Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1972, Page 6
vexti og veiða hann upp áður en hann hefur orðið
kynþroska. Þessar nýju upplýsingar vísindamann-
anna eru uggvekjandi fyrir okkur íslendinga, en
þær eru jafnframt undirstrikun á því, sem við
höfum sagt um þörf okkar á að fá í okkar hendur
stjóm á fiskveiðunum í kringum landið, þannig
að við getum sett reglur um veiðarnar og bannað
þær veiðar sem við vitum að eru hættulegar.
Þó að öll íslenzka þjóðin standi einhuga í land-
helgismálinu, er málið þó ekki að fullu leyst.
Ákvörðun okkar um útfærslu fiskveiðimarkanna
er mótmælt af ýmsum þjóðum og tvær voldugar
þjóðir í Vestur Evrópu, Bretar og Vestur-Þjóð-
verjar, hóta okkur með ýmsum hætti, beint og
óbeint. Og Bretar hafa kært okkur fyrir Alþjóða-
dómstólnum í Haag, og telja okkur vera bundna
af samningi við sig um stækkun landhelginnar frá
árinu 1961. Þessum samningum höfum við sagt
upp með 6 mánaða formlegum fyrirvara og áður
með 12 mánaða tilkynningu um fyrirætlan okkar.
Mótmæli Breta og V-Þjóðverja og hótanir þeirra
rnunu ekki breyta afstöðu okkar um útfærslu út
í 50 mílur 1. september nk.
Við höfum hins vegar sagt, að við værum reiðu-
búnir til að gera samkomulag til bráðabirgða um
nokkurn takmarkaðan veiðirétt erlendra skipa
innan hinna nýju marka til þess m. a. að umskiptin
fyrir þau yrðu ekki eins tilfinnanleg.
í viðræðum þeim, sem fram hafa farið við full-
trúa þessara tveggja þjóða, um ágreiningsmálin,
höfum við gert grein fyrir sjónarmiðum okkar.
Lítið hefur þokaz,t í rétta átt.
Krafa okkar er, að frá 1. september nk. höfum
við lögsögurétt á hinu nýja landhelgissvæði og
getum séð um, að þeim reglum verði hlýtt sem við
setjum um veiðarnar. Við viljum útiloka með öllu
frá veiðiheimildum verksmiðjuskip sem veiða allt
og geta nýtt allt um borð, og einnig stóra frysti-
togara.
Við viljum tryggja friðinn fyrir öllum togveið-
om á ákveðnum svæðum nokkurn tíma á hverju ári,
til að draga úr hættulegri smáfiskveiði og til að
koma í veg fyrir áníðslu á hrygningarstöðvum.
Við viljum tryggja, að hin erlendu skip fái ekki
að veiða jafn nærri landinu og verið hefur og að
verulega stór svæði við landið verði á vissum árs-
tímum fullkomlega laus við ágang erlendra fiski-
skipa.
Þrátt fyrir marga viðræðufundi við hina er-
lendu aðila hefur lítið þokazt í rétta átt að okkar
dómi. Krafa þeirra er enn, að skip þeirra fái ó-
hindrað að stunda veiðar upp að 12 mílna mörkun-
um hvar og hvenær sem er, aðeins háð því, að
heildaraflamagn veiðiskipa viðkomandi þjóðar fari
ekki yfir tiltekinn árskvóta.
Að slíkum kröfum getum við íslendingar aldrei
gengið, enda jafngilti það í rauninni því, að við
féllum frá útfærslunni að mestu leyti.
Á þessari stundu verður ekki um það sagt, hvort
samningar kunna að nást á milli okkar og hinna
erlendú aðila um bráðabirgðalausn varðandi veiði-
heimildir fyrir þeirra skip í íslenzku fiskveiðiland-
belginni. Ef til vill næst ekkert samkomulag og þá
tökum vð íslendingar því sem að höndum ber í
þessu máli. Við vitum, að við erum að ráðast í
óumflýjanlegar ráðstafanir.
Vald yfir fiskveiðunum á miðunum við landið
verðum við að fá, ef ekki á illa að fara á alveg
næstu árum. Allt okkar er í veði. Við getum því
ekki hikað í þessu lífshagsmunamáli. Þó að við
höfum ekki herstyrk til að styðjast við, eins og
ýmsar aðrar þjóðir, þá höfum við ýmislegt annað
sem veita mun okkur stuðning í hugsanlegum átök-
um út af þessu máli.
Auðvitað geta Bretar sent herskip sín hingað
á miðin eins og þeir gerðu 1958 og 1959. Og auð-
vitað geta þeir hópað í kringum herskip sín nokkr-
um togurum innan 50 mílna markanna. Þetta vit-
um við fullvel.
En hitt vitum við líka, að undir herskipavernd
er ekki hægt að stunda fiskveiðar við Island með
árangri. Þau erlend skip, sem gerast brotleg við
íslenzk lög, geta ekki haft eðlileg samskipti við
landsmenn. Þau neyðast til að sigla af miðunum
til fjarlægra landa til þess að fá viðgerðir og aðra
þjónustu. Og hvernig hugsa menn sér, að það geti
gengið, að stunda veiðar í skammdeginu við ísland
og geta aldrei leitað vars í óveðrum með eðlilegum
hætti?
Komi til þess, sem ekki verður trúað, að brezk
stjórnvöld séu svo skammsýn, að reyna að beita
herskipum sínum hér, þá munum við Islendingar
beita þolinmæði okkar vitandi um það, að hinir
brotlegu verða fyrr e<5a síSar aS gefast upp.
Okkar verður sigurinn, en þeirra verða vand-
ræðin og skömmin um allan heim, að ráðast með
herskipum að vopnlausri smáþjóð.
Eg trúi því ekki, að Bretar stefni út í slíka ófæru,
eftir þá reynslu sem þeir hafa fengið. En það mega
þeir vita, að við Islendingar höfum þegar ákveðið
að mæta þeim vanda sem af ofbeldisráðstöfunum
myndi leiða, ef ekki reynist mögulegt að ná heiðar-
legum samningum um takmarkaðan veiðirétt er-
lendra skipa eftir þeim reglum, sem við teljum
nauðsynlegt að setja,
Að lokum sagði Lúðvík Jósepsson:
Sjómannadagurinn í dag mun um allt land, í
hverri verstöð, verða dagur heitstrenginga um
aukna samheldni í landhelgismálinu. 1. maí, dagur
verkalýðsins, varð dagur landhelgismálsins í ár.
Sjómannadagurinn í dag verður einnig dagur land-
helgismálsins. Gerum hann að baráttudegi fyrir
fullum sigri í landhelgismálinu.
222
VlKINGUR