Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1971, Blaðsíða 18
Frá matsveinanámskeiðinu: Sitjandi frá vinstri: Ármann Eyjólfsson skólastjóri, Sigurgeir Jó-
hannsson aðalkennari og Helgi Bernódusson kennari. Sitjandi frá vinstri: Haraldur Þórarins-
son, Oddur Guðlaugsson, Ólafur Runólfsson, Ole Gaard Jensen, Björn Guðmundsson, Gísli Guð-
mundsson, Gísli Guðjónsson og Magnús Sveinsson.
mundsson, 8,53. Ingólfur Geirdal,
8,45. Nokkrir nemendur hyggja á
framhaldsnám í III. bekk í Rvík.
næsta vetur.
Aðalprófdómarar við prófið
voru vélstjórarnir örn Aanes
og Gunnar Ólafsson. Aðstoðar-
pródómarar voru Hörður Bjarna-
son og Haukur Guðmundsson
rafmagnseftirlitsmaður.
Aðalkennari Vélskólans auk
skólastjórans, Jóns Einarssonar,
er Róbert Hafsteinsson.
Matsveinanámskeið:
Hinn 15. janúar s.l. lauk mat-
sveinanámskeiði því, sem hófst
hér í Vestmannaeyjum haustið
1969.
Á fyrrihluta námskeiðsins voru
15 nemendur og var sá hluti ein-
göngu verklegur, og náðu 13 nem-
endur framhaldseinkunn. Síðari
hluti námskeiðsins hófst 15. sept.
s.l. og var kennsla bókleg og
verkleg.
Bókleg kennsla var í ensku,
reikningi og matreiðslu. Nám-
skeiðið var haldið á vegum Stýri-
mannaskólans í Vestmannaeyj-
um og Matsveina- og veitinga-
þjónaskóla Islands.
Sigurgeir Jóhannsson sá um
verklega kennslu í matreiðslu.
Fór kennslan fram í eldhúsi mat-
stofu ísfélagsins, sem rekið er í
sambandi við sameiginlega mat-
stofu frystihúsanna hér í bæ.
Bókleg kennsla var í Stýri-
mannaskólanum.
Prófið var verklegt og bókiegt.
Prófdómari í verklegri og bók-
legri matreiðslu var Magnús Guð-
mundsson bryti á Hrafnistu, sem
er fastur prófdómari við Mat-
sveinaskólann í Reykjavík. I bók-
legum greinum var Einar H. Ei-
ríksson skattstjóri pródómari.
Fullgildu matsveinaprófi luku
7 nemendur og fá þeir samkvæmt
lögum um matsveina á kaupskip-
um og fiskiskipum réttindi til að
vera matsveinar á fiskiskipum og
flutningaskipum, sem eru 100
rúmlestir brúttó eða stærri og á
farþegaskipum upp að 800 rúm-
lestir (T. d. er Herjólfur 495
rúmlestir brúttó). Fyrir þá, sem
ætla sér að ná réttindum bryta
og ljúka 4 ára námi við Mat-
sveina- og veitingaþjónaskólann
í Reykjavík, styttir þetta nám-
skeið námið um 8 mánuði.
Námskeiðið er hið fyrsta sem
haldið er utan Reykjavíkur og
útskrifar matsveina með fullum
réttindum.
Hæstu einkunn á námskeiðinu
hlaut Ólafur Runólfsson, Fjólu-
götu 11. Fékk hann 8 í meðal-
einkunn, en í bóklegri matreiðslu
fékk hann 10, og í verklegri mat-
reiðslu 9,5.
Aðrir að einkunn og jafnir voru:
Björn Guðmundsson, Kirkjuvegi
88, og Magnús Sveinsson, Hvít-
ingavegi 10, með 7,8.
Aðrir sem luku prófi voru:
Gísli Guðjónsson, Heiðarvegi 49,
Haraldur G. Þórarinsson, Mið-
stræti 16, Oddur Guðlaugsson,
Lyngfelli, og Ole Gaard Jensen.
Skólastjóri Matsveinaskólans,
Tryggvi Þorfinnsson, og próf-
dómari í verklegum. fögum lýstu
ánægju sinni með prófið og
frammistöðu nemenda.
306
VIKIN GUiR'