar Gamalíelssonar. Það þótti
Sigurpáli lúxus líf, að vera á
þessum bátum, samanborið við
veruna á þrílembingunum.
„Anna“ var gerð út á snurpu
veiðar og var nótabassi Ásgeir
Frímannsson. Auk þess var svo
„Anna“ gerð út á línu og reknet
frá Ólafsfirði.
VÍKINGUR
Fjórðu vetrarvertíðina var
„Anna“ leigð og hafði Guðmund-
ur á Rafnkelsstöðum bátinn á
leigu. Var Garðar Gíslason skip-
stjóri á bátnum og fylgdi Sigur-
páll bátnum eftir. Vera Sigur-
páls á vertíðinni frá Sandgerði
var stutt að þessu sinni. Ástæðan
fyrir því var sú að hann og ann-
ar Ólafsfirðingur, Jón Björns-
son, festu kaup á gömlum bát
„Gulltopp" ST 25, 48 tonn að
stærð. „Gulltoppur" hét áður
„Ingimundur gamli“ og var þá
varðbátur. Seljandi var Guðjón
Finnbogason úr Reykjavík.
„Gulltoppur" var á togveiðum í
Faxaflóa, þegar kaupin áttu sér
stað með fullum mannskap, og
var skipstjóri Guðmundur Ing-
varsson. Sigurpáll þurfti því ekki
annað en að ganga um borð sem
einn af áhöfninni. Þetta var 19.
janúar 1941. Guðmundur var
með bátinn um veturinn, en þá
tók Sigurpáll við skipstjórn-
inni og var með bátinn á tog-
veiðum fyrir norðan. Á meðan
þeir félagarair áttu „Gulltopp“
var Sigurpáll lengst af sem
stýrimaður um borð. Báturinn
var gerður út á fleira en togveið-
ar eins og t. d. snurpu, reknet
eða annað eftir því hvað hent-
aði hverju sinni. Báturinn var
aðallega gerður út frá Norður-
landi og varð árangurinn af út-
gerðinni misjafn, eins og geng-
ur.
Um togveiðar frá ólafsfirði er
það að segja, að það mun hafa
verið „Kristjana“, 26 tonna bát-
ur, skipstjóri Ásgrímur Sig-
urðsson, sem fyrst mun hafa
byrjað með troll og snurvoð árið
1939. „Sjöstjarnan“, skipstjóri
Jón Sigurpálsson, er svo næst á
trolli árið 1940. Eigendur „Sjö-
stjörnunnar“ voru 4, þeir Árni
Jónsson á Syðriá, Gunnar Bald-
vinsson, Sigvaldi Þarleifsson og
skipstjórinn. „Sjöstjaman“ var
gerð út frá Ólafsfirði í nokkur
ár, og gekk útgerðin vel, en var
síðan seld til Akureyrar. Á eftir
þessum bátum kemur svo „Gull-
toppur“, sem þeir félagar áttu
í 6 ár. Ur því fara nýsköpunar-
bátarnir að koma til Ólafs-
fjarðar.
Sigurpáll byrjaði að stunda sjó
frá Suðurlandi 1938 til ársins
1958. Var það eingöngu við
Faxaflóa og þá aðallega á vetrar-
vertíðum. Lengst af var Sigur-
páll í Sandgerði og Keflavík hjá
útgerð Guðmundar á Rafnkels-
stöðum og Lofts Loftssonar.
Hjá útgerð Lofts var Sigur-
páll á „Geir Goða“, skipstjóri
Bragi Einarsson, og eina vertíð
var hann með Atla Þorbergssyni
á „Agli“ frá Ólafsfirði, sem var
leigubátur og gerður út frá
Sandgerði.
Skipstjórar á bátum Guðmund-
ar á Rafnkelsstöðum voru, Garð-
ar, sonur Guðmundar, og var
Sigurpáll lengst með honum á
„Mumma". Þorsteinn bróðir
Braga, sem áður er nefndur, og
var með „Víði“. Seinna tók svo
Eggert Gíslason við „Víði“ af
Þorsteini.
Síðasta veturinn, sem Sigur-
páll var á vegum Guðmundar
var hann í landi, nokkurs konar
,,reddari“. Hafði hann það verk
með höndum að hafa til taks,
þegar bátarnir komu að landi,
ýmislegt sem þá vanhagaði um,
eins og t. d. ef veiðafærin gengu
úr sér eða eitthvað af þeim tap-
aðist. Þegar hálfur mánuður var
eftir af vetrarvertíðinni varð
stýrimaðurinn á „Rafnkeli", sem
Garðar var með, að hætta og brá
Sigurpáll sér í plássið og endaði
þar með vertíðina.
Eftir að Sigurpáll hættir hjá
Guðmundi fer hann á „Stíganda“
frá Ólafsfirði og er þar til árs-
ins 1959. Þetta ár hættir hann
sem fiskimaður og fer sem há-
seti á varðskipið „Albert“ og er
þar í 2 ár. Þá axlar Sigurpáll
sjóferðarpokann sinn og snýr sér
að búskap. Hann kaupir jörðina,
Bústaðir í Lýtingastaðahreppi,
Skagafirði og er þar við búskap
í 7 ár, en snýr sér þá aftur að
sjónum og byrjar þá sem háseti
á varðskipinu „Óðni“ og síðan á
„Þór“, þar sem hann er enn.
Helgi Hallvarösson.
301