Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1971, Síða 29

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1971, Síða 29
Slifti og afleiðingar Eftir Guöfinn Þorbjörnsson. Það er mikið rætt og ritað um hin hörmulegu og allt of tíðu slys, sem árlega hafa orðið af völdum hinna handhægu og fjölhæfu vinnu- véla bænda og reyndar ýmissa ann- arra atvinnurekenda, sem ganga undir samheitinu dráttarvélar og hafa nú að mestu leiti leyst „þarf- asta þjóninn“, hestinn af hólmi og gert hann að leikfangi efnamanna í bæjum og sveitum og einnig að nokkuð árvissri útflutningsvöru. Það er sízt að ófyrirsynju, að mikið er rætt um hin tíðu slys, sem oft hafa valdið dauða, og margar tillögur séu um leiðir til þess að fyrirbyggja þau og (eða) draga úr hörmulegustu afleiðing- um þeirra. Það hafa verið uppi háværar raddir um að banna unglingum 12 - 14 ára að snerta þessi tæki, sem að sjálfsögðu kemur ekki til greina í framkvæmd. Við, sem eldri erum, höfum allir verið á þessum aldri, ekki fyrir svo ýkja löngu, þegar litið er til baka, og ég held, að við hefðum allir eða flestir lítið skeytt fyrirmælum um að við mættum ekki meðhöndla hesta, enda þótt þeir væru illa tamdir, hrekkjóttir og baldnir á þessu áraskeiði. Þá voru hestarnir og snatt í kringum þá aðalverkefni unglinga í sveit, og frá þeim hafa margir, sem ólust upp í bæjum og þorpum sínar skemmtilegustu æskuminningar, enda þótt viðskipti við þá væru engan veginn hættulaus né átaka- laus, sízt meðan unglingar kunnu lítt til ýmissa kenja, sem þessar lifandi „orkustöðvar“ höfðu hver eftir sínu upplagi, tamningu og skapferli. Sumarvinna í sveit hefur alltaf verið eftirsóknarvert og forvitni- legt ævintýri fyrir heilbrigð kaup- staðabörn að ég held, og mörg, sem því láni hafa átt að fagna að hafa lent á góðu sveitaheimili þar, sem þau hafa lært að gera sitt bezta og draga ekki neitt af sér til gagns heimilinu, eiga alla ævi skemmtilegar endurminningar frá sveitaveru sinni, og sumir ævilang- an kunningsskap og vináttu sam- ferðamanna í dreifbýlinu, þrátt fyrir (og kannski einkum fyrir) þá áreynslu, þreytu, hugarvíl, myrk- fælni og aðrar þrautir, sem varð að yfirstíga á þessu aldursskeiði og í flestum tilfellum tókst. Nútíminn með öllum sínum regl- um, boðum og bönnum, æskulýðs- leiðtogum, barnaverndarráðum og öðrum velferðarríkisfyrirmælum á langt í land (þótt hann vonandi eigi eftir að ná landi) til þess að hafa sömu góðu uppeldisáhrifin og sumardvöl á góðu sveitaheimili veitti unglingi úr kaupstað, meðan sú dvöí var enn ekki reiknuð í krónum eftir hóteltexta, heldur manndómi, dugnaði og samvizku- semi. Ég mun nú vera kominn alllangt frá upphaflegu efni þessara hug- leiðinga minna, sem áttu að helgast hinum tíðu og hrollvekjandi slysum af völdum dráttarvéla og viðbrögð- um hinna þjóðhollu og ágætu manna, sem reyna af beztu getu að fyrirbyggja og draga úr hinum hörmulegu afleiðingum þeirra, og er ég þá kominn að áðalefni þessa erindis, þ.e. að fyrirbyggja slys (byrgja brunninn áður en barnið er dottið ofan í) eða draga úr af- leiðingum slyssins. slysa öll farartæki, bæði skip og vagn- ar, eru miðuð við að þau séu í réttri stöðu' skip á réttum kili og vagnar standi á hjólum en ekki á hlið eða hvolfi. Til þess að svo megi verða, verða allir aðilar að vera samtaka, bæði framleiðendur og þeir, sem með þessi tæki fara, vinna að því að þessi tæki til sjós og lands hafi öll skilyrði til þess að gegna þessu hlutverki. Það ber að leggja meiri áherzlu á að skip séu á réttum kili og hjólandi tæki á landi standi á hjólum heldur en að tryggja stjórnendur þessara tækja (stjórnendum og farþegum) ein- hverjar sárabætur, ef þessum grundvallarskilyrðum er snúið við Gúmmíbátar, uppblásin björgunar- belti og fleiri gagnráðstafanir, sem vissulega björguðu mörgum manns- lífum meðan nútímatækni fram- leiddi skip og útbúnað þeirra á þann hátt, að þau fóru á hliðina eða hvolf fremur en að fljóta á réttum kili, en sem betur fer er sú tíð liðin og kemur vonandi ekki aftur að slík lausn sé viðunandi. En alveg sama máli gegnir um dráttarvélar. Við eigum að leita að orsökum dráttarvélaslysa í stað þess að draga úr hinum hörmulegu afleiðingum þeirra, þótt síðari leið- in eigi vissulega nokkurn (og mik- inn) rétt á sér. Dráttarvélar, hvort sem þar heita Farmal eða eitthvað annað, eru yfirleitt þannig byggðar, að þær hafa stór og öflug hjól að aftan, sem jafnframt drífa þær áfram, en minni hjól að framan, sem jafn- framt eru færanleg inn, þannig að þau eru talsvert innar á akbraut- Framhald á bls. 321. VÍKINGUR 8Í7

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.