Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1971, Qupperneq 27

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1971, Qupperneq 27
Nemandi getur hafið nám í 1. stigi 17 ára gamall og komizt í 2. stig, ef hann nær fram- haldseinkunn. I 2. stigi hefja vélvirkjasveinar vélstjóranámið. Þegar þessi breyting varð á skólanum, var hafin smíðakennsla, þannig að smíðar eru kennndar í öllum stigum. Vélvirkjar eru undanþegnir smíða- kennslunni. Að loknu prófi úr 4. stigi þurfa nemendur að fara í tveggja ára vélvirkjanám, og að því loknu ganga þeir undir sveinspróf í vélvirkjun. Þá fyrst hafa þeir öðlast full réttindi. Þeir þurfa ekki að fara í Iðnskóla, því á með- an þeir fara í öll stig skólans, læra þeir allt það, sem vélvirkjum er kennt í Iðnskóla, svo sem teikn- ingu, efnisfræði, tækjafræði, málmfræði o. fl. Hin síðari ár var einnig hafin kennsla í stýritækni og sjálfvirkni. 1 sambandi við sameiningu mótornám- skeiðanna og Vélskólans ey rétt að rifja upp þró- un þeirra mála. Þegar Vélskólinn var stofnaður, var skipakost- ur landsmanna þannig, að þau voru stór á þeirra tíma mælikvarða, og nemendur Vélskólans fóru á þau skip sem vélstjórar. Þá var bátaflotinn frekar smáar fleytur með litlum mótorum. Algengastir voru hinir svokölluðu glóðarhausmótorar. Það þurfti að veita mönnum, er gættu þessara véla einhverja fræðslu um meðferð þeirra. Fiski- félag Islands, sá um þessa fræðslu og held ég að fyrstur manna, er að þessu vann, hafi verið ól- afur Sveinsson, síðar skipaskoðunarstjóri. Fleiri ágætir menn störfuðu að þessu, m. a. Þórður Run- ólfsson, er var nemandi frá Vélstjóraskólanum í Reykjavík og lærði síðan tæknifræði í Þýzkalandi og varð síðar öryggismálastjóri ríkisins. ólafur Sveinsson samdi kennslubók í mótorfræði, sem fyrst var notuð. Þórður Runólfsson samdi einnig kennslubók, er lengi var notuð. Þórður hefur ver- ið stundakennari við þennan skóla í fjölda mörg ár, og við erum svo heppnir að njóta starfskrafta hans ennþá, og vona ég, að svo megi verða áfram, og býð ég hann sérstaklega velkominn til starfa að þessu sinni. Sá maður, sem lengst starfaði að þessum málum hjá Fiskifélagi íslands, var Þorsteinn Loftsson. Mikið starf lá eftir hann, þegar hann lézt. Hann var vel menntaður í sinni grein og afburða kenn- ari. Hann gaf út kennslubók í mótorfræði, sem við notum ennþá við 1. stigið. Ég var svo lán- samur að kynnast Þorsteini. Kennsluferil minn hóf ég hjá honum, þá ungur að árum, nýútskrif- aður frá Vélskólanum. Vélskólinn er fullsetinn í vetur. Neita varð u.þ.b. 30 nemendum inngöngu í 1. stig vegna húsnæðisskorts og tækjaleysis. I skólanum verða 12 bekkjardeildir, en kennslu- stofur eru aðeins 9, svo að við verðum að kenna áfram í anddyri skólans. Ég hygg, að aðsókn að skólanum hafi aldrei verið meiri en nú. I 1. stigi verða 3 deildir, alls um 70 nemendur. I 2. stigi verða 4 deildir, þaraf ein með vél- virkjum, alls um 90 nemendur. I 3. stigi verða 3 deildir, þaraf ein sveinadeild, alls um 70 nemendur. I 4. stigi verða 2 deildir, önnur sveinadeild, alls 40 nemendur. 1 Reykjavík verða því um 270 nemendur í vetur. I Akureyrardeildinni verða 1. og 2. stig, alls um 35 nemendur. í Vestmannaeyjadeildinni verða 1. og 2. stig, alls um 30 nemendur. Setning deildanna á Akureyri og í Vestmanna- eyjum fer einnig fram í dag. Forstöðumaður á Akureyri er Bjöm Kristinsson, en í Vestmanna- eyjum Jón Einarsson. I Vélskóla íslands verða því alls um 335 nem- endur í vetur. Það hefur ekki verið skemmtilegt starf hjá mér, meðan á undirbúningi skólans stóð, að þurfa að neita svo mörgum nemendum um skólavist, vit- andi það, að vöntun er á vélstjórum á skip lands- manna, að þurfa að neita svo mörgum piltum um skólavist, er hjálpa vilja við þjóðarbúið með því að fara út á sjó og draga björg í bú, svo að við getum haldið áfram að lifa mannsæmandi lífi í þessu landi. Sú breyting verður á kennaraliðinu, að nýir kennarar verða: véltæknifræðingur, raftæknifræð- ingur, rafvirki og tveir smíðakennarar. Þessir menn verða ráðnir alveg næstu daga, en umsókn- arfrestur um þessar stöður rennur út í dag. Marg- ir ágætir menn hafa sótt um þessar stöður. Nýr lausráðinn kennari í vetur verður Atli Marinós- son vélstjóri. Ég býð eldri kennara og þá nýju velkomna til starfa. Yfirstjóm skólans er í höndum menntamála- ráðuneytisins. Þar hef ég mætt miklum skilningi og velvilja í málefnum skólans. Að skólanum koma nú 5 fastráðnir kennarar, eins og ég sagði áðan, 2 tæknifræðingar, kennari í verklegri raf- magnsfræði, svo og 2 fastráðnir smíðakennarar. Undanfarin ár hefur það háð starfsemi skól- ans, hve erfitt hefur verið að fá kennara í raf- magnsfræði. Með skilningi menntamálaráðuneytis- ins á þessu, tókst það. Við Vélskólamenn lítum vonglaðir til framtíðar- innar. Mikil aðsókn er að skólanum og aukinn skilningur ráðamanna á hlutverki hans. Alveg nú á næstunni verður hafizt handa um smíði viðbótarskólahúss; veittar voru 7 milljónir til framkvæmda á þessu ári, og von er á fjár- veitingu á fjárlögum næsta árs. Mjög er aðkall- andi, að skólinn eignist aukinn tækjakost í stýri- tækni, vélfræði, rafmagnsfræði, og smíðatæki, og jafnframt að eiga þess kost að geta sent kennara 315 VlKINGUE

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.